anna skvísindakona

fimmtudagur, 31. maí 2007

Úff, eftir að mötuneytisdömurnar í vinnunni höfðu orð á því að ég væri alltaf svo smart klædd, finn ég fyrir þeirri pressu að þurfa alltaf að vera smart klædd. Ég er jafnvel farin að hugsa um að kaupa mér straujárn. Er það ekki bara einhver vitleysa samt?

anna skvísindakona @ 11:39 |

föstudagur, 25. maí 2007

Ein góð vinkona mín hafði áhyggjur af því að barnið hennar væri búið að skíta á sig svo að hún spurði mig hvort ég fyndi kúkalykt af því. Ég skildi ekki alveg spurninguna. Það er kúkalykt af öllum börnum.

anna skvísindakona @ 00:42 |

fimmtudagur, 24. maí 2007

Af hverju finnst manni gaurar eins & Jarvis Cocker & Prince vera hot?

anna skvísindakona @ 11:06 |

miðvikudagur, 23. maí 2007

Hahahæ, hann Helgi vinur er svoddan óttarlegur grallari.

anna skvísindakona @ 03:06 |

sunnudagur, 20. maí 2007

Ég fylltist nostalgískri notalegheitatilfinningu þegar Magga Pála sagði í viðtali við Kastljós að hún hefði alltaf fléttað böndin sem héngu niður úr veggteppunum heima hjá henni þegar hún var lítil. Ég gerði það líka hjá ömmu á Guðrúnargötunni. Good times.


Núna þegar ENSÍMGRÍNARINN!! er farinn suður á bóginn í sumarfrí, þá er Ringo geðveikt einmanna & er farinn að taka uppá því að borða málningarflögur úr gluggakistunni. Ég reyni að segja honum að svoleiðis geri bara krakkbörn en hann hlustar ekkert á mig. Hvað á ég eiginlega til bragðs að taka?

anna skvísindakona @ 20:35 |

föstudagur, 18. maí 2007

Égégég er sætasta stelpan á ballinu. Glætan samt að ég færi heim með Geir H. Haarde. Ég er enginn asni.

Skvísindakonan mælir með:
* Simonsvlei fæst í ÁTVR núna. & já, ég var nógu heimsk til að láta Berglindi gabba mig í rauðvínsdrykkju í kvöld, svona rétt eftir próf. Eða kannski er grínið á hennar kostnað ef hún situr uppi með mig geðveikt fulla & dramantíska á meðan ég slepp við þetta allt af því að ég verð í blackouti.
* Risabandinu hans Samma sem verður að spila á Nasa í kvöld.
* Heimaspa í próflestri. Hver segir að maður geti ekki lesið með peeling framan í sér & lit á augabrúnunum? Það er líka ágætt að líta út aðeins minna eins & ófreskja eftir prófharkið.
* Genameðferð..... uu, fyrir þá sem eru með eingena sjúkdóm eins & SCID eða CF. Jafnvel verður farið að meðhöndla hvít augnhár í nánustu framtíð, tjah hver veit?
* Nachos út á salatið. Ég er ekki búin að tala um annað síðan ég sá þetta gert. Það kannski bætir nokkrum kaloríum við, en come on, þetta tekur leiðindasalat & breytir því í goddem partýsalat!

anna skvísindakona @ 14:26 |

fimmtudagur, 17. maí 2007

Oh, ég er að reyna að læra fyrir próf, en allir eru svo trylltir að fá mig í partý & á skrallið að það er enginn friður. Ekki hjálpar að páfagaukurinn Ringo & ENSÍMGRÍNARINN!! voru að fatta uppá sýnifrumuleik (þar sem ENSÍMGRÍNARINN!! er dendritafruma & Ringo er T-fruma) & það eru geðveik læti í þeim. Þetta finnst þeim sniðugt- christ, þvílíkir nördar!

Sem betur fer á ég ennþá kjól fyrir prófið til góða eftir að ég ætlaði að kaupa seminarkjól en keypti óvart tvo. Ég trúi nú ekki öðru en að hann færi mér heppni, þar sem hann er gulur eins & Ringo.

anna skvísindakona @ 00:42 |

föstudagur, 11. maí 2007

Rétt eða rangt: Eurovision er nokkurs konar Ólympíuleikar samkynhneigðra?
Rangt. Eurovision er bara fyrir kommúnista.

anna skvísindakona @ 00:55 |

miðvikudagur, 2. maí 2007

Seminar í næstu viku getur bara þýtt eitt: Að ég þarf að kaupa mér nýjan kjól.

Ómæ....

anna skvísindakona @ 14:06 |