anna skvísindakona

föstudagur, 31. október 2003

Síðasti klámtíminn var í læknó í gær- djsí, hvað gerir maður þá? Mér finnst nú voðalega almennilegt af læknadeildinni að koma svona til móts við fólk sem þarf alltaf að vera að læra & hefur ekki tíma til að fara á djammið & draga einhvern heim með sér í læknisleik. Einhverjir sjálfboðaliðar?

-Skvísindakonan

anna skvísindakona @ 02:07 |

mánudagur, 27. október 2003

Skál fyrir Rögguló, hún á afmæli í dag.

Til lykke med din fødselsdag skat
*smútch*

-Bragi

anna skvísindakona @ 12:13 |

laugardagur, 25. október 2003

Týpískt að akkúrat þegar maður er að byrja í prófum, þá troðfyllist socialcalendarinn. Á maður kannski bara að læra fyrir próf á danska vísu- það hefur greinilega gefist vel!

Váv, það er bara fullt af skálum í dag- það er líka laugardagur.

* Skál fyrir Þóru & myndinni hennar, Mótmælandi Íslands. Þetta er prýðisgóð mynd hjá stelpunni & ekki skemmir það að hún bauð Rögguló & mér á frumsýninguna & hún var svaaakaleg skvísa þá. Að sjálfsögðu fær Helgi Hóseasson líka skál fyrir að vera hreinlega stórstjarna.
* Skál fyrir Brynju fyrir að vera að útskrifast úr hagnýtri fjölmiðlun í dag- þetta gat hún stelpan, enda er hún more than just a pretty face.
* Skál fyrir Arnari 26ára- partý hjá stráknum í kvella & það er aldrei að vita nema maður kíki á strákinn í tilefni dagsins.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 17:25 |

mánudagur, 20. október 2003

Rokkskráman mín sem ég fékk í lok september er ekki ennþá gróin. Dáldið glatað að vera hanga á einhverju gömlu rokki.

Bitch slap fær vaxtarræktarkeppnin sem var á skjá einum á laugardaginn & allt hvíta ruslið sem var í áhorfendastúkunni með framíköll. Þvílíkt hyski! Það virtist vera svona Jerry Springer stemning þarna. Ég bara á ekki til orð...

Ég verð nú samt að gefa Möggu stera skál fyrir að meika að koma fram í bikiníi þrátt fyrir að vera með celló á rassgatinu (úps, nú buffar hún mig örugglega- en það er alltílæ, Inx ræður léttilega við hana).

Skvísindi dagsins:
Ef maður er að fara á mikilvægt deit eða eikkvað annað svakalega mikilvægt & er tussulegur & með bauga, þá er hægt að redda því með því að nota smá gyllinæðakrem (t.d. Sulgan) undir augun. Gyllinæðakremið dregur saman grynnstu háræðarnar & minnkar bauga & þrota. Það má hins vegar ekki nota þetta trix of reglulega, því að þá getur maður hreinlega lokað fyrir allt blóðflæði undir augunum & orðið ljótur til frambúðar. Það er ekki sniðugt...

-Anna skvísindakona


anna skvísindakona @ 20:01 |

laugardagur, 18. október 2003

Það slæma við smásjártíma er að maður sofnar svo auðveldlega í þeim. Það góða við tímana er hins vegar að það fattar enginn að maður sé sofandi á smásjánni.

Brynja er búin að bjóða mér í partý hjá Norsurum í kvöld, hmmm.....
Verð samt líklegast heima að læra, læt hana bara tússa símanúmerið mitt á klósettið þeirra.

Skál fyrir Hersteini, Gauta & Finni fyrir skemmtilega helgarferð á Eldsmiðjuna. Raggaló fulltúi fær líka skál fyrir að elda oní mig í gærkvöldi, hún sér um sína stelpan

Bitch slap fá Atomic Kitten fyrir að vera óhemju hallærislegar & breyta öllum lögum sem þær koma nálægt í kúk. Hvað er líka pointið með að vera í hljómsveit ef þær ætla allar að vera eins málaðar eins & gelgjur?

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 16:47 |

fimmtudagur, 16. október 2003

Moðerfokkinsjitt maður!

Ég sá typpi í skólanum í dag sem er búið að vera dautt í formalíni í 30 ár.... Geðveikt turnoff! & svo sagði einn eldrinemi frá gömlum manni sem fékk alltaf gúlp í nárann þegar hann skeit af því að hann var með kviðslit. Þarf maður að fara að mæta með ælupoka í skólann?

Skvísindi dagsins:
Sýklalyf milliverka við pilluna. Ef maður er á pillunni & þarf að taka sýklalyf, þá minnkar virkni getnaðarvarnapilla (líka Implanon & annarra implanta). Þannig að ef þið finnið einhvern sem nennir að ríða ykkur þó að þið séuð með hor, þá þurfiði að nota smokk (eða allavega sprauta útfyrir þó að það sé heldur ekki öruggt). Eða bara negla Dana af því að rannsóknir sýna að helmingur danskra karlmanna séu með sperm count undir meðaltali- útópískt eða hvað?

-Anna

anna skvísindakona @ 01:44 |

föstudagur, 10. október 2003

Yo ho !

Í þessum töluðu orðum situr Anna Lind yfir mér með sjóðandi heita olíu og logandi sígarettu og segir dimmri röddu : "BLOGGAÐU EÐA UPPLIFÐU SÁRSAUKA !!!" ...ég ákvað að blogga.. ekki vegna þess að ég þoli ekki sársauka.. heldur vegna þess að ég er orðin ónæm fyrir honum !!! Múwahahahaha... Stelpan fór nefnilega í brasilískt vax í dag... ójá... Mana alla stráka til að prófa þetta ! ;-) YOU COULD NEVER TAKE IT !!!

Svo er gleði hjá Inx annað kvöld ... öl og tilheyrandi.. mikil tilhlökkun ! Hef aldrei drukkið áður með engin píkuhár ;-) ..hehehehe...

..gangið hægt um gleðinnar dyr.. en fyrir alla muni gangið um þær.. og ekki læsa á eftir ykkur !!!

-Sunna skalli.

anna skvísindakona @ 17:50 |



Gvuð, hvað Pósturinn Páll fær skál dagsins fyrir að koma í heimsókn til mín með fullt af diskum & þar á meðal nýja Belle&Sebastian. Ég varð svo glöð að ég fór næstum því í sleik við hann.

Eriggi annars allir bara kátir?

-Anna

anna skvísindakona @ 01:14 |

fimmtudagur, 9. október 2003

Skvísindi dagsins:

Vissuði að maður brennir kaloríum á að drekka kalt vatn? Líkaminn þarf orku (sem fæst með því að brenna fituvefnum á rassgatinu á manni) til að hita (uppí 37°C) vatnið sem við drekkum.

Það þarf 4,184J til að hita 1g (1mL) af vatni um 1°C

Ef við miðum við 4°C heitu vatni-> Δ T=33°C

Þannig að ef við drekkum 1L af 4°C heitu vatni, þá brennum við :

1000mL * 33°C * 4,184= 138.072J

1cal = 4,186J

138.072/4,186J= 33kcal

Þannig að ef við drekkum 100g (ca. 1/2 glas) af þurru hvítvíni (69 hitaeiningar) þá getum vð brennt því með því að drekka 2L af vatni.

En hvað er það svosem gaman?
-Anna Lind skvísindakona

anna skvísindakona @ 00:28 |

miðvikudagur, 1. október 2003

Bitch slap fá :
*Lánasjóður Íslenskra námsmanna fyrir að vera svona líka æðislega liðlegur eða þannig. Mér finnst að eitthvað af skattpeningunum mínum mættu fara í gleðipillur handa þurrkuntunum sem vinna þar !
*Reiknistofa bankanna fyrir að halda uppi lélegu kerfi !
*Einkabankinn fyrir að liggja niðri þegar maður þarf mest á honum að halda !
*Newton fyrir að vera hálfviti !
*Íslenska ríkið sem hækkaði vínið í morgun en þetta er að gerast á sama tíma og danaveldi er að lækka sprúttið.. finnst fólki þetta ekkert athugavert ??
*Lagadeild Háskóla Íslands fyrir að lækka lágmarkið í lögfræðinni.. nú er ég einmitt búin að ná þessu prófi ÞRISVAR !!

mér er EKKI skemmt >:-/

-raggaló

anna skvísindakona @ 13:48 |