anna skvísindakona

miðvikudagur, 17. desember 2008

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að taka stöðu héraðslæknis næsta sumar ef ég hef tök á. Annað hvort Bordeaux eða Rioja myndi henta mér bráðvel.

Skvísindakonan mælir með:
* Íslenskum jólagjöfum. Auðvitað pælum við núna í hvar við kaupum jólagjafirnar okkar. Styðjum litlu búðirnar. Ég segi íslensk hönnun í Epal, íslenskur litteratúr, íslensk músik í 12tónum & íslenskt skart frá Aurum eða Hendriku.
* Sörum. Eins hörmulega leiðinlegt & það er að standa í svona föndri, þá lætur maður sig hafa það af því að þær eru svo góðar.

anna skvísindakona @ 17:47 |

laugardagur, 6. desember 2008


Æji, Pálinn minn var að deyja í gær- litli káti fuglinn með stóra persónuleikann. Ó ég er svo blú yfir því.

anna skvísindakona @ 11:11 |