anna skvísindakona

fimmtudagur, 27. mars 2008

Hey, hafiði heyrt um stelpuna sem fékk móðursýkiskast yfir nýju espressovélinni sem hún var að kaupa?

Það var sko ég...

Skál fyrir:
* Aldrei fór ég Suður um páskana. Skemmtilegt festival sem er kærkomin tilbreyting frá annars hálf dauðum árstíma, þá sérstaklega af því að maður getur ekki sofið í tjaldi & verður að sofa í húsi. Mest skál samt fyrir Sundlauginni á Bolungavík af því að hún er fabulous, Ásgeiri fyrir að vera töff & pissa í sjóinn, Sif fyrir að missa kúlið þegar hún hitti Mugison, Skátum fyrir að vera í gullspandex, UMTS fyrir að vera rosa stuðpésar & Skötufirði en hann er augljóslega nýi uppáhalds fjörðurinn minn. Eat your heart out Hvalfjörður!
* Kóríander. Lausleg eftirgrennslan mín á nokkrum nánum vinum leiddi í ljós að annað hvort hatar fólk það eða finnst það æði. Ég er sjúk í það.
* Espressovélinni. Ok ég ætla ekki að missaða aftur, en ómæfökkingod hvað hún er brilliant. Mig langar mest bara að keyra á henni í skólann eða eitthvað.

anna skvísindakona @ 21:18 |

þriðjudagur, 18. mars 2008

Á meðan krónan skeit í brækurnar, náði ég öllum prófunum með stæl.

Stóru fréttirnar eru hins vegar þær að Calvin Klein ætlar að byrja að framleiða snyrtivörur aftur. Jesúsminn, ég & Calvin Klein maskarinn saman á ný.

anna skvísindakona @ 11:02 |

miðvikudagur, 12. mars 2008

Hvaða misskilningur olli eiginlega því að fólk er hætt að veita áfengi í fermingarveislum?

anna skvísindakona @ 09:03 |

mánudagur, 10. mars 2008

Þegar ég var svona um tvítugt, þá fannst mér það ekkert tiltökumál að eldast. "Fallegar konur eldast vel" sagði ég & við konur sem voru hræddar við að fá hrukkur sagði ég: "Ekki hafa áhyggjur, broshrukkur sýna bara hvað þú átt skemmtilegt líf & ef þú er kát & glaðlynd, þá er það það sem andlitið þitt mun sýna".

Núna lít ég til baka & hugsa: "Æi þegiðu krakki".

anna skvísindakona @ 09:37 |

fimmtudagur, 6. mars 2008

Sumarið kom, var í einn dag & fór svo. Það passaði svosem ágætlega, af því að ég fór í próf í snjókomu & gekk út í sólina fjórum tímum síðar.

Annars verð ég að segja að mér finnst það töluverð skerðing á lífsgæðum að Mondo hafi verið lokað. Hvar á ég nú að kaupa mér kjól þegar ég verð forsíðustúlka Nature?!

anna skvísindakona @ 13:36 |

þriðjudagur, 4. mars 2008

Núna er snjórinn að fara & það er af því að á morgun kemur sumar.
& á morgun kemur sumar af því að þá verð ég búin í prófum.

Er það skilið?

anna skvísindakona @ 23:00 |

mánudagur, 3. mars 2008

Oh, jeg dör....

Ég held að ég eigi ekki eftir að lifa þennan próflestur af. Mér er farið að leiðast svo mikið að ég hálfpartinn vona að ég drepist úr einhverjum af þessum leiðinlegu sjúkdómum sem ég er að lesa um & það strax. Andlegt ástand mitt er orðið svo slæmt að ég fór næstum því að grenja í bókabúð þegar mars Vogue var uppselt, en hélt sem betur fer andlitinu & fann það í næstu bókabúð. Jesúsminn hvað ég get ekki beðið eftir að lesa það. Sem betur fer á ég yndislegar stjúpdætur sem báðu um að fá að baka rice crispies kökur um helgina & kærasta sem lagði til að þær hefðu uppskriftina tvöfalda. Aaawsome.

Hugsað í prófum:
* Gvuð, ég er pottþétt með þennan sjúkdóm sem ég er að lesa um núna.
* Nú veit ég af hverju læri heita læri: af því að þau stækka meðan maður situr heima & lærir!
* Ætli súpermódel séu sterkari en önnur módel?
* Váááá hvað lifrin & píkan eru leiðinleg líffæri. Mér er skapi næst að hætta að drekka & rí*a, bara svona til að refsa þeim.
* Þetta eru skrítin hljóð. Ætli pizzan & ísinn sem ég borðaði áðan séu að slást í maganum á mér um hvort sé óhollari? Eða eru þetta kannski lifrin & píkan að slást um hvor sé leiðinlegri?
* Djöfull vona ég að helvítið hann Valtýr Björn missi röddina & geti aldrei framar talað í útvarpi.
* Af hverju er ekki til glamourations hepatitis? Hah, ég væri pottþétt með svoleiðis.
* Ætli ég geti fengið að taka þátt í Gettu betur ef ég skrái mig í einhvern skítakúrs í kvöldskóla?
* Carcinomacarcinomacarcinomacarcinomacarcinoma.....
* Sweet jesus, hvenær ætla Brad & Angelina að hætta að vera svona glötuð?
* Það er örugglega engin tilviljun að kettlingur rímar við vettlingur, alveg eins & kitten rímar við mitten.

Það verður skrautlegt að sjá hvernig maður ber sig innan um annað fólk í þessari árshátíðaflóðbylgju sem er framundan.

anna skvísindakona @ 23:24 |