anna skvísindakona

miðvikudagur, 29. mars 2006

Þó að ég sé ekki búin að eyða löngum tíma í það, þá er ég komin með helvítis ógeð á sambandi rúmmáls & þrýstings. Mér finnst lífeðlisfræðin eiginlega snúast um fátt annað. Sérstaklega hjarta- & æðakerfið.
Lífeðlisfræðin væri miklu hressilegri ef allir væru með hjarta úr steini- eins & ég.
Þá væri samskiptafræðin kannski skemmtileg líka, hehehe....

anna skvísindakona @ 19:24 |

þriðjudagur, 28. mars 2006

Oj hvað ég er orðin þreytt á að vera í prófum. Ég er ekki búin að sofa að ráði í marga sólarhringa & mér líður eins & að við minnsta áreiti gæti ég:

  1. Farið að grenja
  2. Dáið
  3. Eipað & breyst í ógeðslega hormónatruntu
  4. Ælt
  5. Allt ofangreint er rétt

& fjörið er rétt að byrja. Fyrir 5. apríl mun ég þurfa að frumlesa alla lífeðlisfræðina, flytja (öll hjálp þegin) & vera viðstödd fermingarveislur tveggja bræðra minna sem eru svo heppilega planaðar á sama tíma sama daginn, en ekki á sama staðnum.

Djöfull skal ég dettíða 5. apríl.


anna skvísindakona @ 16:18 |

sunnudagur, 26. mars 2006

Ég fékk sms frá Brynskí á föstudaginn:

"Ættum við ekki að fara að berjast fyrir því að fá skandinavíska hermenn í staðinn fyrir Kanann?"

Ef það yrði kosið í dag, þá myndi ég kjósa hana Brynju mína drottnara alheimsins. Stelpan er snillingur.

anna skvísindakona @ 14:36 |

laugardagur, 25. mars 2006

Æjiæjiæji....
Ég mætti í fermingarveislu í hádeginu. Var sein að vanda- ég held að ég hafi ekki hlaupið Skólavörðustíg/Bankastræti öðruvísi en á síðasta snúning á háhæluðum skóm. Það fyndna er að flestir sem ég mætti horfðu á mig eins & ég væri að shamewalka- sem ég var að sjálfsögðu ekki. Það tragíska er að núna sit ég heima hjá mér á laugardagssíðdegi, með uppsett hár, eyeliner, fabulous maskara & George & Ringo í vafa um hvort þeir séu innanklæða eða utan - & ég þarf aftur að snúa mér að próflestri.
Óumflýjanlega hlýtur að vakna upp sú spurning hvort þetta próf sé í alvöru mikilvægara en eitt þrusu útflutningspartý....

anna skvísindakona @ 17:06 |

þriðjudagur, 21. mars 2006

Heh, djöfull væri gaman ef öll lífefnafræðileg lögmál um efnaskiptaferla í líkamanum væru afsönnuð á morgun, þannig að prófinu á þriðjudaginn yrði aflýst.

Ég á nýjan kjól, nírúnírúnírú.

anna skvísindakona @ 23:51 |

föstudagur, 17. mars 2006

Ég bara verð að skála fyrir Gummajóh. Ég er farin að hallast að því að hann laumað einhverju útí Belle&Sebastiantónleikana sem hann póstaði á síðuna sína. Ég verð svo ótrúlega glöð þegar ég hlusta á þá. Hreinlega spring úr kæti.
Sem er skemmtileg tilviljun af því að í dag eru akkúrat 4 ár síðan ég & Raggaló mín (& auðvitað Myshkin strákarnir) stálumst á Belle&Sebastian á Vega & skemmtum okkur svo konunglega að við ákváðum að flytja kannski bara til Køben & kaupa okkur orkídeu.
Gaman

anna skvísindakona @ 15:13 |

fimmtudagur, 16. mars 2006

Þessi áreynsluskýrsla er að gera útaf við mig! Á umræðufundinum í dag tók ég gelgjulegt hissy fit á kennaranum & skýringin á því er mjög einföld: Ég bara fíla ekki þetta helvítis verkefni. Ég er orðin drulluþreytt á umræðunni um fitubrennslu & þoltölur & satt að segja finnst mér eina fólkið sem spáir í svoleiðis vera hálfvitalegir einkaþjálfarar & feitabollur. Undir venjulegum kringumstæðum flý ég vettvang um leið & þessi umræða hefst & líður þessvegna eins & kennarinn hafi troðið typpinu á sér í kokið á mér við undirleik Michael Bolton þegar hann fer fram á einhverja æðislega metnaðarfulla skýrslu úr þessum viðbjóði.
Ég er brjáluð.
B R J Á L U Ð!

anna skvísindakona @ 22:34 |

sunnudagur, 12. mars 2006

Ég held að sunnudagar séu nýju uppáhalds dagarnir mínir; sá Woyzeck & brunaði svo heim að horfa á The Graduate. Nick Cave+Simon & Garfunkel=Sweetness. Aðal dagsins held ég samt að hljóti að vera að ég er ekki lengur umkomulaus kreppulýður, heldur lítur út fyrir að ég fái afhenta nýja glæsiíbúð núna um mánaðamótin. Alveg minn tebolli. Ójá.
Skál fyrir Heiðu sem er nýi leigusalinn okkar Þórunnar. Það er peepshow gluggi inní nýja herbergið mitt- en ekki hvað. Þetta er augljóst. Ment to be. Skrifað í stjörnurnar.

anna skvísindakona @ 23:50 |

þriðjudagur, 7. mars 2006

Ooooh! Allt sem er ekki hægt að lesa í Cellunni er leiðinlegt
Helvítishelvítishelvítis.

anna skvísindakona @ 22:12 |



Jeminn, ég er alveg að deyja yfir sumartískunni, gvuð, þvílík dásemd. Ég er ekki jafn hress með Marie Claire awards þetta árið, en verð þó að segja að það kom mér ekki á óvart að daddaraddaræ maskarinn vann. Segi ekki hvað hann heitir af því að hann er ódýr, frá algjöru skítafyrirtæki & ég elska hann smá. Heyrirðu það Sunna tunna! & ég er ennþá með öll augnhárin mín! Hann vann. Vannvannvann!!

Ég þarf semsagt að endurskoða viðhorf mín til snyrtivörufyrirtækja. Tjah eða bara horfast í augu við að ég er að missa allan klassa.

anna skvísindakona @ 10:34 |

mánudagur, 6. mars 2006

Ég varð svo hrædd í jarðskjálftanum áðan að ég fór & keypti mér tösku. Mér líður aðeins betur núna.

anna skvísindakona @ 18:27 |

föstudagur, 3. mars 2006

Eftir langan dag í skólanum fór ég á barinn & rúllaði full heim til að klára nýrnaskýrsluna. Þvílíkt ábyrgðarleysi- en samt eikkvað hressandi. Maður verður svo skapandi. Ég held að framlag mitt til læknavísindanna verði mun auðugra fyrir vikið.

Með skert blóðmagn, skerta dómgreind & fullt veski eru allir dagar jólin.

Síðasta hálftímann er ég búin að liggja uppí rúmi & hlæja að því hvað heimurinn væri fyndinn ef downs syndrome væri kynsjúkdómur.

-Anna

anna skvísindakona @ 02:58 |

fimmtudagur, 2. mars 2006

Danskir dagar í Hagkaupum. Í nostalgíukasti er ég hugsa um að kaupa mér fernu af Matilde & drekka hana með lokuð augun & ímynda mér að ég sé timbruð á Gunnlaugsgötunni- þó að Matilde sé í raun ógeðslega vont. Það yrði svona gott/vont. Eins & brasilískt vax. Kannski væri sniðurgra að nota frekar flösku af Gato Negro- sem væri þá gott/gott. Eins & endurgreiðsla frá skattinum. Eða að þurfa aldrei í lífinu að fara uppí Mosfellsbæ.
Skvísindi: Af hverju ekki að losna við hálft kg með því að gefa blóð? Margir halda að maður missi aðallega vatn við blóðgjöf en það er ekki raunin. Við blóðgjöf er ca. hálfur lítri af blóði tekinn úr líkamanum & þar af er bara sem nemur einni kókómjólkurfernu (250 ml) af vökva. Hitt eru frumur & prótein sem líkaminn þarf að endurnýja & það kostar orku, auk jóna sem hafa áhrif á vatnsbindingu í líkamanum & valda því að vatnsrúmmál í utanfrumuvökva minnkar- sem er alltílæ þegar um svona lítið magn er að ræða. Auk þess verður maður fullur af einum bjór þegar maður er nýbúinn að gefa blóð. Allir vinna!
Skvísindi dagsins voru í boði blóðbankans & nýrnaskýrslunnar sem ég er að leggja lokahönd á & þarf að presentera á morgun.
Jeminn hvað Helgi & Davíðdavíðdavíð eru töff gæjar.
-A

anna skvísindakona @ 12:05 |

miðvikudagur, 1. mars 2006

Úllalla, kallinn sem býr á móti er gjörsamlega að koma til móts við mig með því að striplast um íbúðina sína. Ég kann ágætlega við svona sóðakalla.
PBL fréttir: Ég er ansi hrædd um að hún Jóna Mjöll hljóti að hafa smitast af downs syndrome. Jafnvel fuglaflensu líka.
Verður maður ekki að skála í bjór í tilefni dagsins?
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 18:01 |