anna skvísindakona

laugardagur, 22. ágúst 2009

Hressilegasti misskilningur helgarinnar hlýtur að vera þegar Þórunn sagði við mig "Anna, say something clever" & ég hélt að hún væri að segja "Anna, say something with your cleavage".

Fólkinu sem við vorum að tala við fannst ég ekkert sérstaklega clever þá.

anna skvísindakona @ 19:01 |

fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Ég fékk mér kannski aðeins of mikið neðaníðí í kvöld en er núna að spá í hvort ætli sé verra, að fá svínaflensu eða að vera feitur.

Skvísindakonan mælir með:
* Hvítingartannkreminu frá Euroshopper. Mangó fashionista sagði mér að eitthvað tannhvíttingarséní hefði greint frá því að það væri einhver töfraformúla í þessu sem kostar fúlgu í Hollywood- & bara á skítaprís hér í Bónus!
* Að fólk hætti að fara með börnin sín í Kron ef það getur ekki haft stjórn á þeim.
* Óþarfi að panikka þó að það sé farið að rigna. Þá getur maður kíkt á gellulegu málverkasýninguna á Kjarvalsstöðum. Ekki samt með leiðsögn, maður þarf að vera alveg sextugur til að nenna að fíla svoleiðis. Það er spáð rigningu í allavega viku í viðbót, næst ætla ég á bítnikkasýninguna á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

anna skvísindakona @ 00:11 |