anna skvísindakona

fimmtudagur, 28. apríl 2011

Ég lýsi yfir vantrausti á Veðurstofu Íslands.

anna skvísindakona @ 20:02 |

þriðjudagur, 26. apríl 2011

Jesuschrist, ég fer að skera mig ef það kemur ekki sól bráðum. Og svo er ég líka alveg að fá ógeð á þessum próflestri. Bara aaalveeeeg! Þegar ég er strand og fíla mig geðveikt heimska, þá er eina ráðið sem mér dettur í hug að setja á mig sólgleraugu meðan ég les, svo að ég sé að minnsta kosti töff. Það er allt í lagi að vera smá heimskur ef maður er töff.

fml

anna skvísindakona @ 18:27 |

miðvikudagur, 20. apríl 2011

Endocrinologia er svo ógeðslega leiðinleg að ég æli allaf smá þegar ég heyri talað um hormón.
Hverjum er ekki skítsama um aldosterone?!

Ég verð þá vonandi mjó af þessu helvítis endocrine rúnki.

anna skvísindakona @ 16:55 |

mánudagur, 18. apríl 2011

Þessi próflestur hefur á stuttum tíma leikið mig ansi grátt og ég er að brotlenda nokkuð harkalega á Íslandi. Ég er farin að like-a myndir af börnum vina minna á facebook og bara í dag er ég búin að lesa 3 pistla um icesave. Og talandi um veruleikaflótta: Í gamni fræddist ég um að það var ekki James Mercer, heldur Martin Crandall sem buffaði kærustuna sína og getiði hvað; kærastan var Elyse úr fyrstu seríu ANTM. Þannig að í nokkurn tíma hef ég haft illan bifur á The Shins en með óbeit á röngum gaur. Verst að það verður ekkert spurt um þetta á prófinu.
En það er hlaupinn veruleikaflótti í fleiri. Visakortið mitt er löngu komið með fiðring og stungið af til amazon og ebay- sem er dýrt grín miðað við að maður fer ekki einusinni út úr húsi. Vonandi verða gullkisturnar ekki orðnar tómar þegar ég fer á Primavera festival í maí.

Sárast finnst mér samt að allt tanið sem ég safnaði mér með mikilli fyrirhöfn í Nepal lekur af mér meðan ég húki heima yfir bókum. Þvílík sóun! Eins gott að ég nái að troða einhverju inn í hausinn á mér og þá helst í öfugu hlutfalli við bankareikninginn sem blæðir út og tanið sem fölnar.

anna skvísindakona @ 19:07 |

miðvikudagur, 13. apríl 2011

Eins og það er nú gaman að þvælast um á ferðalögum, þá er líka ótrúlega notalegt að koma heim. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja ef ég ætla að segja einhverja ferðasögu af því að þeytingurinn á síðustu dögunum var svo mikið fjör útum allt. Eins og alltaf hefur reynst gæfulegast í lífinu, þá ætla ég að leysa það með því að skála:

Skál fyrir:
*Bidhan deildarlækni í Bharatpur fyrir að hvað hann er alltaf kátur og fannst gaman að reiða okkur á mótorhjólinu sínu og keyra hratt.
* Elsku stelpunum í einu fatabúðinni í þorpinu okkar. Þær voru ekki lengi að vippa fram prinsessu-sari á nótæm og töfra fram meiköpp og hár. Svo voru þær líka bara svo sætar og yndislegar.
* Túrbanadönsurunum í Sauraha. Gvuðminngóður, þeir voru svo flinkir og sprækir að ég kiknaði í hnjánum, ég sver það!
* Cafe Babylon í Pokhara. Það eru einhverjir voða krúttlegir stuðpésar sem reka staðinn, bjóða upp á popp, ódýran bjór og meiriháttar skemmtilega stemningu.
* Hressa landamæraverðinum í Abu Dhabi. Það er nú gaman að sumir geta skemmt sér í vinnunni. Við náðum að hlæja að vegabréfagríninu hans þegar hræðslustjarfinn bráði af okkur en einhver þarf samt að segja honum að fólk í hryðjuverkafötum á ekki að grínast á flugvöllum.
* Indlandi fyrir að rústa úrslitakeppninni í krikket. Fyrir vikið náði ég að bonda við hvern einasta leigubílstjóra sem við hittum í Abu Dhabi. Merkilegt hvað maður er alltaf edrú og skýr þegar maður sest upp í leigubíl.
* Olíufurstunum Rajid, Abdullah, Mubarak og Hisham fyrir að sjá til þess okkur skorti aldrei neitt, hvorki vino né sólarvörn, vatnspípu eða tískublöð. Líka fyrir að sýna okkur borgina og kaupa á okkur búrkur. Jæks, svona eftiráaðhyggja sé ég að það var kannski ágætt að við gátum ekki framlengt dvölina í Abu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég var pínku farin að fíla mig eins og World Trade Center þarna, innan um alla þessa Araba sem virtust staðráðnir í að bomba í mig.
* Guðrúnu. Þarf maður ekki alltaf að skála fyrir Guðrúnu, annars verður hún aldrei til friðs. Hún fær í það minnsta skál fyrir að tryggja okkur gistingu á lestarhótelinu í Lundi og þar með uppfylla drauminn minn um að sofa í kojum. Og svo fær hún auðvitað líka skál fyrir að eiga afmæli út um allan heim.
* Visakortinu mínu fyrir meiriháttar dvöl í Kaupmannahöfn. Sjitt hvað mér fannst gaman að labba um Illums Bolighus og prettywomanfeisa allt afgreiðslufólkið sem ég gat aldrei verslað neitt við þegar ég bjó þarna 2003 og 2004. Í leiðinni er ekki vitlaust að lyfta glösum og bjóða nýju Focus De Luxe hnífapörin mín velkomin heim í Stigahlíðina.
* David frá Mars sem bauð okkur í partý á Nørrebro. Ég er enginn kjáni samt, ég fattaði alveg að hann var frá Noregi en ekki Mars. Hann gabbar mig ekkert.
* Nýja hálsmeninu mínu sem pípti í öryggishliðinu á Kastrup og orsakaði að þessi fjallmyndarlegi öryggisvörður tók mig afsíðis og leitaði á mig... mér. Leitaði á mér auðvitað! Svo virðist sem þetta hálsmen hafi álíka vandaða kímnigáfu og ég og við munum því líklegast eiga stórkostlega framtíð saman.

anna skvísindakona @ 19:31 |

laugardagur, 2. apríl 2011

Bloggar full:
Kaera dagbok. Nu er eg i Abu Dhabi og i kvold forum eg og Gudrun ut ad borda. Eftir matinn sagdi thjonninn okkur ad onefndur oliufursti vildi gjarnan senda okkur raudvinsflosku. Vid vorum svo oskop kurteisar ad audvitad thadum vid thad. Svo baud furstinn okkur i magadansdinner og vatnspipur og vid sem erum alltaf svo godar vid alla thadum thad audvitad. Nu vona eg bara ad eg verdi ekki seld fyrir kameldyr eda latin skraela kartoflur alla aevi, en annars er allt svo meirihattar herna ad thad er orugglega ekkert verra ad skraela kartoflur herna en ad skrifa laeknabref allan daginn heima a Islandi.

anna skvísindakona @ 22:22 |

föstudagur, 1. apríl 2011

Nu veit eg ekki alveg hvernig hotelstjorakulturinn virkar her i Nepal en su hlid sem vid hofum kynnst herna er halfgert bio. Mer finnst vid hafa verid a flotta undan hotelstjorum alla ferdina. Fyrst lentum vid i hotelstjoranum i Kathmandu og hann var nu eitthvad klikkadur. Eftir ad hafa oumbedinn synt okkur pobbana her i borginni endadi hann kvoldid a ad hringja uppa herbergid okkar og spyrja hvort hann maetti gista. Vid hlogum nu bara ad grininu i honum og skelltum a. Hann planadi sidan fyrir okkur otrulega spennandi ferd til Sauraha- nema hvad ad hann elti okkur svo thangad. Ad sjalfsogdu hafdi hann lika hugsad fyrir thvi ad boka okkur a hotel thar sem vinur hans var hotelstjori. A timabili stod mer ekki a sama og eg sa fram a ad vera seld fyrir kameldyr eda latin skraela kartoflur alla aevi. Hotelstjorinn i Sauraha var reyndar daldid mikill toffari og bjargadi okkur halfpartinn fra hinu gerpinu, en thegar hann reyndi ad fara i sleik, tha var mer allri lokid. Sem betur fer kunni hann sig ad thvi marki ad hann bakkadi rett adur en hann fekk hnefann i andlitid og skutladi okkur svo a endanum a spitalann aftan a pickupnum sinum.

A luxushotelinu okkar i Bharatpur urdum vid ekki varar vid thad strax ad thad vaeri nokkur hotelstjori, en vid nanari athugun var slepjulegi gaurinn sem var alltaf ad hvetja okkur til ad fa okkur sundsprett hotelstjorinn. Hann var lika a einhvern otrulega sleezy hatt med nofnin okkar alveg a hreinu og var alltaf ad bidja um ad fa ad taka myndir af okkur, vid mjog draemar undirtektir. Getidi lika hvort eg let hann fa bogus e-mail addressu eda ekki. Eftir ad eg bad hann um ad boka hotel fyrir okkur i Pokhara, tha gekk ekkert ad boka hotelid sem eg bad um, en i stadinn gat hann bokad fyrir okkur hotel sem vinur hann stjornar. En ekki hvad. Svo thegar vid komum til Pokhara hringdi hann i mig og sagdist sakna okkar svo mikid og ad ef thad hefdi ekki verid svona mikid ad gera hja honum, tha hefdi hann ad sjalfsogdu komid med.

Hotelstjorinn okkar i Pokhara var svo halfgerdur skripo; 1.30 a haed, otrulega dandy, a oraedum aldri og leit ut eins og Martin Short. A degi tvo fann hann sig knuinn til ad raeda adeins vid okkur: "Thid verdid ad passa ykkur a ad koma ekki svona seint heim stelpur og vera ekki svona fullar" Var thessi dvergur i alvorunni ad skamma mig? "Vid getum ekkert ad thessu gert" svaradi eg, " vid erum bara svo miklar studpiur". Hann let thad gott heita og spurdi tha hvort vid vildum koma ut ad borda med ser og vinum sinum. Ja. Einmitt. Gleymdu thvi kureki!

Eg vona allavega ad hotelstjorinn i Abu Dhabi verdi ekki svona aggressivur, thvi ad eg get alveg tjonkad vid svona litil Nepalakrutt, en eg er ekki viss um ad eg geti radi vid einhverja snarbilada Araba.

anna skvísindakona @ 04:42 |