anna skvísindakona | |
miðvikudagur, 30. janúar 2008
Þetta veður sem búið er að ganga yfir landið finnst mér hreinlega óviðunandi. Til að bæta þetta upp, þá þykir mér ekki nema sanngjarnt að í sumar komi hingað einhyrningar & hafmeyjur.
sunnudagur, 27. janúar 2008
Djöfull væri læknanám miklu skemmtilegra ef það væru ekki alltaf þessi endalausu próf. Er ekki bara hægt að leggja niður próf í læknadeild?
miðvikudagur, 23. janúar 2008
Ég fór í krufningu í gær. Ég held að þeir sem vinna við svoleiðis hljóti að vera dálítið leiðir & afskaplega mjóir- allavega langaði mig ekki að borða neitt ever þegar ég var stödd þarna & í einhvern tíma á eftir. Var að vona að ég fengi að fylgjast með krufningu á Bobby Fischer. En svo var því miður ekki. Þessi gyðingar eru aldrei til í neitt.
fimmtudagur, 17. janúar 2008
Tvær vikur af Gettu betur hafa skilið eftir djúp spor í persónuleika mínum. Í morgun til dæmis outshine-aði ég samnemendur mína á bækló með því að svara öllum spurningum í hraðaspurningastíl. Skvísindi dagsins: Nýjasta tíska í snyrtivörubransanum eru nokkurs konar vaskaskinn til að þvo sér í framan með. Þau eru að sjálfsögðu ekkert öðruvísi en vaskaskinnin sem fást á næstu bensínstöð, bara margfalt dýrari. Kosturinn við vaskaskinnin er að þau eru mjúk & þægileg við notkun en þegar þau þorna, harðna þau svo að bakteríur þrífast ekki í þeim. Það þarf að sjálfsögðu ekki að taka það fram að vaskaskinn sem hafa verið notuð til að þrífa bílinn með eru líklegri til að skilja eftir tjörubólur en að gera mann gljábónaðan. Þess vegna mæli ég með því að allar skvísur hlaupi út á bensó & kaupi sér nýtt vaskaskinn.
sunnudagur, 13. janúar 2008
Halló halló! Veðurfréttatöffari á RÚV! Ef þú lest þetta, ertu þá til í að byrja með vinkonu minni?
|
|
|