anna skvísindakona

fimmtudagur, 23. febrúar 2006

Dríngdríng....
Ég: Halló
Kona: Anna Lind?
Ég: Já, það er ég
Kona: Sæl, ég heiti Ingibjörgeikkvað & er að kynna nýjan bókaklúbb, hefðir þú áhuga á svoleiðis?
Ég: Jaa..., hvernig bókaklúbb?
Kona: Þetter svona handiðnabókaklúbbur fyrir konur
Ég: Uuuu... ok
Kona: Við erum með allskonar bækur sem okkur langar að senda þér að kostnaðarlausu
Ég: Heh, ok
(hugsa: Jess, ég heeeld ég sé dottin í luuukkupottiiiiiinn)
Kona: Þú getur valið milli nokkurra bóka, viltu að ég kynni þær fyrir þig?
Ég: Já, endilega
Kona: Það er hérna ein sem er um hvernig á að þæfa ull & búa til muni fyrir heimilið úr þæfðri ull
Ég: Mhm...
Kona & eina bók um hvernig maður býr til ilmpoka úr þurrkuðum blómum
Ég: Uuu.. ok.. ekki fyrir mig sko
(hugsa: hahaha, geðveikt 90's)
Kona: & svo erum við með bók um hvernig á að pakka flott inn gjöfum
Ég: Eeeh, ok..
Kona: & tvær prjónabækur, ein um barnaföt & ein um hvernig á að búa til krúttlega bangsa & svoleiðis... líst þér á eitthvað af þessu?
Ég: Njeeeee...
Kona: Þá erum við með eina bók um hvernig á að búa til snyrtivörur úr einhverju drasli, baðbombur & svoleiðis, hmmm
Ég: Úff neitakk
Kona: En bók um hvernig á að mála keramik?
Ég: Mhm...
Kelling: & svo er það uppáhaldið mitt; bók um hvernig á að búa til minningabók úr kortum & myndum & svoleiðis.
Þögn
(hugsa: Gvuð, ætli ég sé kannski Lesbía?!)
Kelling: Þá er það rósin í hnappagatinu!
Ég: Núh?
(hugsa: hvaðnú, HVAÐNÚ?! Hættu helvítis kelling áður en ég snappa!!)
Helvítiskelling: Við erum hérna með skemmtilega bók um hvernig á að búa til skartgripi úr perlum.... hálsmen & eyrnalokka & svoleiðis.
Ég: Jáneitakk... neitakk við öllu sko. Takk samt & bless.
Helvítiskelling: Alltílæ vinan. Blessbless.

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta.
Eftir mjög tragíkómískan dag þar sem í byrjaði á túr í miðri tilraun sem gekk einmitt út á að pissa í tilraunaglas, þá meika ég ekki að einhver kelling hringi í mig & segi mér að þæfa ull. Ég mun aldreialdreialdrei leggja metnað í að pakka inn gjöfum af því að það er það leiðinlegasta sem ég veit í öllum heiminum & sá frítími sem ég hef fer í að dettíða & ríða en ekki að föndra. Rándýrar snyrtivörur sem eru prófaðar á krúttlegum dýrum & skemma ósonlagið fylla líf mitt sólskini & ég á fullt af skartgripum úr gulli & demöntum sem ég nota aldrei- því síður gengi ég með einhverjar batíkperlur föndraðar uppúr leiðindum. Mér hundhelvítisleiðist að svona bókaklúbbakellingar hringi í mig & angri mig bara af því að ég er -dóttir í símaskránni.
Þannig að:
* Ekki hringja í mig nema til að bjóða mér bjór/snúning/spa/skó/kjöt
* Ekki framkvæma nýrnarannsókn þegar þið eruð á túr
* Gefiði mér súkkulaði
* Fagdjókar eru bara góðir ef þeir eru slæmir & öfugt (sbr. "þú ert með illkynja nystagmus"- skál Dr. Bjarki)

-Anna skvísindakona

anna skvísindakona @ 21:33 |

þriðjudagur, 21. febrúar 2006

Allir sem eru dökkhærðir með stór brjóst eru bestir!
Aldrei að segja aldrei.

Ég er búin með vefverkefnið & þarf að fá verðlaun, en þar sem styttist í að ég verði líka búin með alla peningana mína, þarf ég að vera dáldið creatív núna.

Nýir skór eru semsagt úr myndinni.
Það sökkar.
Pedicure?

-Anna

anna skvísindakona @ 19:23 |

fimmtudagur, 16. febrúar 2006

Úh, ég er agaleg......

anna skvísindakona @ 21:54 |



Aaahaha, heyri ég skarkala?

Goodbye biokem, hello Smáralind.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 16:49 |



Flott! Frábært!
Ég ætlaði að snúa á samviskuna & ákvað að vera heima að lesa þangað til verkamennirnir á neðstu hæðinni byrjuðu að bora. Þeir eru búnir að bora á hverjum einasta degi síðan í september. Í svona hávaða er ekki hægt að lesa & því tilvalið að fara í búðir að eyða pening.
& í dag heyrist ekki píp frá þeim.
Ég hata þá.
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 15:49 |

laugardagur, 11. febrúar 2006

Það er engu líkt að sofa eftir próf eða all nighter verkefni. Gerir það næstum því þess virði- en samt eiginlega ekki af því að í svefnleysinu verð ég ljótari en ég hélt að ég gæti orðið. Til að stemma stigu við þessum ljótleika ætla ég framvegis að klára öll verkefni að degi til. Ég mun ekki taka all nighter nema hann sé með kúlurass & bad reputation.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 15:00 |

föstudagur, 10. febrúar 2006

Sumir fá craving í súkkulaði. Aðrir fá craving í kaffi. Ég fæ craving í kjöt. Í gær brunaði ég út í búð, keypti hrúgu af kjöti & eldaði eins & ég hefði aldrei heyrt blóðþrýsting nefndan. Sem er ekkert fjarri sannleikanum þar sem ég nenni aldrei að mæta í skólann á morgnanna.
Saga dagsins, ha....
Ég er farin að sofa.
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 03:36 |

miðvikudagur, 8. febrúar 2006

Retail þerapían virðist hafa heppnast. Blúsinn yfir að vera heimilislaus & komast ekki til útlanda tók loksins enda & það ekki seinna vænna, því annars hefði skuldahali komið & bitið mig í rassinn. Þó ber að taka það fram að retail þerapían sjálf er ekki lækning á blús, heldur veitir hún gott svigrúm til self healing. Það er nákvæmlega það sem gerðist & á göngum Smáralindar & Kringlunnar komst ég að eftirfarandi niðurstöðum:

* Ef ég kemst ekki til útlanda núna, þá ætla ég bara samt að hegða mér eins & ég sé í útlöndum.
* Það er faggalegt að búa einhversstaðar anyway.
* Ensím peeling er akkúrat það sem mig vantar.
* Ég er haldin of miklum athyglisbresti til að vera lengi á blús.
* Gull er klassískt & fer mér alltaf vel. Þess vegna á ég nýjan gullaugnskugga.
* Kúbein er frábær græja til að verja sig gegn zombies. Ég ætla alltaf að hafa kúbein mér við hlið í vinnunni.
* Ástandið gæti verið verra. Ég gæti átt ljóta sambýliskonu. Sem væri alveg agalegt.

Mjög málefnalegt alltsaman.

-Anna Lind skvísindakind

anna skvísindakona @ 15:50 |

miðvikudagur, 1. febrúar 2006

Skvísindi: Reynslan sýnir að retail þerapía er áhrifarík leið til að lækna blús.
Ég keypti mér kjól í gær.
& skó. Ég sá það að þeir voru sjúkir í mig & vildu ólmir komast á fæturna á mér. Ég lét það eftir þeim & núna erum við eitt.
Mér líður smá betur. Smá.
Hvað kaupir hún næst stelpan? Fylgist með.
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 00:53 |