anna skvísindakona

sunnudagur, 11. mars 2012

Ég átti nokkra svolítið vandræðalega daga á spítalanum með augnháralengingarnar. Konur í fæðingu eru fæstar í stuði fyrir kabarettlækna og á skurðstofunni var ég alveg á nálum yfir því að augnhárin myndu detta af og ofan í eitthvað skurðsárið og valda sepsis og síðan dauða.

Þannig að ég tók þær. Plokkaði þær allar af mér í euphoriskum trans. Þeir sem hafa kroppað upp sár eða kreist bólu skilja þetta geðveika kikk sem maður fær.

En djöfull fíla ég mig núna eitthvað almúgalega með svona lítil augnhár.

anna skvísindakona @ 12:16 |

föstudagur, 2. mars 2012

Í gær hélt ég matarboð og veitti rauðvíninu ansi rausnarlega. Í morgun vaknaði ég svo með augnháralengingar og hugsaði í hljóði að ef maður er já-manneskja, þá þýðir það bara að stundum þarf maður að mæta eins og transvestít á stofugang.

Suma daga þakkar maður nú bara fyrir að vakna með bæði nýrun.

anna skvísindakona @ 18:32 |