anna skvísindakona

föstudagur, 26. nóvember 2004

Í tilefni af aðventunni fékk ég uppskrift að jólaglöggi frá uppáhalds húsmóðurinni minni, henni Ninju. Jeminn, þetta verður huggó.

1 lítri af vodka
1 rúsína
hrært & skreytt með greni

Pant ekki fá rúsínuna
-Anna

anna skvísindakona @ 20:00 |

þriðjudagur, 23. nóvember 2004

Jájá, veriði ekkert að blogga stelpur, það er hvort sem er langskemmtilegast að lesa það sem ég skrifa.

Helgin var óvæntur glaðningur, við Þórunn entumst manna lengst á djamminu, fórum meðal annars í borðfótbolta við einhvern sem við héldum fyrzt að héti Jeff, en reyndist vera Ron Jeremy í dulargervi. Við föttuðum plottið þegar hann reif sig úr bolnum & blindaði okkur af kynþokka & vann borðfótboltann þannig. Skítatrikk & ógeðslega ódýrt.

Seinna um kvöldið hittum við leiðinlegasta úllíng í heimi sem var með leiðinda kókaínviðmót & skæting. Hann missti síðan algjörlega kúlið þegar hann fékk hysteríukast & fór næstum því að grenja yfir því að ég blési reyk framan í hann. Hehe, djöfull held ég að hann eipi þegar hann fréttir hvað ég gerði við besta vin hans.

Skál fyrir frábæra DJnum á ellefunni & Kazaa.
Bitch Slap fær pósturinn fyrir að vera ekki ennþá kominn með pakkann minn. & Idol, kræst, þetta er eins & eitt heljarinnar sambýli.

-Anna

anna skvísindakona @ 18:55 |

föstudagur, 19. nóvember 2004

Skáparnir, háaloftið & skúrinn eru að tæmast! Ég er búin að sópa öllu draslinu út í ruslatunnu & í dag á ég bara fallegt & dýrt dót í mínum fórum. Hreinlega veit ég ekki hvort mér finnst skemmtilegra að henda gömlu drasli eða kaupa mér nýtt.
Auk þess að finna nokkrar beinagrindur í skápnum mínum fann ég gamlagamlaeldgamla símann minn sem ég eignaðist '97 eða '98. Sá sími er jafnstór & gameboy* tölva, með loftneti & öllu. Ég & Þórunn skemmtum okkur konunglega með því að hringja nokkur vel valin símtöl í fortíðina:
,,Já halló, er Richard Scobie heima"
,,Hæ, ég er í Borgarkringlunni & ég er búin að týna UK-17 kortinu mínu"
,, Ætlarðu á Bubblefliestónleikana á Tunglinu í kvöld?"
,,Hvort eigum við að fara á Veggfóður eða Dansar við úlfa?"
& auðvitað báðum við um óskalag á Sólinni & pöntuðum Jón Bakan pizzu & Fruitopia. Þórunn vildi samt frekar Seltzer með pizzunni sinni.

-Anna Lind

* Einu sinni ruglaðist ég þegar ég ætlaði að segja gameboy & sagði playboy, hahaha

anna skvísindakona @ 19:37 |

laugardagur, 13. nóvember 2004

Ég var að tala við eina vinkonu mína áðan sem fór á skrallið í gær & gubbaði & gubbaði. Það vakti mig til umhugsunar um að ég byrjaði ekki að gubba eftir fyllerí fyrr en ég varð 23 ára & þetta virðist ætla að aukast með aldrinum.

Ég bara hlýt að vera komin með búlimíu.
Eins & hún Díana heitin.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 16:52 |

föstudagur, 12. nóvember 2004

Obbobbobb, ég held að mér hafi tekist að sjarma ghostbustergaurinn. Eins gott að hann kaupi peanutbutter m&m í fríhöfninni.
& ef allt faular, þá er ég búin að fatta B E S T U leið í heimi til að dömpa gaur. Eiginlega get ég ekki beðið eftir að nota hana.

Prinsessuafmælið gekk ágætlega, allir voru fabulous & sauðdrukknir. Að undanskildu rifrildi sem var í eyrunum á mér allt kvöldið, þá held ég að fólk hafi skemmt sér konunglega- í orðsins fyllstu merkingu. Ein prinsessan varð meiraðsegja geðveikt villt þegar hún reykti maríún & varð stón niðrí bæ, hahaha. Myndir má finna á síðunni hennar Ingunnar.

Skál fyrir Systu frænku sem eignaðist lítinn strák í kvöld. Ætli hann verði jafn óþekkur & ég?
Bitch slap fær skjár einn fyrir að sýna upprifjunarþátt í America's Next Top Model þegar ég var komin í stellingar til að horfa á our Shandi spila rassinn úr buxunum.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 01:05 |

þriðjudagur, 2. nóvember 2004

Jeminn jeminn, ég veit bara ekki hvar ég á að byrja eftir þessa Købenferð. Ég held bara að ég haldi áfram að skála, enda engin ástæða til að hætta því þegar lifrin á manni er með öllu horfin.

Skál fyrir:
* Rögguló að sjálfsögðu fyrir afmælið, gestrisnina, thaigreencurry, æluna & bara allt.
* Hauki & Gauja fyrir brill halloweenpartý, verðlaunin & bara fyrir að vera kðútt.
* Daða fyrir að vera plebbinn sem hann er.
* Svenna fyrir að vera tvíburabróðir minn.
* Björgu fyrir að vera alvöru paunk & brjóta memmér glas- það er ekki partý fyrr en einhver brýtur glas! (Sorry Haukur minn).
* Hersteini fyrir að vera gordjös.
* Ninju fyrir að vera sæt.
* Zhaveh fyrir að vera með jafnflott brjóst & ég.
* Hlyni í the Relationship fyrir að vera ekki jafn vitlaus & hann lítur út fyrir að vera.
* Sætu Dönunum, Ghostbustersgaurunum, Queer-eye gaurnum, Halvvejen & bara öllum sem dældu í mig ókeypis brennivíni sem kom út á að ég fékk flugið ókeypis.

Verð að þjóta í mat, held áfram seinna

P.s. Raggaló, Risinn biður að heilsa & vildi koma því á framfæri að rúmið þitt er mjög þægilegt, harharhar...

-Anna

anna skvísindakona @ 18:15 |

mánudagur, 1. nóvember 2004

skoðið þetta og gerið eins....þetta er ó svo fyndið, tók mig tvö ár að viðurkenna það!!!
www.shakeskin.com

-mangó

anna skvísindakona @ 18:17 |