anna skvísindakona

föstudagur, 19. febrúar 2010

Misskilningur vikunnar: Vinkona mín var að tala um það að þegar hún & kærastinn voru í Thailandi, þá fóru þau í bíó & hylltu kónginn. Ég vissi ekki alveg hvað hún átti við með þessu, en eftir smá umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að hafa verið erótísk tilvísun hjá henni. Eftir að hafa setið & dáðst að því nokkra stund hvað hún talaði opinskátt um kynferðismál varð mér þó ljóst að Thailendingar virðast vera konungsríki & þegar þeir fara í bíó er sýndur þjóðernistreiler þar sem allir berja sér á brjóst & hylla konung Thailands. Freudísk ályktun? Ætli það ekki, svona getur maður verið mikill slorhaus.

Skvísindi: Prostaglandín eru efni sem gegna mörgum hlutverkum í líkamanum, m.a. vernda þau slímhúðir, hafa áhrif á samdrátt sléttra vöðva, miðla bólgusvari & geta líka virkað sem hormón. Þegar konur fá túrverki er það vegna þess að mikið af prostaglandínum myndast oft í tengslum við blæðingar. NSAIDS lyf eins & íbúfen eru gjarnan notuð til að draga úr túrverkjum, en slík lyf hafa bæði verkjastillandi & bólgueyðandi eiginleika með því að hamla prostaglandínframleiðslu. Þetta vita auðvitað allir, en hér kemur skvísindatwistið: Með því að byrja að taka íbúfen ca. 2 dögum áður en blæðingar byrja er hægt að koma í veg fyrir prostaglandínmyndunina að einhverju leyti & þannig fyrirbyggja túrverki í stað þess að slá á þá- & það er auðvitað miklu betra. Í raun ótrúlega beisik þegar maður pælir í því.

anna skvísindakona @ 01:07 |

miðvikudagur, 10. febrúar 2010

Ég átta mig ekki alveg á því hvort maður er of klár eða of mikið asshole þegar maður flissar yfir defecographiu.

anna skvísindakona @ 23:19 |

mánudagur, 8. febrúar 2010

Aahaha, að sjálfsögðu eru Bartholin kirtlarnir nefndir eftir dönskum anatómista. En ekki hvað?

anna skvísindakona @ 23:41 |