anna skvísindakona

fimmtudagur, 21. júní 2007

Finnst einhverjum fleirum en mér fyndið að ég sé að fara í útilegu um helgina?

anna skvísindakona @ 10:45 |

mánudagur, 18. júní 2007

Að vel ígrunduðu máli hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég hef ekki burði til að vera mannæta eða geðsjúkur fjöldamorðingi. Það er alltof alltof viðbjóðslegt.

Air skvísur, er ekki viðeigandi að vera í Parísartískunni á tónleikunum? Verst er bara að ekki sé nægur fyrirvari að safna í brúsk í handarkrikann, hihihi... Eyeliner & rauður varalitur verða að duga í þetta skiptið.

anna skvísindakona @ 21:41 |

föstudagur, 15. júní 2007

Oj, mér finnst ég geðveikt skítug að hafa sagt að Prince væri hot. Hann er eldri en mamma mín.

Skál fyrir reiða skóaranum á Grettisgötu. Þó að hann húðskammi mann alltaf fyrir að fara svona með skóna sína & setji upp snúð & þykist ekkert vilja gera fyrir mann, þá lagar hann alltaf á endanum skóna betur en allir aðrir. Hann er uppáhalds skóarinn minn & mér finnst bara gaman þegar hann skammar mig. Ég dansa á glerbrotum & tjútta út skóna mína einmitt til þess að hann skammi mig. En svona er það nú bara, óþekkir krakkar vilja aga.

anna skvísindakona @ 11:13 |

laugardagur, 9. júní 2007

Skvísindi dagsins: Að vanta einhvern ákveðinn hlut eða að eiga pening fyrir honum tekur allan eros úr því að versla. Verslunarferðir eiga að vera guilty pleasure.

anna skvísindakona @ 18:12 |

miðvikudagur, 6. júní 2007

Ég vissiða! Appelsínugult smarties er öðruvísi á bragðið!

anna skvísindakona @ 10:05 |

laugardagur, 2. júní 2007

Jahá, Ringo reyndist vera stelpa. Héðan í frá heitir hún Yoko. Mig grunar líka að hún ætli að giftast kaffivélinni. Sem er mjög dæmigert fyrir einhvern sem heitir Yoko.

Skvísindakonan mælir með:
* Kókosolíu í hárið. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er það besta olían fyrir hárið & er m.a notuð af Tahitiskvísum til að halda hárinu glansandi & fallegu. Það fínt að klína henni í hárið fyrir sund eða gufu & svo er líka bara svo góð lykt af henni. Ef stelpa með rooosalega sítt hár segir svona & sannfærir ykkur ekki, þá ættu trilljónbilljón Gaugain málverk allavega að gera það.
* Sleik. Núna þegar má ekki reykja á skemmtistöðum, þá spái ég því að allir fari í sleik í staðinn fyrir að fá sé sígó. Ég segi nú bara eins & Þóra Lísa mín, þetta verður algjört eros!
* Hraðdrykkju. Af því að sumarið er komið held ég að það sniðugasta sem hægt er að gera sé að sturta í sig helling af búsi á sem stystum tíma. Þá verður maður fullur. Svo daginn eftir verður maður svo þunnur að maður getur ekkert borðað. Þá verður maður mjór. Þannig á maður að vera á sumrin- fullur & mjór.

anna skvísindakona @ 22:22 |