anna skvísindakona

mánudagur, 26. september 2011

Ok kids, ekki brjálast en BRYAN FERRY Á AFMÆLI Í DAG!

Í tilefni dagsins ætla ég að setja á mig alltof mikið ilmvatn og skála aðeins.



anna skvísindakona @ 21:56 |

þriðjudagur, 13. september 2011

Ó hvað það er gaman að vera komin aftur á almennu kirurgiuna. Prumpulykt á göngunum, síminn límdur við eyrað, kaffigastrit og gamalkunnug örvænting þegar maður sér hvað er í matinn eru eins og hlý og dúnmjúk sæng sem býður mig velkomna aftur á Landspítalann.

Það er líka bara gott að vera komin heim eftir ansi langt ráp út um allar trissur og geta loksins komið mér fyrir og knúsað fólkið mitt. Hins vegar finnst mér alltaf jafn skrýtið að fólk hafi ennþá áhuga á að borða matinn sem ég elda, vitandi að ég vinn við að skera upp rassgöt allan daginn.

Skvísindakonan mælir með:
* Tommasi kampavíni! Hallóhalló, hvað er að gerast hérna? Fyrst varð ég rosalega hissa og glöð yfir því að það væri einusinni til. Svo varð ég rosalega glöð þegar ég fann það í ískápnum mínum í partýi og rámaði í að hafa keypt það í sæluvímu. Að lokum varð ég rosalega full og glöð. Lífið er gott.
* Þá er auðvitað rökrétt í framhaldi að mæla með kampavínsberjamó. Að týna bláber í sólinni og skála með skemmtilegu fólki og Odrílnum í sveitinni er örugglega toppurinn á lífinu. Og smart er hún þessi elska í berjamódressinu! Ég er líka búin að átta mig á því að alla hluti er hægt að upgrade-a með því að bæta "kampavíns-" fyrir framan.
* Piripiri sósunni á Saffran. Hún er svo himnesk að ég hef ljótan grun um að þeir búi hana til úr sígarettum og kynlífi. Ekkert að því svosem...
* Kirurgiugrænu dressi. Það hlaut að koma að því að stóru tískuhúsin áttuðu sig á því að glæsipíur líta vel- og jafnvel stórkostlega- út í kirurgiugrænu. Ég er ekkert að grínast með þetta, Gucci og Versace eru á sama máli.

anna skvísindakona @ 22:49 |

sunnudagur, 4. september 2011

Vá hvað mér fannst ég ógeðslega fyndin í dag þegar ég skrökvaði því að hjúkrunarnema á deildinni að Glimeryl væru afhommunartöflur.

anna skvísindakona @ 23:58 |