anna skvísindakona

sunnudagur, 31. ágúst 2003

Aldrei get ég staðið við það sem ég segi... það sem átti að vera rólegt laugardagskvöld endaði uppá slysó og svo í svaka teiti hjá Katie. Þetta byrjaði reyndar ósköp rólega, ég og Anna vorum að passa heima hjá Björgu syz, krakkarnir úti að leika og við inni að læra og svo heyrum við einhver öskur og læti og strákarnir koma hlaupandi inn en þá hafði einn þeirra slegið annan í hausinn með gólfkylfu (alveg óvart að sjálfsögðu). þetta leit ekkert sérstaklega vel út, blóð útum allt, þannig að ég brunaði með krakkann inná slysó meðan Anna tók yfir húsið og veitti áfallahjálp. ég náttla frekjaðist í forgang á slysó og þetta endaði sem sagt með því að Dr.Sebastiano vinur minn saumaði fimm spor hjá auganu. við þurftum svo að vera þar undir eftirliti í smá tíma, sett á barnabiðstofuna þar sem við spiluðum Mikka mús í playstation (æsispennandi leikur). Þetta varð auðvitað til þess að foreldrarnir komu fyrr heim en áætlað var og við ákváðum að kíkja í smá stund í kveðjupartýið hjá Katie og Svenna sem var bara svona rífandi gaman að við ílengdumst aðeins þar. og ég komst að því að Logi Bergmann er ekki eins sjarmerandi í eigin persónu og mér finnst hann vera í sjónvarpi og það var mjög svekkjandi. já, og svo sá ég Skúla Magnússon fyrrverandi lögfræðilektorinn minn alveg blindfullan á Ölstofunni á föstudaginn og það var mjög skemmtilegt enda þar maður á ferð sem slær út alla í hroka og leiðindum og heldur að hann sé svo æðislegur og virðulegur... en hann var það sko ekki þarna hehe:-)

-raggaló

anna skvísindakona @ 11:59 |

laugardagur, 30. ágúst 2003

Fór í sumarbústað með læknó í gær. Það var eiginlega dáldil snilld. Komst að því að ég er ekki eina sem er alveg eldgömul, er nú samt ein af fáum. Ég vakti tildæmis rífandi lukku hjá samnemendum mínum fyrir að hafa farið á Rage Against the Machine tónleika '93, er þau voru einmitt flest 10ára þá. Eftir þá pælingu lagði ég ekki alveg í að segja þeim líka frá Bryan Adams tónleikunum. Ég átti líka "hey, manstu þá eftir Neverending Story" moment sem ég var búin að lofa mér að ég myndi ekki gera, en sem betur fer var ég að tala við einhvern í sama aldursflokki & ég, þannig að það var vel tekið í það. En bústaðurinn var vatnslaus, þannig að það kom rúta á miðnæti & skutlaði okkur niðrá Hverfisbar & ef ég mætti ráða, þá færi ég þangað aldrei aftur... skítapleis. Takk fyrir bjórinn samt læknó :-) Stakk svo af á 22 & hitti Óla, Ragga, Steina, Hrefnu... & svo seinna um kvöldið Devito, mmmm.

Eníhú, búið að bjóða mér í 2 partý í kvöld, kannski maður kíki í diplómatískan hálftíma í hvort & svo ætla ég að meik lov með efnafræðibókinni minni, sem er nýi hvolpurinn minn. Þokkalega ókynhneigð! Eða mólkynhneigð, ahaha (VÁV, slæmur djókur!)

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 13:23 |

föstudagur, 29. ágúst 2003

JÁ VÁ hvað það var ógisslega gaman á Vegó í gær maður!! Þið eruð svo miklir snillingar- eða eiginlega hnillingar!!
Djöfull hlakkar mig ógeeeeðslega mikið til helgarinnar!! Ef það verður jafn ógeðslega frábært og síðustu helgi, eða bara i gær, þá get ég ekki bítt!!! hehehehehe.......

Skál fyrir Skálfélaginu!!!- ekkert "grenjað á gresjunni"
Hey Sunna- djöfull hittirðu svakalega í þessa handboltagæja maður!! Þeir eru svo pottþétt allir kengöfugir, hlýtur að vera :)

Písát
-Inx

anna skvísindakona @ 19:11 |



Skál fyrir Iceland express !!

góða helgi.. mín verður það ekki en það er alltí lagi :-)

-raggaló

anna skvísindakona @ 17:53 |



hóhóhó :)

Djöfull var gaman í gær !
Ég, Mangó, Inga Birna og Eva kíktum út.. á Vegamót.. of course :) Þetta endaði að sjálfsögðu með ósköpum þar sem við urðum auðvitað skítfullar.. eins og skvísum sæmir :) ...jeeeee...
Mjög vel heppnað kvöld. Svo er planið að kíkja út á lau. ...leggjum Rekjavík undir okkur með pompi og prakt !
Maður á bara að hafa gaman af lífinu, skemmta sér... og vera ekki alltaf að kvarta og kveina ;) ...lífið er yndislegt !

..eða eins og við ákváðum í gær : "..we´re gonna continue making loooooove to life !"

-Sunna.

anna skvísindakona @ 17:21 |

fimmtudagur, 28. ágúst 2003

6. í leiðindum:
Stundum bara skil ég ekki hvað ég er að spá. Ég held að ég hafi farið í læknó af því að það er ekkert annað hægt að gera hérna. Það er ekki einusinni neitt skemmtilegt í sjónvarpinu & ég er búin að fá mér kókómjólk, sleezyburger & Devitos, þannig að faktiskt gæti ég alveg farið aftur til Danmerkur.
Læknó er nú samt að koma til móts við mig fyrir að draga mig hingað í leiðindin. Auk þess að sjá Hannes Blöndal hræða líftóruna úr nýliðunum með einhverjum "Þetter-ógislaógislaógisla-erfitt-sögum" fékk ég líka að fylgjast með krufningu á ketti. Það var gaman en fílaði mig samt dáldið í einhverju svona goth-klani þegar kötturinn var ristur upp.

Skál fyrir:
*Leigubílstjóranum & nýja vini mínum honum David sem keyrði mig útá Kastrup Lufthavn & dröslaðist um allan flugvöllinn með töskurnar mínar & bauð mér svo í drykk.
* Ragga fyrir hrikalega skemmtilegt partý á laugardaginn.
* Brynskí fyrir að vera á leiðinni heim í dag & ætla í retail therapíu memmér í IKEA thegar við fáum launin okkar send hingað.
* Verzlólessunni fyrir að komast ekki inní læknó, hehehehe :-]

Bitch slap fá:
* Iceland Express fyrir að geta ekki bara stoppað í hálftíma í viðbót á Kastrup lufthavn & líka fyrir að rukka mig um 14Kg í yfirvigt.
* Ég fyrir að geta ekki einusinni náð í niðurstöðurnar mínar á Bispebjerg hospital. Eftir svona gjöðveikt vandræðalegt (en reyndar mjög kómískt) viðtal, þá ættu þau allavega að geta sent mér niðursöðurnar í pósti svo að ég þurfi ekki að endurtaka leikinn hérna.
* Stálverið fyrir að vera allt í rusli & ógeðslegum dýrum. Ég ætla að taka það í gegn & breyta því í mekka allra skvísindarannsókna.

-Anna Lind skvísindamaður

anna skvísindakona @ 11:11 |

laugardagur, 23. ágúst 2003

Hey, muniði eftir Cassie úr Temptation Island sem átti kærasta sem heitir Nick (úhúhú... fox!) & hún hélt framhjá honum med gaur sem heitir Jay.
Nick & Jay... bara pæling sko...

Er samt ennthá foj yfir ad hafa verid dregin grenjandi frá Køben. Ég bara meika ekki ad verda ókynhneigd aftur.

-anna

anna skvísindakona @ 20:44 |



moðerfokker!!!

-Anna Lind (pissfúl)

anna skvísindakona @ 17:34 |

fimmtudagur, 21. ágúst 2003

..ef einhvern vantar foo fighters miða .. þá á ég einn auka til sölu :)

bara senda mér meil :
sunnabirgisdottir@hotmail.com

anna skvísindakona @ 16:44 |



skólinn byrjaður.. já á undan öllum öðrum skólum landsins, grunnskólum líka.. og gott ef flestir leikskólar eru ekki ennþá í sumarfríi líka. er nú samt ekkert að væla og verð hér með að skála í botn (í ókeypis vatni) fyrir honum Brynjari sem hleypti mér inn svona seint.
Hitti stelpurnar mínar á mánudagskvöldið og það var æðiæðiæði að sjá þær og svo horfði ég á sjónvarpið á þriðjudagskvöldið í fyrsta skipti í tæpa tvo mánuði en ég hef aldrei verið sjónvarpslaus svo lengi. Herre gud hvað ég saknaði allra framhaldsþáttanna minna..
íslensk helgi á morgun eftir 7 mánaða pásu.. hmmm á maður að tíma því ???

-raggló (nýjasti áskrifandi skvísublaðsins Eurowoman)

anna skvísindakona @ 16:39 |



Úfffff......

Eftir mjøg taugatrekkjandi klukkutíma (& 3 sígarettur) á netkaffihúsinu er ég á leidinni heim ekkjámorgunheldur hinn. Skítastofnunin HÍ tilkynnti mér í dag ad ég ætti ad byrja á mánudaginn í skólanum, talandi um slæmt upplýsingaflædi. Thad lítur semsagt út fyrir ad til ad nýta tímann minn hérna, eigi ég eftir ad vera á bakinu í 6 mismunandi rúmum & einum svefnsófa í kvøld... hehehe, djók :-)

Thannig ad stelpur: Vippidi fram kokteilhristaranum & glossinum & faridi ad pløgga welcomehome partý fyrir mig, ég sætti mig ekki vid neitt minna! Fyrztu 3 sem hringja í mig fá nammi úr fríhøfninni.

Skál fyrir:
* Ønnu Maríu frænku fyrir ad redda hærri heimild til ad komast heim í tæka tíd. Sú fær fínar jólagjafir thegar ég verd læknir!
* Thórunni fyrir ad stoppa í Køben á laugardaginn. Verzt ad ég missi ørugglega af henni & sé hana ekki fyrr en God knows when :,-(
* Brynju fyrir ad standa fyrir rioti á Dronning Anne Marie Center
* Hauki fyrir ad vera ædi
* Niels á afdeling 2 fyrir ad mála handa mér mynd

Ég er samt mjøg pirrud

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 13:52 |

sunnudagur, 17. ágúst 2003

# Menningarnótt#
Jæja nú er ég loksins búin að klára þessi helvítis próf og núna á ég bara 2 áfanga eftir! Sem að þýðir engin próf fyrr en í desember!
Ég get ekki sagt annað en að nóttin hafi verið róleg hjá mér þar sem að ég þurfti að fara að vinna í morgun. Hef mætt 2 mætt þunn í Baðhúsið og komst af því að það er ekki alveg að gera sig. Þar sem að það er verið að græja parketið þá er ég heimilslaus og svaf hjá ma & pa Gretars í einhverjum glerskála og þegar sólin kom upp kl 06 í morgun vaknaði ég og ekki sjéns að sofna aftur...en VÁ hvað það var fallegt eitthvað og stillt veðrið.Þar sem að ég var komin á ról þá gaf ég öllum dýrum að borða og fór með þau út í blíðuna.....æði!
RaggaLó er að koma heim á morgun og ég er svoooo spennt....svo kemur Annamín og svo VALA
Það er svo gaman að vera ég
Eva Björk
p.s það er opið hús í SPORTHÚSINU 24/8 frá 11-17
Allir að mæta

anna skvísindakona @ 12:20 |

fimmtudagur, 14. ágúst 2003

Kem heim á mánudaginn... verd med sama fallega símanúmerid. Fyrir ykkur sem héldud ad ég kæmi aldrei heim aftur og strokudud mig út thá er thad: 8620276.

hlakka til ad sjá ykkur øll :-)

-raggaló

anna skvísindakona @ 11:52 |

þriðjudagur, 12. ágúst 2003

Thad eru hundadagar!!!

Thad er kominn hundur í stálid.dk & vid erum á gódri leid med ad breyta íbúdinni okkar í hóruhús. Allavega ønnur okkar.
Í tilefni hundadaganna ákvad ég ad fara & klappa hvolpinum mínum... gaman ad thessum hvolpum. & vid ætlum líka ad hlusta á Mina hundar sem er snilldarlag med sænsku hljómsveitinni "Fattaru" (their eiga líka bighittid Första femman, aaaahaha). Fleiri hugmyndir til ad halda uppá hundadaga?

voffvoff
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 17:33 |

föstudagur, 8. ágúst 2003

Hver komst inn í Tækniháskólann ??

égégég :-)

þrátt fyrir að hafa sótt um tveimur MÁNUÐUM of seint og ekki sent inn fylgiblödin sem áttu ad fylgja með þá flaug stelpan inn eins og ekkert sé !
já krakkar mínir, aldrei ad vanmeta mátt bítlanna ;-)

þannig að ég kem til íslands um næstu helgi.. yfirgef kaupmannahöfnina mína og fólkið mitt þar með miklum trega en hlakka til ad sjá ykkur öll sem eruð heima !!

hilsen
-raggaló

anna skvísindakona @ 21:22 |



Fjúff, what a day. Eftir ad hafa unnid á vid 5 danskar skúringarkellingar (ergo 2 íslenskar) er ég hardákvedin í ad verda samvizkusamasta stúlkan í læknó. Thessu nenni ég nú ekki til æviloka, enda skítadjobb. Reyndar nádi ég ad hefna mín grimmt uppá afd. 2 thar sem ég var ad skúra fyrir ljótu herfuna Rie & sagdi vid alla á deildinni ad hún hefdi ekki mætt í vinnuna í dag & í gær af thví ad hún væri dottin íða (sem er ørugglega nær sannleikanum en thad ad hún sé veik). Er núna ad plana ad segja á afdeling 4 ad Regina hafi farid í kynskiptiadgerd, ad Majbritt hafi fengid taugaáfall & sé á psykiatrisk hospital & ad Kirsten sé í jailinu & thess vegna thurfi ég ad skúra fyrir thær allar.

Thessi nýja herferd mín er lidur í "thegi ekki yfir neinum vandamálum" new me. Einu undantekningarnar eru vandamál tengd leggøngum (rídíngar, ólétta, kynsjúkdómar, túr & s. frv.) enda eru thad líkamleg vandamál, ønnur vandamál koma mér ekki vid. Ad ødru leyti tharf fólk sem vill ræda vandamál sín vid mig ad greida fast tímagjald $1.000 ellegar mun theim verda breitt út eins & hverju ødru slúdri.

P.s. ég hata hjúkkur (nema Lóló)
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 14:12 |



Fórum beint á barinn eftir vinnu til ad skála fyrir thví ad litla lævísa ljóta tæfan hún Majbritt er hætt í vinnunni... reyndar var thad ekki adal ástædan, okkur fannst vid eiga skilid ad fá bjór eftir ad hafa thurft ad vinna á vid 5 sídustu tvo daga thar sem thessar løtu skúringakellingar eru búnar ad vera "veikar" ! bjórinn var gódur og kostadi bara 12 kr. og stefnan tekin á framhaldsbjór... enn ekki hvad !?!


Annars er thetta í fréttum:
*brjáladur hiti og sól og brúnnkan fer stigvaxandi (ásamt tanorexíunni).
*búin ad finna mér danskan mann, hann Morten sem er nýji madurinn á afdeling 2 ... ég held ad ég elski hann !! ussss.. ekki segja franska manninum mínum ;-) ætla ad sækja um flutning af afdeling 1 yfir á 2 thó ad thad sé skítadeild og thó ég eigi bara tvær vikur eftir !
*yfirmadurinn okkar er farin í frí og tímafjøldinn okkar á eftir vera mjøg hagstædur vid næstu útborgun.
*fékk bónord.. en afthakkadi gott bod :-/
*setti nýtt svefnmet í gær thegar ég svaf frá kl.17 til kl.5
*sett verdur nýtt drykkjumet um helgina.. skora hér med á gauta og hauk í staupkeppni !!

adrar fréttir eins og englandsvejgardsfréttin eru ekki prenthæfar :-)
gódar stundir
-raggaló


anna skvísindakona @ 13:28 |

miðvikudagur, 6. ágúst 2003

Veeeiii, thad er komin helgi!!

Í tilefni af thví ad vid erum á heimleid er búid ad lengja helgarnar sem eftir eru um nokkra daga. Vedrid er líka ógisla gott, thannig ad thetta er ordin spurning um ad fara á nektarstrønd & múra uppí bikiníførin.

Fullt planad í kvøld, útibíó med JLo- mynd & ég á stefnumót. Fórum eimmitt í útibíó í gær ad sjá Jackassthemovie & hún var svo heeeeeeeeeeeví fyndin ad ég øskradi úr hlátri allan tímann.

Ég er samt pínku gedvond í dag & ætla bara ad gefa bitch slap í tilefni thess:

* MajBritt fyrir ad vera ótholandi tæfa
* Teknótrøllid á KFC fyrir ad vera fáviti
*Gaurinn sem vinnur hérna á netkaffihúsinu fyrir ad vera eins & Benjamín á afdeling 3
* Benjamín á afdeling 3 fyrir ad vera leidindagaur sem er lengst uppí gørninni á sér
* Gitta Bytta fyrir ad vera med fulle fem í dag thannig ad ég thurfti ad skúra inni hjá henni. Hún lá grenjandi á gólfinu hjá sér í gær & thá slapp ég- heh, thad var ekki upp á henni typpid thá!
* Jane fyrir ad vera komin heim

Egill fær samt skál fyrir skemmtilegan sunnudag & gott rokk (óvart audvitad) á mánudag.

Bermúda
Bahamas
Bali
Bornholm

Góda helgi
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 13:03 |