anna skvísindakona

föstudagur, 29. janúar 2010

Húð- & kyn skrípó

Balanitis


Bananitis


anna skvísindakona @ 00:04 |

miðvikudagur, 20. janúar 2010

Ég var á svo skemmtilegu málþingi á læknadögum þar sem viðfangsefnið var hinar ýmsu tegundir af píkum, píkuplastík & viðhorf kvenna til kynfæranna á sér.

Í miðju sessioni varð mér hugsað til einnar vinkonu minnar sem er bráðgáfuð & á lausu. Hún var í góðu gríni ávítt fyrir að hugsa of mikið með hausnum & of lítið með píkunni á sér. Nýlega hætti hún á pillunni & komst að því sér til mikillar skelfingar að hún hafði tendens til að hugsa of mikið með píkunni líka- sem getur auðvitað verið prívat hell þegar maður er einhleypur.

Niðurstaðan: Samband höfuðsins & píkunnar þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu & heiðarlegum samskiptum svo að annar aðilinn fari ekki að mutilera hinn. Ekki satt?

anna skvísindakona @ 21:03 |

mánudagur, 18. janúar 2010

Jesúsminn! Í dag lærði ég um sjúkdóm sem er langtum skelfilegasti sjúkdómurinn af þeim öllum; Skóofnæmi!

Ég meika þetta ekki, ég þarf Sobril...

anna skvísindakona @ 15:49 |

miðvikudagur, 13. janúar 2010

Eins & ég get nú látið greppitrýnið hana Victoriu Beckham fara í taugarnar á mér, þá er ég henni óendanlega þakklát fyrir að hafa þó vit á að hætta að gefa út tónlist.

Skvísindakonan mælir með:
* Húð- & kyn kúrsinum. Er þetta í alvörunni sérgrein? Getur maður bara verið að dunda sér við þetta allan daginn? Á sama tíma er bekkurinn minn að sýna í sér beinin sem óforskammaðir partýgemlingar. Þetta finnst mér sko skemmtilegur kokteill!
* Ég keypti Selebes baunir í Kaffismiðjunni um daginn & finnst ekkert í heiminum betra en að búa til algjöran tjöru-espresso úr þeim.
* Að strá grófu salti út í baðið. Það er hressandi & mýkjandi- fyrir slikk!
* Þessa dagana er ég sjúk í Nip/Tuck- ænóænó, alveg mörgum árum eftirá, en þetta er nú meira klassaprógrammið. Case in point: Kirurgar geta búið yfir mjög flóknu sálarlífi, þetta eru ekki eintóm hross. Hér er hægt að horfa ókeypis.

anna skvísindakona @ 01:40 |

fimmtudagur, 7. janúar 2010

Ef guð hatar homma svona mikið, af hverju gerði hann þá Tom Ford svona goddem fabulous?

anna skvísindakona @ 01:23 |

þriðjudagur, 5. janúar 2010

Skvísindi:
Bias kallast það þegar rangar ályktanir eru dregnar út frá gefnum forsendum. Eins & t.d. að álykta að þegar einhverjum skítugum sóðabretum tekst ekki að finna g-blettinn, þá sé hann bara ekki til.

Ég er viss um að ef þeir burstuðu í sér tennurnar & hættu að dansa eins & kellingar þá fyndu þeir hann strax.

anna skvísindakona @ 01:01 |

sunnudagur, 3. janúar 2010

Halló, stuðið á 11 í gær! Ef okkur tekst að koma öllum í svona stuð, þá held ég að þetta kreppumál sé bara leyst. Veit heimsmetabókin af þessu?

Skvísindi:
Ég ætla að vitna í klassapíuna Audrey Hepburn. Hún var sko enginn asni:

*For attractive lips, Speak words of kindness.
*For lovely eyes, Seek out the good in people.
*For a slim figure, Share your food with the hungry.
*For beautiful hair, Let a child run his or her fingers through it once a day.
*For poise, Walk with the knowledge you'll never walk alone.
*People, even more than things, have to be restored, renewed, revived, reclaimed and redeemed; Never throw out anybody.
*Remember, if you ever need a helping hand, you'll find one at the end of your arm.
*As you grow older you will discover that you have two hands; one for helping yourself, the other for helping others.
*The beauty of a woman is not in the clothes she wears, the figure that she carries, or the way she combs her hair. The beauty of a woman must be seen from in her eyes, because that is the doorway to her heart, the place where love resides.
*The beauty of a woman is not in a facial mole, but true beauty in a Woman is reflected in her soul. It is the caring that she lovingly gives, the passion that she knows.
*And the beauty of a woman, with passing years only grows!

anna skvísindakona @ 18:00 |