anna skvísindakona

mánudagur, 30. júní 2008

Oh, ég er svo kát yfir sumrinu! Fyrir það fyrsta er veðrið alveg glorious & það er alltaf sól úti & maður fer að sofa á kvöldin eftir að hafa hamast úti allan daginn. Svo er auðvitað frábært að vera í vinnu sem ég elska, búin oftast uppúr 4-5 & þarf þá ekki að fara heim að lesa, heldur bara út í sólina & á frí um helgar líka. Ofan á allt þetta eru Raggaló & co á landinu & ég hef stór áform um að pestera þau meðan ég get.

Skvísindakonan mælir með:
* Strúti. Þá meina ég bara almennt. Ég & Ásgeir ætluðum að grilla hamborgara um helgina en rákum augun í strútskjöt í kjötborðinu. Við stukkum auðvitað á það & það var fáránlega gott. Þá fór ég að rifja upp hvað strútsleður er ótrúlega fabulous & eiginlega strútsfjaðrir líka. Svona carnival stemning í kringum þetta alltsaman. Stóð ekki til að rækta strúta hérna einhvern tímann? Væri ekki líka gaman að eiga einn svoleiðis til að skjótast um á?
* Að allir fari inná aftonbladet.se & kjósi uppáhalds prinsessuna sína. Mette-Marit er my personal fave af því að hún er svoddan trippi, en auðvitað hefur maður alltaf taugar til gömlu góðu Danmerkur. Svo eru sænsku prinsessurnar ósköp sætar líka. Þetta verður hressandi prinsessustríð.

anna skvísindakona @ 10:16 |

miðvikudagur, 11. júní 2008

Hva, Popppunktur byrjaður aftur & búið að opna 22 á ný. Halló 2005! Ætli þeir á 22 grafi upp gamla fótboltaborðið? & Þjóðverjahelvítið? Ég vona það af því að þá ætla ég að sparka í wresgatið á honum í foosball við undirleik The Smiths, David Bowie, Stone Roses & The Cure. Svo ætla ég að láta sulla yfir mig bjór í öllu fjörinu & fara á trúnó með Sigurjóni.

Sjitt hvað ég hlakka til.

anna skvísindakona @ 13:02 |

föstudagur, 6. júní 2008

Skvísindi:
Einn af þekktum áhrifaþáttum brjóstakrabbameins er lengd tíðahringsins. Eftir því sem brjóstvefurinn verður fyrir meira hormónaáreiti, því líklegra er að krabbamein myndist. Lengri tíðarhringur & jafn styrkur hormóna yfir tíðahringinn veldur þannig minna áreiti á brjóstvef & minni líkum á krabbameinsmyndun. Konur sem taka pilluna án þess að taka pilluhvíld, hafa lengri & stöðugri tíðahring & eru þannig í minni áhættu á að fá brjóstakrabbamein. (Ég ætla ekki að geta heimilda. Þeir sem vilja finna frumheimild geta bara helvítis OVIDað þetta frá hvar.is).

Skvísindakonan mælir með:

* Frappuccino. Eftir skil á ritgerð fór ég í sund, sofnaði á sundlaugarbakkanum, brann smá & skálaði svo í frappuccino við Þóru Lísu. Hann var ótrúlega frískandi þrátt fyrir að vera óáfengur & núna er kominn grundvöllur fyrir KitchenAid blender á heimilið.
* Vino vino vino! Gato Negro beljan kom mér í gegnum svæsnustu hysteríuna tengda skilum á rannsóknarritgerðinni. Maður snýr ekki baki við vini sína bara rétt sisvona.
* Peeling. Það bjargaði mér frá því að líta út eins & grýla (í fabulous dressi auðvitað) á Rannsóknardögum.

Að lokum vil ég tilkynna að þessu helvítis þriðja ári er lokið & um leið opna fyrir öll boð í partý & önnur samkvæmi.... af því að nú er ég samkvæmiskisa, mjámjámjá.

anna skvísindakona @ 16:30 |