anna skvísindakona

þriðjudagur, 28. febrúar 2012

Mér finnst alltaf svo ógeðslega niðurlægjandi að þurfa að kaupa snyrtivörur og brennivín á Íslandi. Það er afdráttarlaus vísbending um þá sé orðið tímabært að skreppa til útlanda.

anna skvísindakona @ 23:21 |

mánudagur, 6. febrúar 2012

Skvísindi: Lögmálið um varðveislu massans segir okkur að við getum ekki látið efni hverfa en við getum púslað því á allskonar form og í mismunandi samsetningar.

Líklegast er það skýringin á því að öll þessi fegrunarkrem hafa takmarkaða virkni; stöff eins og hrukkur, cellulite og grá hár hverfa ekkert bara að sjálfu sér- það þarf að umbreyta því. Þess vegna er ég núna að þróa krem sem breytir cellulite í gjaldeyri.

anna skvísindakona @ 21:51 |