anna skvísindakona

föstudagur, 23. september 2005

Ég er nú ekki almennt hlynnt svona klukkveseni, þetter eins & keðjubréfapestin. En fyrzt Raggi er fínn gaur, þá læt ég til leiðast:

  • Ég mæti alltaf svo seint í skólann að bekkjarfélagar mínir spurðu mig áðan hvort ég ynni í bakaríi á nóttunni.
  • Ég hef búið á 19 stöðum.
  • Mér finnst kóngulær, zombies, laukur & hvít augnhár ógeðsleg.
  • Þegar ég var lítil tróð ég perlu uppí nefið á mér & hún festist þar. Það er samt búið að taka hana núna.
  • Ég tala uppúr svefni. & það ekkert smá.

Klukk Sunna tunna & Hjörtur í læknó.

-Anna Lind


anna skvísindakona @ 16:42 |

þriðjudagur, 20. september 2005

Jahá. Ég sá það í sjónvarpinu í gær að Will í Will&Grace á styttri náttslopp en ég. Maður bara spyr: Er það hægt? Ef ég beygi mig í mínum sloppi, þá sést í rassinn á mér. Voðalegur glennuskapur er þetta í manninum.

En að öðrum kynvillingum. Morrissey er maður augnabliksins. Við skiljum hvort annað. Hann er ókynhneigður. Ekki ég. Ég er skókynhneigð.

-Anna Lind

P.s. Væri Contender ekki skemmtilegri þáttur ef sigurvegarinn fengi að taka loserinn í rassgatið eftir keppnina? Inní hringnum kannski...

anna skvísindakona @ 12:29 |

föstudagur, 16. september 2005

Ég er búin að fatta hvað málið er: Ég á auðvelt með að skilja, en erfitt með að muna. Þessvegna væri fínt að fá læknaritara til að skrá niður allt sem er að ske. Einn læknaritaranema á hvern læknanema- byrja bara á þessu strax.

"Hæhæ, er Ryan Phillipe búinn að skila sér í hús?"

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 11:13 |

miðvikudagur, 14. september 2005

Gvuð, ég get verið svo mikið bratt!

Þegar það var orðið ljóst að ég gæti ekki lifað án stígvélanna, keypti ég þau & hljóp heim & tók frekjukast yfir því að amazonsendingin mín væri ekki komin. Svo neitaði ég að læra þangað til hún kæmi & Þórunn skammaði mig- eða reyndar beitti hún foreldraþjálfunartaktík sem hún lærði í háskólanum- virkaði alveg skynsamlegt verð ég að segja. Seinna um kvöldið kom pósturinn með diskana mína, auk þess sem Kínverji kom með kínamat, en þá var ég orðin snarvitlaus af frekju & heimtaði nammi & lærði ekki neitt & fór seint að sofa.

En eftir á að hyggja er frábært að láta eins & óþekkur krakki stundum.

-Anna

p.s. Ég sá einhvern landbúnaðarþátt á RÚV í gær þar sem verið var að tala um hesta. Þulurinn valdi sér hvítan hest til að sitja á. Jájá, eins & það sjái ekki allir að hann valdi hvítan hest, bara af því að hvítir hestar eru með hvít augnhár.

anna skvísindakona @ 11:34 |

þriðjudagur, 13. september 2005

Ah... ahah....... aaaaahhhh....

Haukur sagði já, Hjörtur sagði já. Fokkjú Bjarki (ekki Bjarki bróðir samt). Ég ætla að láta að verða aððí. These boots were made for walking. Ég get ekki látið þau bíða endalaust. Ég gat ekki lært í gærdag, ég var með þau á heilanum. Framtíð mín veltur á þessu. Þið hljótið að skilja það.

-Anna

anna skvísindakona @ 12:28 |

mánudagur, 5. september 2005

Klakamulningsvélin sem ég keypti í Ikea reyndist við nánari athugun vera hin mesta stuðmaskína. Eina svona græju á hvert heimili segi ég nú bara.

"You know Ryan Phillipe- yeah, we call him Ryan Fíbbl!"

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 15:30 |