anna skvísindakona

laugardagur, 22. október 2011

Markmið: Að komast í splitt fyrir jólin. Er búin að tala við balletthópinn minn og þær eru geim, en það kom mér á óvart hvað bæklunarhjúkkurnar tóku vel í þetta og núna æfum við splitt daglega eftir stofugang. Djöfull fíla ég hvað það er alltaf góð stemning á bæklun.

anna skvísindakona @ 14:58 |

sunnudagur, 16. október 2011

Þá er Airwaves, jólahátíð hipsteranna að ljúka og annað árið í röð var stofnað teymi sem samanstóð af eintómum sérfræðingum. Enda gekk allt prýðilega fyrir sig. Kannski er hef ég oft sagt það áður en núna er mér dauðans alvara: Ég hef aldrei verið jafn sjúskuð. Og hvað gerir maður þá- nú skálar auðvitað:

Skál fyrir highlightunum á Airwaves:
* Retro Stefson. Ég man fyrir nokkrum árum þegar ég sá þau fyrst í Iðnó og þau voru svo ósköp lítil. Ég var þess vegna með fullt hjarta af stolti, klökkva og tár í augunum þegar ég sá þau trylla Listasafnið. Þessi litlu kríli eru orðin fulminant rokkstjörnur.
* Human Woman voru ótrúlega hressir og þessi húlahrings dama sem var með þeim var sensational! Salurinn var dumbstruck yfir því hvað hún var flott og líklegast er hún næsti forseti Íslands- já eða alheimsins.
* Það kom mér svolítið á óvart hvað ég var seig í foosball þó að ég hafi ekki spilað síðan síðast á Airwaves. Svo fattaði ég að ég er búin að vera dáldið í laparoscopiskum aðgerðum í haust. Laparoscopia er greinilega góð æfing fyrir foos.
* Elephant Stone voru hressir, bæði í Tjarnarbíó og þegar þeir stigu trylltan dans á Kaffibarnum.
* Mér hefur alltaf fundist Vesturbæjarlaugin hálf slísí, en þegar maður er sjálfur slísí eftir margra daga partý, þá er Vesturbæjarlaugin líklegast eina laugin sem hleypir manni ofaní. Og gufan þar læknar þynnku. True story.

anna skvísindakona @ 18:53 |

mánudagur, 10. október 2011

Ég sendi kvörtunarbréf á leigusalann minn. Vínskápurinn í íbúðinni lokast ekki. Þetta verður að komast í lag.

anna skvísindakona @ 23:37 |

sunnudagur, 2. október 2011

Þó að ég hafi rýnt ansi stíft í nýgerða kjarasamninga Læknafélagsins, sé ég ekkert ákvæði um smartari skurðstofuföt. Þetta hljóta bara að vera læknamistök.

anna skvísindakona @ 17:20 |