anna skvísindakona

laugardagur, 16. desember 2006

Af gefnu tilefni vill skvísindakonan brýna fyrir fólki að hugmyndir sem þykja sniðugar í próflestri eru sjaldnast sniðugar í framkvæmd. Má til dæmis um slíkt nefna handakrikavax.

anna skvísindakona @ 11:15 |

fimmtudagur, 7. desember 2006

Þó að ég hafi oftast verið talin nokkuð klár stelpa, þá virðist ég á einhverjum sviðum vera dáldið misþroska. Einfalda hluti sem aðrir virðast bara vita hef ég þurft að læra the hard way. Hluti eins &:

*Kartöflur geta myglað, rétt eins & hver annar matur.
*Rokkstjörnum er alveg sama þó að þær séu í uppáhalds hljómsveitinni manns. Þær vilja bara drekka bjórinn sinn í friði.
*Óþolandi gaurinn sem er að reyna við mann mun ekki hætta því ef maður fer í sleik við hann.
*Hann mun heldur ekki fara ef maður þykist vera lesbía & fer í sleik við vinkonu sína.
*Límið á dömubindum er ekki nógu sterkt til að vaxa á sér fótleggina.
*Maður á aldrei að baktala kennslustjórann sinn með ókunnugt fólk nálægt, nema að vera búinn að ganga úr skugga um að kennslustjórinn sé pottþétt ekki pabbi neins sem heyrir.

Einu sinni hélt ég líka að háskólanám væri fyrir gáfað fólk & gengi út á að segja latínudjóka & tala um -isma allan daginn. Núna veit ég hins vegar að hvaða apaköttur sem er kemst í gegnum háskóla, svo framarlega sem hann nennir að lesa 6 tíma á dag & lifa á 87 þúsund krónum á mánuði- heh, sem betur fer fyrir mig, því að dæmin hér að ofan sýna að ég virðist vera þessi apaköttur!

anna skvísindakona @ 20:19 |

mánudagur, 4. desember 2006

Að ósk fjölda kvenna vil ég leggja til að kynfræðsla verði aukin til muna í verkfræðiskor HÍ. Maður skyldi ætla að þeir sem kalla sig verkfræðinga kynnu eikkvað til verks.

P.s. Til hamingju með afmælið Geir minn.

anna skvísindakona @ 11:17 |