Ágæti Jakob.
anna skvísindakona | |
mánudagur, 28. júlí 2008
Jahá! Við hefðum átt að hlæja aðeins hærra að þeim sem vildu banna Sigurrósarmyndbandið, nú þegar fólk er farið að þvælast um Esjuna á typpinu & fara sér að voða.
föstudagur, 18. júlí 2008
Opið bréf til Jakobs Frímanns:
Ágæti Jakob. Í gærkvöldi sótti ég skemmtilega tónleika í Iðnó & sá þar unga stúlku sem var klædd eins & gömul kerling. Ég ætti nú kannski ekki að verða alveg bit, þar sem þetta voru krúttlegir MHingatónleikar, en hingað til hafa skítug en oft gæjaleg second hand föt & hárlykt verið það sem helst ber á þegar maður fer á slík mannamót. Í gær þegar ég virti fyrir mér kerlingarstelpuna vaknaði hins vegar sú spurning hjá mér hversu langt við gögnum stundum í okkar persónulegu tjáningu & förum fyrr en varir að líta út eins & fífl. Hvenær læðist tískan aftan að okkur & bítur okkur í rassinn? Undanfarnar vikur hefur borgin staðið fyrir umdeildu átaki um að fegra miðborgina m.a. með því að hvítmála veggi sem úllíngar hafa tússað á. Ekki misskilja mig Jakob, ég kann því átaki ljómandi vel, þá sérstaklega af því að hvítt dregur fram tanið á fólki. Mín spurning er hins vegar þessi: Af hverju hefur ennþá ekki verið komið á fót tískulögreglu í miðborg Reykjavíkur? Getur mannlífið með góðu móti blómstrað þegar allskonar fólk, með misgóða tilfinningu fyrir hverju það getur klæðst, hittist í miðborginni? Ég bara spyr af því að á Vegamótum í gær sá ég stelpu í hvítum íþróttasokkum innanundir gladiatorsandölum. Ég veit að það var í tísku í fyrravor, en það er samt ljótt. Síðast þegar ég hætti mér niður fyrir Bankastrætið á laugardagsnóttu, þá var smekkvísi minni gróflega misboðið þegar stúlka með kökumeik & í PVCpels stóð í röð fyrir utan Hressó. Þar að auki sé ég túristana vaða uppi um bæinn með lúðalega bakpoka, í goretex úlpum & gönguskóm. Sportfatnaður! Gerviloðfeldir, Jakob! & það um hábjart sumar! Íþrótaklæðnaður á heima í íþróttahúsum. Ég sé aldrei neinn spranga um bæinn í sundbol & mér finnst þetta alveg jafn absúrd. Hér þarf að senda fólki skýr skilaboð. Þessum ágangi verður að linna & það þarf umsvifalaust að taka hart á málum sem þessu svo að þetta vaxi ekki & verði að stærra vandamáli í framtíðinni. Bestu kveðjur Anna skvísindakona.
|
|
|