anna skvísindakona

mánudagur, 29. ágúst 2005

Fyndið hvernig síðasta helgin áður en skólinn byrjar er alltaf subbulegasta helgi ársins. Í fyrra hikstaði ég 'Where is My Mind' uppá sviði á ótrúlega sveittum bar, pikkaði upp risa & gubbaði útum strætó á sunnudagsmorgni. Hittífyrra freestyle-uðum við Brynja í strákapartýi á Stormgade & ég braust inná kollegi & stal bjór. Árið í ár var engin undantekning. Á fimmtudaginn var kveðjupartý hjá Amin. Var það mál manna að það væri einstaklega vel heppnað, löggan kom & ég beit skallablett á einhvern ókurteisan strák. Þórunn hafði m.a. orð á því að hún hefði ekki lent í öðru eins síðan hún sá Godzilla í bíó.
Laugardagurinn fór í Ølympics. Mitt lið (ég, Gauti, Hjalti & Svenni) unnum þetta. Ég var eina stelpan sem ældi ekki. Um kvöldið sýndum við Svenni svo meistaratakta í borðfótbolta á 22, greinilega rosalegir íþróttamenn hér á ferð. Við áttum óslitna sigurgöngu þangað til helvítis síðhærði Þjóðverjinn kom & vann okkur. Sem minnir mig á að ég þarf að hringja í útlendigaeftirlitið & losna við þann leiðindagaur.
& btw, takk kærlega Hersteinn & Gaui fyrir að vera geðveikt fyndnir þegar við vorum að bíða eftir fólkinu fyrir utan hjá Hauki. Ég hafði reyndar húmor fyrir því, en ekki fyrr en daginn eftir. En alvöru tøff-skál fær Raggi fyrir rassamæla/Dauðaspaðapælinguna.
-Anna

anna skvísindakona @ 12:16 |

föstudagur, 26. ágúst 2005

Jæja, þá er ég búin að fá að vita það að ég NÁÐI helv.. síðasta prófinu og er þar með orðinn viðskiptafræðingur....... :)

LOKSINS, hehe

Inx

anna skvísindakona @ 16:06 |

mánudagur, 15. ágúst 2005

Jæja, þá er fyrsta Stál-barnið komið í heiminn... hún Raggaló á heiðurinn af því- þetta getur hún stelpan. Hann lét nú víst hafa töluvert fyrir sér- hann er greinilega eins og mamma sín :)

Innilega til hamingju með prinsinn- við viljum fá að sjá myndir og svo verðuru að drífa þig á klakann og leyfa okkur að knúsa ykkur!!!!

RISAKNÚS frá okkur öllum.

kv.Inx

anna skvísindakona @ 11:54 |

miðvikudagur, 10. ágúst 2005

Gvuð, ég fékk smokk í póstinum, ég veit ekki hvað nágrannarnir eru farnir að halda um mig.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 13:59 |