anna skvísindakona

mánudagur, 28. febrúar 2011

Er til betri ástæða til að skála á mánudagskvöldi en að ég sé á leið til Nepal eldsnemma í fyrramálið og sjái fram á að lifa næsta mánuðinn eins og ég hafi vaknað á gólfinu á Kaffibarnum? Ég er ekki viss um að kaffi og omeprazol lækni það- og þó, kannski er sá kokteill svarið við öllum heimsins vanda. Eins gott að ég verði allavega mjó!
Á heimleiðinni á ég von á talsvert meiri glamour, en við stoppum á nokkrum stöðum og verðum þá líklegast að kaupa okkur ný föt á þeim öllum af því að við verðum orðnar of mjóar í öll gömlu fötin okkar. Auk þess finnst mér algjör lágmarks mannréttindi að ég fái smá tan í Abu Dhabi og deit í København.

Skvísindakonan mælir með:
* Gainsbourg, vie héroïque. Töff mynd um þennan óþekka bítnikkperra. Flott músik og sniðugt plott.
* It's Blitz með Yeah yeah yeah's. Ég tók fyrst ástfóstri við hann eftir 4. árið þegar ég fór að vinna á kirurgiunni. Þá keypti ég mér kirurgiuklossa fyrir síðustu krónurnar mínar, lifði á kaffi og hrökkbrauði, hætti að fíla Karen Millen og fór aftur að fíla Karen O. Sjitt hvað ég er orðin full og emotional!

anna skvísindakona @ 22:44 |

sunnudagur, 13. febrúar 2011

Þegar ég opnaði augun í morgun rifjaðist upp mér til mikillar skelfingar að ég hafði í gærkvöldi farið á barinn klædd eins og Courtney Love. Ég kenni kynjafræðingnum í partýinu um þetta, en hann hélt eldræðu allra tíma um hvernig maður mætti alls alls ekki undir neinum kringumstæðum bera brjóstin innanklæða ef nokkur kostur væri á öðru. Hafandi borðað saltstangir og rauðvín í kvöldmat hlýddi ég því bara.

Líklegast eru svona atvik ástæðan fyrir því að fólk klæðir sig áður en það fer í partý en ekki þegar það er vel íðí og stemning fyrir alls konar sprelli.

anna skvísindakona @ 23:49 |

fimmtudagur, 10. febrúar 2011

Skvísindi: Til að fyrirbyggja að maður fái DVT í flugi er snjallræði að drekka rauðvín. Þetta trix lærði ég á spítalanum á Akureyri og finnst sko aldeilis gagnleg speki sem á erindi við alla.

Þessir heimsku Akureyringar voru reyndar ekki á sama máli og fannst lítið til þessara stórmerkilegu vísinda koma. Til dæmis spurðu þeir bara um ómarkverða hluti á pubquizinu sínu; nöfn á handboltaþjálfurum, hvað glyðran hún Christina Aguilera er gömul og einhver djöfulsins fjöll. Sumir gætu orðið mjög tapsárir yfir þessu öllu saman, en ekki ég samt. Alls ekki. Þeir um það, en það þýðir sko ekki að koma grenjandi til mín þegar þeir fá emboliu og kafna úr eigin heimsku.

Ég er hins vegar strax farin að fá mér hleðsluskammt áður en ég flýg alla leið til Nepal. Bara til öryggis.

anna skvísindakona @ 18:09 |

miðvikudagur, 9. febrúar 2011

Váv hvað er meiriháttar á brjóstakirurgiunni. Þetta er sko eitthvað annað en stofugangur allan daginn. Ég held að ég viti hvað mig langar að gera alla daga alltaf.

Skvísindakonan mælir með:
* Hendrick's gini. Ég fékk svoleiðis á Götubarnum á Akureyri og þetta er gott stöff. Algjört gúrmei- og ég hef það fyrir víst að það verði fáanlegt á Ölstofunni um næstu helgi.
* Annað gott á Akureyri eru tekkmublurnar Frúnni í Hamborg og sushi á Rub23.
* Appelsínurnar í Bónus eru eitthvað skringilega góðar þessa dagana. Fyrst hélt ég að það væri bara uppskeran á Stykkis, en svo eru þær góðar líka í Reykjavík. Bragðast hreinlega eins og sólskin.

anna skvísindakona @ 00:19 |