anna skvísindakona

mánudagur, 29. júní 2009

Ok, ég ætla ekki að tapa mér hérna í röfl um hagkvæmni & misskiptingu gæða, en ég bara fatta ekki hvers vegna líkaminn minn getur ekki breytt þessari gommu af hitaeiningum sem geymdar eru á rassinum á mér í orku til að halda mér vakandi þegar ég kem heim úr vinnunni.

anna skvísindakona @ 23:03 |

laugardagur, 13. júní 2009

Ég held að besta djobb í heiminum hljóti að vera unglæknir. Það gefur til kynna að maður sé bæði ungur & læknir, sem bæði eru mjög eftirsóknarverðir eiginleikar.

Verst er reyndar hvað maður hefur lítinn tíma fyrir vini & fjölskyldu. Stundum þegar ég er á vöktum á bráðamóttökunni & er að diktera, langar mig að játa fyrir vinkonu minni í 9640 hvað mér raunverulega liggur á hjarta. Ég held að ég hafi spjallað meira við hana en nokkurn annan síðastliðna viku.
& það er ágætt, hún skilur mig enda alltaf á vakt sjálf.

"... veldu 1 ef þú vilt lesa inn aðra upptöku. Annars ýtir þú á 2."

anna skvísindakona @ 13:56 |