anna skvísindakona

fimmtudagur, 29. apríl 2004

Jeminn! Ég & Raggaló erum búnar að fatta hvernig við ætlum að búa til hafmeyju. Ætli Helga leyfi mér að gera það sem rannsóknarverkefni eða ætli Danirnir séu meira liberal gagnvart svona fikti?


O.C. summary: Mér leiðast almennt jólaþættir um mitt sumar, en sjísös hvað Summer var mikil skvísa í WonderWomanbúningnum. Núna held ég með henni. Góða mamman var líka flott með nýja klippingu. Ég skil eiginlega ekki hvað Marissa er að pæla, en ég held að þessi Oliver gaur eigi pottþétt eftir að dúndra hana.

-Anna

anna skvísindakona @ 18:09 |

þriðjudagur, 20. apríl 2004

Váv, ég var bara að átta mig á hvað O.C. er mikill klassa úllíngaþáttur. Í þættinum í gær var bæði lag með Belle&Sebastian (If she wants me) & Dandy Warhols (We used to be friends). Mér fannst samt dáldið leiðinlegt að Summer var ekki jafn sæt & í thanksgiving þættinum, Anna var miklu sætari, enda var hún illa máluð á thanksgiving. Ég veit eiginlega ekki hvorri ég á að halda með, Ønnu bara af því að hún heitir Anna & er algjört nörd eða Summer af því að hún er dökkhærð & puts out- ég relatea sko við báða karaktera.
Vonda mamman var ekkert sérstaklega sæt í þættinum í gær, hún er náttlega alltaf svo illa máluð þó að hún sé falleg að upplagi, en góða mamman & Marissa eru alltaf mjög sætar & þessi þáttur var engin undantekning. Ryan var bara svona lala, ekki mín týpa sko, Seth var sætari þegar hann var í sleik (flestir strákar eru nú sætir þegar þeir eru í sleik) & pabbarnir höfða ekki til mín, kannski maður láti bara Rögguló meta þá. Ég er samt ekki alveg að fíla að Luke sé kominn í klíkuna af því að mér finnst hann ekkert svo sætur en hann er mjúkur maður sem grenjar, það þarf alltaf einn soleis í hvern gæðaþátt.

Skál fyrir öðru árinu í læknó sem eru búin að svara prófspurningunum úr frumulíffræði & fyrir Ønnu Bjørns fyrir að senda mér þessi svör.

-Anna Skvísindakona

anna skvísindakona @ 15:22 |

sunnudagur, 18. apríl 2004

Vó hvað það er langt síðan ég hef bloggað mar!!! Djíses kræst mar... þetta sýnir bara að maður gerir ALLT nema að læra...úps...
En allavega þá hef ég svosem ekkert að segja nema það að ég verð "virðulegur" bankastarfsmaður í sumar,fékk vinnu í hinum ágæta KB-Banka í Garðabæ- vúhú fyrir mér;)

Ekki meiraí bili- "Prófa-Löggan" var að skamma mig og segja mér að hunskast til að læra....

Bitch-Slap dagsins.... Hmm,ætla ekki að segja
Skál dagsins: Díanna Dúa og Arna Herdís fyrir að eiga ammæli

kv.Inx

anna skvísindakona @ 20:40 |

föstudagur, 16. apríl 2004

Vóv, what's walkin on here?! Sér þetta einhver?

anna skvísindakona @ 14:20 |



Tilkynning

Dagana 14. & 15. maí verða haldnir RÚV dagar í Stálverinu.

Föstudagurinn 14. maí: Brúðkaup Friðriks krónprins & whatshername
Ætlast er til að gestir mæti snyrtilegir til fara. Uppi eru hugmyndir um kaffihlaðborð. Tissjú á staðnum.

Laugardagurinn 15. maí: Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Sökum þess hve velheppnað Eurovisionpartýið á Gunnlaugsgötunni var, hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn. Spilaður verður Eurovisiondrykkjuleikur Dauðaspaðans. Gestir mæti stundvíslega með sitt eigið brennivín.

-Nefndin

anna skvísindakona @ 14:14 |

fimmtudagur, 15. apríl 2004

Obbobbobb, hvað höfum við hér?

Getraun dagsins: Every time I go for the mailbox, gotta hold myself down.... Hver verður fyrstur að googla?

-Anna

anna skvísindakona @ 11:36 |

þriðjudagur, 13. apríl 2004

Hehe, gleymdi að segja að dóp vikunnar hlýtur þá að vera Antabus, hehehehe :-]

-Anna fyndna

anna skvísindakona @ 00:55 |



Af hverju hugsar maður alltaf á páskadagsmorgun: "Síðasti séns til að djamma!"?

Þrátt fyrir að ég hafi ákveðið að vera Morðannalind & læra allt páskafríið tóks mér nú samt að dettíða tvisvar, þó er miðvikudagskvöldið á gráu svæði sökum blackouts. Það er nokkuð ljóst að Jesú vissi nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann skipulagði páskana, það er alltaf einn þynnkudagur á milli partýdaga- töff múv Jesú! Ég gæti laumað hérna nokkrum drepfyndnum ælusögum en ef ég geri það verð ég lamin, þannig að ég sleppi því.
Víkur nú sögunni a? föstudagskvöldi & innflutningspartýi hjá Samma fitness. Við héldum fyrirpartý í Stálverinu & það var svo skemmtilegt að innflutningspartýið gleymdist næstum því & innflutningsgjöfin gleymdist alveg. En til að bæta það upp á Sammi fitness inni sleik við Rögguló.
En toppurinn á kvöldinu hlýtur samt að vera þegar ég sat inná PizzaPronto að bíða eftir að fá far heim & geðveikt hress gaur byrjaði að reyna við mig þangað til Smári kom & sagði "Þið vitið að þið eruð frændsystkin, er það ekki?" Týpískt! Gerðist líka um jólin, nema þá varaði mann enginn við. Helvítis Ísland!

Skál fyrir:
* Samma fyrir hressandi partý
* Evu sem var að vinna memmér hjá ÍE fyrir að vera hress
* Kristínu sem var memmér í ballett fyrir að vera hress
* Pabba fyrir að vera orðinn fjortífemtí

Skál í botn fyrir:
* Þórunni fyrir mesta fynd í heimi; "Come to Iceland & I'll suck your Glíng Gló"

-Anna skvísindakona

Ps. Sammi, ég er með harðsperrur eftir hjólið heima hjá þér. Ertu til í að vera með þrekstiga í næsta partýi? Þú veist, flottur rass & allt það...

anna skvísindakona @ 00:39 |

sunnudagur, 11. apríl 2004

málshátturinn minn þessa páskana er: ,,Enginn er verri þó hann vökni". Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti að heyra :-)

-raggaló

anna skvísindakona @ 15:56 |

þriðjudagur, 6. apríl 2004

vááá.. langþráð páskafrí!! ætla þvert á alla skynsemi að taka mér fullt af fríi frá skólabókahlunkunum, t.d. ætla ég í innflutningspartý á föstudaginn með planlögðu fyrirpartýi þar sem vodkaflaskan verður allavega opnuð, hmm.. og vonandi kláruð líka. Svo verður sennilega koja eitthvert kvöldið til heiðurs bret-ítalanum hennar Thorulf og margtmargtmargt fleira spennandi ;-) reyndar er ég ekki mjög dómbær á spennu þessa dagana þar sem OC hefur verið hápunktur spennunnar hjá mér síðustu vikur, já og náttúrulega undraheimur lífefnafræðinnar. breytist vonandi um helgina.. allir sem vilja hjálpa verða bara í bandi

gleðilega páska :-)

-raggaló- í sólskinssumarskapi

anna skvísindakona @ 23:20 |



Raggaló gaf mér páskaegg & málshátturinn hljómar svona: "Betra er barmsparað en botnskafið"

Er ég ein um að finnast þetta vera sori?

-Anna

anna skvísindakona @ 11:40 |