anna skvísindakona

laugardagur, 30. apríl 2005

Kannski dáldið seint á ferðinni...

Worst case scenario: Hvernig á að takast á við að vakna útí bæ & hafa hvorki hugmynd um hvar þú ert né hvar þú átt heima.
Þegar þú vaknar er mikilvægt að panikka ekki, þú veist það sjálf(ur) að það er skynsamlegast að drífa sig út. Ef þú ert heppinn geturðu séð hvar þú ert staddur/stödd með því að skoða póst viðkomandi eða götuskilti þegar út er komið. Í svona aðstæðum er gott að vera undirbúinn. Þess vegna ættu allar skvísur að setja til öryggis hreinsiklúta eða lítinn brúsa af augnfarðahreinsi í töskuna áður en farið er á djammið, því ekki vill maður ganga um bæinn eins & söngvarinn í Cure. Ef augnfarðahreinsirinn klikkar má nota annarskonnar reddingu til að bjarga því versta, t.d. handáburð eða annað feitt krem, en ekki nota tannkrem til að redda maskaranum. Einnig er sniðugt að geyma sólgleraugu í töskunni & þykjast vera á leiðinni að fá sér ís eða jafnvel ef farið er út á laugardagskvöldi að pakka sálmabók, þannig að fólk haldi að þú sért á leið í kirkju á sunnudagsmorgni. Karlmenn eru heppnari að þessu leyti því ef þeir eru mjög sjúskaðir, er nóg fyrir þá að segjast vera listamenn.
Ef þú ert heppin(n) & átt pening fyrir leigubíl eða getur hringt í vin til að sækja þig, þá er það augljósasta leiðin til að bjarga sér heim, leigubílstjórinn ratar t.d. örugglega á addressuna þar sem þú býrð, en slíkur lúxus er ekki alltaf til taks. Þá er gott að reyna að finna strætóskýli í nánd & átta sig þannig á hvar þú ert. Þegar það er komið á hreint, þarf að finna út hvar þú býrð & hvernig þú kemst þangað. Ef þú manst heimilsfangið þitt eða í hvaða hverfi þú býrð, gætirðu fundið þetta bæði út í strætóskýlinu, annars er sniðugt að taka strætóinn að skiptistöð & reyna að finna það út þegar þangað er komið. Strætóbílstjórar geta líka verið ósköp hjálplegir að vísa manni til vegar, að því gefnu að þú kunnir tungumálið sem talað er í landinu þar sem þú vaknar. Í versta falli ætti löggan að geta hjálpað þér að finna út hvar þú átt heima & hvernig þú kemst þangað. Annað neyðarúrræði er að þykjast vera slasaður & fara á slysó þar sem verður hringt í nánustu aðstandendur & þeir redda manni heim. En þá reddingu ætti að forðast í lengstu lög, því að það er pínku lúðalegt.


-Anna Lind

anna skvísindakona @ 02:05 |

mánudagur, 25. apríl 2005

Jahérna, Mary Donaldson ólétt! Ég er farin að halda að einhver hafi rúnkað sér í vatnsleiðslurnar í Danmörku....

Skvísindakonan hefur ákveðið að miðvikudagar verði worst case scenario dagar. Fyrirspurnir sendist á alk@hi.is.
Spennó, ha?

-Anna skvísindakona

anna skvísindakona @ 19:18 |

laugardagur, 16. apríl 2005

Ég var að lesa "The Worst-case Scenario Survival Handbook: Dating & Sex" & ég verð eiginlega bara að segja að mér finnst hún ekki vera neitt sérstaklega worst case neitt- í mesta lagi bad case eða typical case. Þessa kafla hefði ég til dæmis gjarnan vilja sjá í bókinni:

* Hvernig á að losna við manneskju sem virðist aldrei ætla að vakna.
* Hvað á til bragðs að taka þegar foreldrar manns labba inn á deit.
* Hvað á að gera þegar helvítis hálfvitinn sem þú vaknar við hliðina á faldi skóna þína.
* Hvernig maður ber sig á fyrsta deiti með risa sem skilur ekki ensku.
* Hvernig á að segja fólki að hætta að hjakkast þegar augljóslega er ekkert að fara að gerast.
* Hvernig á að takast á við að vakna útí bæ & hafa hvorki hugmynd um hvar þú ert né hvar þú átt heima.
* Hvað á að gera við manneskju sem fer að grenja í hvert einasta skipti sem hún fær það.
* Hvernig á að losna við stalker.
* Hvers vegna það er ekki eins sniðugt & það hjómar að vera rebound stúlka/gaur.
* Hvernig þú átt að haga þér þegar þú hittir manneskju sem þú gætir hafa sofið hjá.

& ég er viss um að það sé til hellingur af fleiri hryllingsaðstæðum sem eru verri en þær sem eru tilgreindar í bókinni. Þetter jafnvel orðið spurning um að leitast við að svara þessum spurningum. Eða jafnvel keppni um hver á verstu aðstæðurnar. Hmmm...... Hvað segið þið?

-Anna skvísindakona



anna skvísindakona @ 18:29 |

fimmtudagur, 7. apríl 2005

Hó hó hó :-)

Hvað segja stelpurnar mínar gott ??? ....klikkuðum á hittingnum um daginn... buhuhuhuhu...

En já.. litla stelpan er að flytja á Garfieldstreet... er aaaalveg að verða búin að koma mér fyrir.. er að spá í að giska kannski í nótt... úúúú spennandi ;-)

...þið eruð allar velkomnar í litlu ógisslegu holuna mína..hehehe... Það verður alltaf heitt á könnunni og nýbakað meððí...... not ;-)

kærlig hilsen,
Sunnfríður Markan,
...hipp&kúl í hundrað&einum...

anna skvísindakona @ 15:50 |