anna skvísindakona

sunnudagur, 24. ágúst 2008

Á húsfundi í vikunni ætla ég að leggja það til að nágrannar mínir hætti að tuða allan daginn um nýjar bílskúrshurðar & að í staðinn fáum við einhvern til að gera töff pallíettugraffíti á gaflinn á blokkinni. Jafnvel á svalirnar líka, það er löngu kominn tími á þær.

Svo ætla ég að leggja til við skrifstofu læknadeildar að í staðinn fyrir þessa endalausu medicinfyrirlestra á föstudögum, fáum við að fara ókeypis í baðstofuna í Laugum & svo í vínsmökkun.

Að lokum ætla ég að leggja til að þeir sem segja "miðað við höfðatölu" í þessari viku verði lagðir í eyði. Rosa flottur árangur & allt það, en geddðefokk overit, handbolti er innisport & þess vegna geta Íslendingar eitthvað í honum. Það væri samt töff að nota tækifærið & koma silfri í tísku.

Skvísindakonan mælir með:
* Bláberjum. Þau eru soooo in this season. Út á ísinn, í salatið, í sósur & í marineringu. Ég virðist ekki geta tönnlast á því nógu oft hvað ber eru holl & full af andoxunarefnum.
* Nýjum skóm fyrir haustið. Ég keypti mér geggjaða skó & sá þá svo í septembervogue. Trés chic!

anna skvísindakona @ 23:53 |

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

"Well behaved women rarely make history"

anna skvísindakona @ 15:09 |

miðvikudagur, 13. ágúst 2008

Einusinni þekkti ég stelpu sem var algjör ólátabelgur, borðaði ekkert nema bara mjög óhollan mat, fór seint í háttinn, skrópaði í skólanum, drakk eins & svín & reykti meiraðsegja sígarettur. Hún átti það líka stundum til að stela húsgögnum úr stofnunum & fyrirtæknum- en aldrei frá fólki samt. Um helgar fór hún í villt & tryllt partý þar sem hún gat með einhverjum skrýtnum töfraorðum gabbað alla í partýinu úr fötunum, dansaði uppá borðum á Kaffibarnum, fór á trúnó með skvísuvinkonum sínum & staulaðist svo heim úr eftirpartýjum snemma á morgnanna með maskara út á kinn, stoppaði þá jafnan í bakaríinu ef það var ekki pakkfullt af einhverjum A-manneskjum.

Það villtasta sem þessi stelpa gerði í síðustu viku var að fara niðrí sólarvörn nr. 12 þegar hún var stödd á Spáni.

Nýlega fékk hún meirað segja móral eftir að hafa gefið einhverri helvítis belju fokkjúmerki í umferðinni.

Er þetta framför eða afturför? Maður spyr sig...

anna skvísindakona @ 15:29 |