anna skvísindakona

laugardagur, 29. september 2007

If it is dry - add moist; if it is moisten - add dryness.

Congratulations, now you are a dermatologist.

anna skvísindakona @ 23:07 |

sunnudagur, 23. september 2007

Svakalegar vinsældir ENSÍMGRÍNARANS!! hjá hinu kyninu finnst mér renna stoðum undir það sem ég hef alltaf haldið fram: Allar vinkonur mínar eru laumulega ástfangnar af mér. Sjáiði bara patternið:
* Maðurinn hennar Ingu Birnu er dökkhærður, myndarlegur & fyndinn- eins & ég.
* Raggaló giftist sérvitrum vísindamanni sem er líka dökkhærður, myndarlegur & fyndinn- nákvæmlega eins & ég.
* Mangó fann sér fyrst kærasta sem á afmæli sama dag & ég en stuttu eftir að ég flutti á Hverfisgötuna, þá fann hún sér nýjan mann sem á heima rétt hjá mér- heppilegt ha?
* Kærastinn hennar Sifjar byrjar á sama staf & ég.
* Ég ætla ekki einusinni að byrja á hvernig Þórunn er alltaf að lauma sér uppí til mín & kúra hjá mér.

& svona gæti ég lengi haldið áfram.

Ef ég væri gaur, þá væri ég þokkalega búin(n) að dúndra þær allar.

anna skvísindakona @ 14:28 |

mánudagur, 17. september 2007

Ég var að skoða RS vírusaskemmdir í smásjá um daginn & þær minntu mig á eyrnalokka sem mig er búið að langa svo í. Svo ég fór & keypti mér þá. Tveimur dögum seinna keypti ég mér armband í stíl. Svona vírusar eru svo óttarlega smitandi sko...

Skvísindi dagsins: Fashionably late er fyrir lúða. Þeir sem eru með á nótunum mæta að sjálfsögðu alveg fabulously late.

anna skvísindakona @ 12:10 |

miðvikudagur, 12. september 2007

Utan úr heimi berast þær fréttir að ENSÍMGRÍNARINN!! hafi verið tilnefndur til nóbelsverðlauna fyrir Clostridium prumpfringens grínið sitt. Ég get ekki annað en borið mikla virðingu fyrir brautryðjendastarfinu sem hann er að vinna.

Að sama skapi finnst mér dáldið spes að ENSÍMGRÍNARINN!! & Ástráður séu aldrei á sama tíma á sama stað.

anna skvísindakona @ 17:02 |

mánudagur, 10. september 2007

Í gamla daga þegar ég tók alltaf strætó í skólann, þá var ég alltaf svo dugleg að lesa í strætó. Ég er að hugsa um að nota fría strætókortið til að lesa. Fara bara hring eftir hring. Pínku klikkað, ha?


"Komstu með videokameruna?" Vahahahaha...

anna skvísindakona @ 10:20 |