anna skvísindakona

mánudagur, 30. júlí 2007

Jesúsminn, nýja taskan mín er úr svo mjúku leðri að hún hlýtur bara að vera saumuð úr nýfæddum börnum.

Skvísindi dagsins: Einusinni in the 90's gaf Naomi Campbell út bók um hvernig maður ætti að líta vel út & þar gaf hún meðal annars það ráð að þegar maður hefði ekki tök á að nota maskara (ef maður er að fara í sund, á sleepover deit o.s.frv.), þá væri ágætt að setja vaseline á augnhárin til að fá maskaraeffect á þau.
Það var in the 90's. Núna er 21. öldin & allir þurfa alltaf að hámarka. Þannig í staðinn fyrir vaseline, þá notar maður auðvitað kókosolíu í staðinn. Kókosolíu... á augnhárin- get it?!

anna skvísindakona @ 17:29 |

fimmtudagur, 19. júlí 2007

Opið bréf til Visa á Íslandi:

Ágæta greiðslukortafyrirtæki.
Kortið sem þið senduð mér um síðustu mánaðamót virðist vera out of control. Vinsamlegast hafið hemil á því .

Kærar þakkir.

anna skvísindakona @ 17:09 |

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Vill einhver vinsamlegast bjóða mér í kokteilboð um helgina svo að ég geti spókað mig um í nýja fabulous ballkjólnum mínum.


Með fyrirfram þökkum,
Anna Lind partýkisa

anna skvísindakona @ 00:10 |

mánudagur, 2. júlí 2007

Mér finnst það argasta kvenfyrirlitning að ekki megi fara um borð í flugvél með maskara & gullpenna í handfarangri.

Worst case scenario: "Fljúgðu með mig á þetta háhýsi undireins! Annars..... annars set ég á þig maskara án þess að bretta fyrst!"

anna skvísindakona @ 23:57 |