anna skvísindakona

mánudagur, 17. apríl 2017

Halló einntveireinntveir.... Er eitthvað líf í þessu?

anna skvísindakona @ 18:51 |

mánudagur, 14. maí 2012

Opið bréf til Sýslumannsins í Kópavogi:

Kæri sýslumaður.

Vegabréfið sem ég fékk úthlutað þegar ég endurnýjaði virðist vera alveg hömlulaust. Ég held að mögulega hafi það klikkast við að fá þennan örgjörva settan í sig. Er þetta einsdæmi eða hafið þið orðið vör við fleiri svona tilfelli? Þarf ekki að tilkynna svona?

Kveðja, Anna skvísindakona

anna skvísindakona @ 00:23 |

laugardagur, 21. apríl 2012

Það er kannski bara ágætt að það sé ekki til blávín og grænvín, af því að þá væru allir líklegast fullir alla daga.

anna skvísindakona @ 08:17 |

miðvikudagur, 18. apríl 2012

Ég lenti á meiriháttar trúnó á hótelbarnum á Nordica nýlega. Það hefur sína kosti að fara á trúnó á hótelbörum. Þar eru allir útlendingar og skilja ekkert, jafnvel þó að maður tali hátt og snjallt.

anna skvísindakona @ 00:33 |

þriðjudagur, 10. apríl 2012

Freudisk analysa dagsins: Innra með hverjum og einum sundlaugarstarfsmanni býr lítið hjarta sem þráir ekkert heitara en að láta húðskamma sig.

Skvísindakonan mælir með:
* Glowsticks- kosta bara slikk í Tiger. Ha? What? Já, þú last rétt. Þegar maður býr sig undir Happy Mondays tónleika, þá þarf maður að læra að swinga glowstickunum. Og svo er líka síðasti séns að ná góðum effectum áður en myrkrið hverfur fyrir miðnætursól. Og þá fattar maður bara upp á nýjum trixum.
* Shocking maskaranum frá YSL. Niðurstaðan úr augnhárasprellinu var að góður maskari er mikil blessun. Og með Shocking er maður eins og disneyprinsessa.
* Borgen. Ó lord hvað Danirnir eru flinkir í góðu drama.


anna skvísindakona @ 23:12 |

sunnudagur, 11. mars 2012

Ég átti nokkra svolítið vandræðalega daga á spítalanum með augnháralengingarnar. Konur í fæðingu eru fæstar í stuði fyrir kabarettlækna og á skurðstofunni var ég alveg á nálum yfir því að augnhárin myndu detta af og ofan í eitthvað skurðsárið og valda sepsis og síðan dauða.

Þannig að ég tók þær. Plokkaði þær allar af mér í euphoriskum trans. Þeir sem hafa kroppað upp sár eða kreist bólu skilja þetta geðveika kikk sem maður fær.

En djöfull fíla ég mig núna eitthvað almúgalega með svona lítil augnhár.

anna skvísindakona @ 12:16 |

föstudagur, 2. mars 2012

Í gær hélt ég matarboð og veitti rauðvíninu ansi rausnarlega. Í morgun vaknaði ég svo með augnháralengingar og hugsaði í hljóði að ef maður er já-manneskja, þá þýðir það bara að stundum þarf maður að mæta eins og transvestít á stofugang.

Suma daga þakkar maður nú bara fyrir að vakna með bæði nýrun.

anna skvísindakona @ 18:32 |

þriðjudagur, 28. febrúar 2012

Mér finnst alltaf svo ógeðslega niðurlægjandi að þurfa að kaupa snyrtivörur og brennivín á Íslandi. Það er afdráttarlaus vísbending um þá sé orðið tímabært að skreppa til útlanda.

anna skvísindakona @ 23:21 |

mánudagur, 6. febrúar 2012

Skvísindi: Lögmálið um varðveislu massans segir okkur að við getum ekki látið efni hverfa en við getum púslað því á allskonar form og í mismunandi samsetningar.

Líklegast er það skýringin á því að öll þessi fegrunarkrem hafa takmarkaða virkni; stöff eins og hrukkur, cellulite og grá hár hverfa ekkert bara að sjálfu sér- það þarf að umbreyta því. Þess vegna er ég núna að þróa krem sem breytir cellulite í gjaldeyri.

anna skvísindakona @ 21:51 |

fimmtudagur, 26. janúar 2012

Ein vinkona mín reyndi nýlega að aggitera fyrir því að við ættum að vera duglegri að nota hárlakk og leggja þannig okkar af mörkunum til global warming og vera fabulous í leiðinni. Að sjálfsögðu tekur maður þátt í þannig brilliant geimi.

Því miður get ég ekki séð að þetta átak hennar hafi skilað okkur nokkuð betra veðri. Reyndar fór að hlýna merkilega í svefnherberginu hennar skömmu eftir að hún hóf átakið og má þá kannski segja að árangur hafi náðst í local warming. Sem er byrjun í sjálfu sér...

anna skvísindakona @ 02:43 |

sunnudagur, 8. janúar 2012

Þessa dagana undirbý ég sérnám í framtíðinni með því að horfa á dvd með sænskum texta og pikka þannig upp sænskuna.

Eftir að hafa legið í leti um helgina og horft á Sex And The City sé ég fram á að verða sérnámslæknir með mjög áhugaverðan orðaforða.

anna skvísindakona @ 16:18 |

sunnudagur, 1. janúar 2012


Bless 2011. Ef þau væru bara öll eins og þú....

anna skvísindakona @ 14:30 |

laugardagur, 17. desember 2011

Úff, ég slysaðist inn á English pub í gær. Aldrei hefði mig grunað að það væri svona mikið til af ungu fólki með bjúg og ömurlegt hár.

anna skvísindakona @ 20:41 |

sunnudagur, 11. desember 2011

Ég stóð alltaf í þeirri trú að þegar maður færi að taka næturvaktir á spítalanum, þá ætti maður von á alls konar hanky panky í vaktherbergjunum. Læknaþættirnir í sjónvarpinu hafa allavega gefið það mjög sterklega til kynna.
En ég get því miður ekki sagt að ég hafi orðið vör við neitt slíkt. Þessir prúðu medicinerar stunda kannski ekki svoleiðis ósóma. Það er þá bara þeim mun meira að hlakka til þegar ég fer aftur á kirurgiu. Ógvuð ef bara tíminn hættir að vera stopp á medicine!

Skvísindakonan mælir með:
* Trufflunum í Ikea. Svíagrýlan sér sko til þess að maður geti lifað hátt með litlum tilkosnaði. Gvuð hvað ég fíla mig sem lekkera hefðardömu þegar ég skála í kaffi og trufflum- eða vino og trufflum ef mikið stendur til.
* Kertunum í Tiger. Þau eru til í öllum regnbogans litum og það er aldeilis hægt að sprella upp stofuna með þeim núna í skammdeginu.
* Happy hour í Baðstofunni í Laugum. Ódýrt sprútt og karlmenn á sundskýlum er combo sem fyllir mig þeirri trú að Guð sé til og hann sé góður.
* Augnleppunum frá YSL, en ég hef reyndar óstaðfestar heimildir um að það sé hætt að framleiða þá. Þess vegna ætla ég að stasha þeim upp eins og það sé að koma heimstyrjöld. Þessir leppar geta læknað væga til miðlungsalvarlega ljótu, þ.m.t. vaktaþynnku, mánudagsveiki, grátbólgin augu og prófaljótu. Hvurslags illfygli tekur eiginlega svoleiðis dýrðlega nytjavöru af markaði?

anna skvísindakona @ 00:20 |

föstudagur, 11. nóvember 2011

Ó nó, ef rétt reynist að maður sé það sem maður borðar, þá er ég spítalamatur.

anna skvísindakona @ 01:05 |

fimmtudagur, 3. nóvember 2011

Þrátt fyrir að hafa lítinn áhuga á þessum málaflokki, var ég dregin inn í mjög heitar umræður um hvað er dýrt að vera með krakka á leikskóla og ennþá dýrara hjá dagmömmu. Og ég er alveg sammála, það er mjög dýrt.

Reyndar sá ég í hendi mér að ég gæti keypt Dior sólgleraugu fyrir jafnvirði mánaðar á leikskóla. Sem ég gerði auðvitað. Í næsta mánuði ætla ég að kaupa skó í Kron eða fara í spa.

Ég held að þetta medicinedæmi eigi alveg eftir að ganga upp.

anna skvísindakona @ 18:13 |

miðvikudagur, 2. nóvember 2011

Ef bara þessir medicinemánuðir líða jafn hratt og kirurgiumánuðirnir mínir gerðu, þá hlýt ég að þrauka veturinn. Ég sé ekki alveg í fljótu bragði hvernig á tækla þetta, það er ekki til nóg kaffi á öllum spítalanum og ég er strax orðin hálf spastísk af frústrasjón. Ég ætla ekki að segja hver það var, en einhver á heimilinu tók barnalegt hysteríukast og kastaði sér í gólfið þegar hún kom heim af spítalanum í gær. Þó hún sé á langtum skásta teyminu á öllu medicine. Kannski maður ætti bara að fight fire with fire og tækla medicine með medicine- skál í botn!

Hin leiðin er að láta þetta allt bitna á visakortinu mínu. Sú aðferð hefur reyndar aldrei brugðist. Svo verður maður bara að vera glúrinn og láta sér detta eitthvað sniðugt í hug. Sjáum hvað setur.

anna skvísindakona @ 23:11 |

laugardagur, 22. október 2011

Markmið: Að komast í splitt fyrir jólin. Er búin að tala við balletthópinn minn og þær eru geim, en það kom mér á óvart hvað bæklunarhjúkkurnar tóku vel í þetta og núna æfum við splitt daglega eftir stofugang. Djöfull fíla ég hvað það er alltaf góð stemning á bæklun.

anna skvísindakona @ 14:58 |

sunnudagur, 16. október 2011

Þá er Airwaves, jólahátíð hipsteranna að ljúka og annað árið í röð var stofnað teymi sem samanstóð af eintómum sérfræðingum. Enda gekk allt prýðilega fyrir sig. Kannski er hef ég oft sagt það áður en núna er mér dauðans alvara: Ég hef aldrei verið jafn sjúskuð. Og hvað gerir maður þá- nú skálar auðvitað:

Skál fyrir highlightunum á Airwaves:
* Retro Stefson. Ég man fyrir nokkrum árum þegar ég sá þau fyrst í Iðnó og þau voru svo ósköp lítil. Ég var þess vegna með fullt hjarta af stolti, klökkva og tár í augunum þegar ég sá þau trylla Listasafnið. Þessi litlu kríli eru orðin fulminant rokkstjörnur.
* Human Woman voru ótrúlega hressir og þessi húlahrings dama sem var með þeim var sensational! Salurinn var dumbstruck yfir því hvað hún var flott og líklegast er hún næsti forseti Íslands- já eða alheimsins.
* Það kom mér svolítið á óvart hvað ég var seig í foosball þó að ég hafi ekki spilað síðan síðast á Airwaves. Svo fattaði ég að ég er búin að vera dáldið í laparoscopiskum aðgerðum í haust. Laparoscopia er greinilega góð æfing fyrir foos.
* Elephant Stone voru hressir, bæði í Tjarnarbíó og þegar þeir stigu trylltan dans á Kaffibarnum.
* Mér hefur alltaf fundist Vesturbæjarlaugin hálf slísí, en þegar maður er sjálfur slísí eftir margra daga partý, þá er Vesturbæjarlaugin líklegast eina laugin sem hleypir manni ofaní. Og gufan þar læknar þynnku. True story.

anna skvísindakona @ 18:53 |

mánudagur, 10. október 2011

Ég sendi kvörtunarbréf á leigusalann minn. Vínskápurinn í íbúðinni lokast ekki. Þetta verður að komast í lag.

anna skvísindakona @ 23:37 |

sunnudagur, 2. október 2011

Þó að ég hafi rýnt ansi stíft í nýgerða kjarasamninga Læknafélagsins, sé ég ekkert ákvæði um smartari skurðstofuföt. Þetta hljóta bara að vera læknamistök.

anna skvísindakona @ 17:20 |

mánudagur, 26. september 2011

Ok kids, ekki brjálast en BRYAN FERRY Á AFMÆLI Í DAG!

Í tilefni dagsins ætla ég að setja á mig alltof mikið ilmvatn og skála aðeins.anna skvísindakona @ 21:56 |

þriðjudagur, 13. september 2011

Ó hvað það er gaman að vera komin aftur á almennu kirurgiuna. Prumpulykt á göngunum, síminn límdur við eyrað, kaffigastrit og gamalkunnug örvænting þegar maður sér hvað er í matinn eru eins og hlý og dúnmjúk sæng sem býður mig velkomna aftur á Landspítalann.

Það er líka bara gott að vera komin heim eftir ansi langt ráp út um allar trissur og geta loksins komið mér fyrir og knúsað fólkið mitt. Hins vegar finnst mér alltaf jafn skrýtið að fólk hafi ennþá áhuga á að borða matinn sem ég elda, vitandi að ég vinn við að skera upp rassgöt allan daginn.

Skvísindakonan mælir með:
* Tommasi kampavíni! Hallóhalló, hvað er að gerast hérna? Fyrst varð ég rosalega hissa og glöð yfir því að það væri einusinni til. Svo varð ég rosalega glöð þegar ég fann það í ískápnum mínum í partýi og rámaði í að hafa keypt það í sæluvímu. Að lokum varð ég rosalega full og glöð. Lífið er gott.
* Þá er auðvitað rökrétt í framhaldi að mæla með kampavínsberjamó. Að týna bláber í sólinni og skála með skemmtilegu fólki og Odrílnum í sveitinni er örugglega toppurinn á lífinu. Og smart er hún þessi elska í berjamódressinu! Ég er líka búin að átta mig á því að alla hluti er hægt að upgrade-a með því að bæta "kampavíns-" fyrir framan.
* Piripiri sósunni á Saffran. Hún er svo himnesk að ég hef ljótan grun um að þeir búi hana til úr sígarettum og kynlífi. Ekkert að því svosem...
* Kirurgiugrænu dressi. Það hlaut að koma að því að stóru tískuhúsin áttuðu sig á því að glæsipíur líta vel- og jafnvel stórkostlega- út í kirurgiugrænu. Ég er ekkert að grínast með þetta, Gucci og Versace eru á sama máli.

anna skvísindakona @ 22:49 |

sunnudagur, 4. september 2011

Vá hvað mér fannst ég ógeðslega fyndin í dag þegar ég skrökvaði því að hjúkrunarnema á deildinni að Glimeryl væru afhommunartöflur.

anna skvísindakona @ 23:58 |

föstudagur, 19. ágúst 2011

Bíddu hvað er í gangi hérna? Ætlar fólk bara að láta eins og ekkert sé?

Er Sveinn Andri faðir Kristrúnar Aspar eða ekki?

anna skvísindakona @ 23:30 |

mánudagur, 8. ágúst 2011

Opið bréf til Steve Jobs:

Steve, ég er með frábæra businesshugmynd: Ertu til í að búa til endurlífgunar application í iphone 5? Best væri ef hægt væri að stuða með bakhliðinni á símanum og nota headphonana sem EKG leiðslur. Það myndi henta starfsframa mínum í hetjulækningum prýðilega.

Bestu kveðjur, Anna skvísindakona

anna skvísindakona @ 17:34 |

sunnudagur, 31. júlí 2011

Sumrin í Reykjavík eru alltaf svo skemmtileg.

Ein vinkona mín er farin að stunda þá ógeðslegu iðju að fara í sund um helgar og mæla út einstæðu pabbana- vitandi hvað þeir verða ótrúlega single og desperate á barnum helgina eftir.

Það sem gerir þetta hobbý sérstaklega skemmtilegt er hvað karlmenn líta alltaf vel út í speedo sundskýlu.

anna skvísindakona @ 16:47 |

mánudagur, 4. júlí 2011


anna skvísindakona @ 01:17 |

þriðjudagur, 28. júní 2011

Rannsóknir mínar á þjóðvegum landsins hafa leitt í ljós að það er marktæk fylgni milli þess að vera með Bylgjulímmiða í afturrúðunni og að keyra eins og miðaldra kelling.

anna skvísindakona @ 23:22 |

föstudagur, 17. júní 2011

Ég held að ég sé farin að fatta af hverju fólk nennir í háskóla. Í gamla daga þegar ég var stúdent, þá var ég alltaf hálf aumingjaleg, rosa stressuð yfir að læra heima alltafhreint og skrapp á barinn um helgar og vaknaði á sturtubotninum með móral. Í dag er þetta allt öðruvísi. Nú þarf ég aldrei að læra heima, held kokteilboð- eða fer í kokteilboð og vakna í sólinni á þaksvölunum hjá vinum og vandamönnum. Og af því að ég er hámenntuð, þá er það bara rosa flippað og alls alls ekkert sorglegt.

Annars gekk útskriftin vel, hreinlega tímamótaviðburður í íslenskri menningarsögu og mér finnst ég bindast þessum trilljón manns sem voru líka að útskrifast órjúfanlegum tilfinningaböndum. Ræðan hennar Kristínar Ingólfs snerti við okkur öllum og Háskólakórinn sýndi áður óséð tilþrif. Eða þú veist.... Þetta var ágætt. Reyndar varð ég ótrúlega dramantísk og emotional yfir því hvað ég væri í myndarlegum, gáfuðum og tönuðum bekk og að nú værum við að fara hvert í sína áttina. En aðallega var ég samt súr yfir að fá ekki að sofa lengur og fannst eitthvað spes að standa í hári og meiköppi fyrir allar aldir. Síðast þegar ég var með svona mikinn maskara kl 10 að morgni var ég á leiðinni heim af Pulp tónleikum. Hljómar eins og eitthvað sem gerðist fyrir 15 árum en átti sér stað bara 2 vikum áður- allt í boði þessa heiftarlega gráa fiðrings. Jæja þá, það er kannski ekki hægt að segja að ég hafi haft það eitthvað shitty í háskólanum, þetta var þegar á heildina er litið eitt stórt fjör.

Niðurstaðan: Getur maður haldið áfram að haga sér eins og fífl eftir útskrift? Já það held ég nú. Maður þarf að drífa sig að vera ungur á meðan maður er ennþá ungur. Af því að ef maður drífur sig að verða gamall, þá getur maður ekki orðið ungur aftur. Meikar þetta eitthvað sense?

anna skvísindakona @ 21:18 |

þriðjudagur, 14. júní 2011

Ég veit eiginlega ekki hvort mér finnst ógeðslegra; flatlús eða flatbotna skór.

anna skvísindakona @ 23:37 |

laugardagur, 4. júní 2011

Það var einmitt svona sem ég hafði alltaf hugsað mér að útskrifast úr læknó: Ennþá timbruð eftir margra daga (vikna, mánaða...) sköll, með festivalroða í kinnunum og svöðusár á visakortinu. Maður skyldi ætla að öll þessi ár í háskóla gerðu mann að einhverju gáfumenni, en ég virðist ennþá vera sama trippið og þegar ég byrjaði- nema nú kann ég sniðugri partýtrix og get læknað þynnku og bömmer eftir kúnstarinnar reglum. Ef það er ekki optimal nýting á menntun, þá veit ég ekki hvað.

Ef ég á að segja bara nokkur orð um Primavera festival, þá verða þau þessi:
* of Montreal voru sniðugir og með meiriháttar show. Mig langaði þarna eitt augnablik að verða gay borderlína.
* Það fyrsta sem ég tók eftir var hversu margir strákar voru klæddir í "Unknown Pleasures" bol. Joy Division voru frábærir, albúmið rosaflott og allt það, en það er samt megavandræðalegt að vera í eins bol og allir.
* Interpol ó Interpol, sjitt hvað þið eruð alltaf brjálæðislega töff. Ég fékk smá úllíngaveiki og trylltist úr kæti þegar þeir byrjuðu.
* Ég hélt alltaf að bjórinn þarna væri óáfengur og drakk hann í raun bara til að nýrnabilast ekki. En eftiráaðhyggja var ég alltaf rosalega full seint á nóttunni. Og nýrnabilaðist ekki.
* Low voru góð en ég fílaði þau betur á Nasa í dentid. Mögulega út af djöfulsins bresku herfunum fyrir framan okkur sem gátu ekki hætt að tala á meðan á tónleikunum stóð.
* Deerhunter voru ógeðslega skemmtilegir, byrjuðu á uppáhalds laginu mínu og tóku síðan langar og flippaðar gítarloopur- sem siðmenntað fólk gerir ekki á svona stórum tónleikum. Ég kunni hins vegar að meta þessi strákapör.
* Ég veit ekki hvað maður getur sagt um Pulp. Ég er orðlaus. En ég veit það bara að hvert einasta atóm í líkamanum mínum elskar Jarvis Cocker. Meira en allt í alheiminum. Alltaf að eilífu.
* Á leiðinni í metro hittum við ógeðslegan dópsala sem reyndi að selja okkur dóp. Þegar það tókst ekki, þá sýndi hann okkur á sér typpið og sagðist vera besti lover í heimi. Útúrkókaður much?
* Fleet Foxes voru með stórfína þynnkutónlist en ég fattaði það samt fyrir löngu síðan að lögin þeirra eru öll eins. Guðrún var þarna á 3. í festivali búin að gefa út statement þess efnis að hún myndi aldrei framar taka af sér sólgleraugun en þegar við stóðum og virtum fyrir okkur tónleikagestina í kvöldsólinni hlusta á Fleet Foxes, sá ég að það voru allir í kringum okkur jafn sjúskaðir. Sem var ágætis huggun, þá sérstaklega í ljósi þess að sólgleraugunum hennar Guðrúnar var rænt morguninn eftir.
* PJ Harvey kom á óvart. Ég átti von á því að hún myndi mæta eins og grýla á sínum endalausa bömmer og æla yfir allt og alla af frústrasjón, en hún var bara svo ósköp falleg og söng blítt eins og engill.
* Ég er kannski algjör bozo, en ég fatta ekki Animal Collective. Mér fannst þetta bara skrípalæti og stökk yfir á annað svið að sjá Pissed Jeans. Hahahæ hvað það var hressilega sleezy punkrock.
* Og Dj Shadow getur fokkað sér.
* Við Guðrún og Gaui tókum svo sköllsunnudagana upp á nýtt level og héldum kampavíns-sköllsunnudag á þaksvölunum hjá okkur. Ég held að maður snúi ekkert aftur í hversdagsleikann eftir þannig glysrokk.

Sáum líka allskonar meira skemmtilegt og sniðugt, en þetta er orðið dáldið meira en nokkur orð í bili. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá segir youtube meira en trilljón orð. Hvað gerðu sveitalæknar eiginlega á kvöldin áður en youtube kom til sögunnar?

anna skvísindakona @ 14:22 |

miðvikudagur, 25. maí 2011

Kampavín, varalitur og Bryan Ferry hlýtur ad vera stórkostlegasta tríó í heimi.

anna skvísindakona @ 15:04 |

mánudagur, 23. maí 2011

Búda- og tan vikan fór vel af stad. Ég neita thví ekki ad conceptid minnir mig lítillega á thegar vid skutumst reglulega yfir á Búdir á Snæfellsnesinu í fyrra til ad tana.

Stemningin tór reyndar smá dýfu thegar símanum og sólgleraugunum var stolid af mér, en í stadinn fyrir ad ráfa um á einhverjum bömmer ákvad ég bara ad nota tækifærid og sporta hræbillegum kisugleraugum sem ég fann mér í H&M- kisugleraugu eru jú bara í tísku á 10 ára fresti. Ennfremur ákvad ég ad thó ad ég hafi verid rænd, thá hef ég allavega ennthá sítt gelluhár, meiriháttar tan og goddem fabulous skoru- ef ég get ekki litid út fyrir ad vera rík, thá get ég í thad minnsta litid út fyrir ad vera audveld. Madur tharf alltaf ad hafa leverage.

Og viti menn, sídan thá er ekki stundarfridur fyrir spænskum götustrákum sem spangóla á eftir okkur og í dag létum vid franska gígalóa smyrja sólarvörn á okkur. Sem er fantastique audvitad.

anna skvísindakona @ 19:53 |

þriðjudagur, 17. maí 2011

Váv hvað það gekk vel að af-gáfa mig. Það tók bara 5 kvöld á barnum, 3 eftirpartý (fyrir helgi!) og smá sprútt og ég er bara strax orðin góð. Enda komin með áralanga reynslu í að heimska mig niður eftir próf.

Næst á dagskrá er Primavera festival í Barcelona og Guðrún sá til þess að við fengjum tan- og búðaviku í borginni áður en festivalið byrjar. Hún Guðrún nefnilega veit það að þegar hún verður að vinna á Selfoxi í sumar, þá tekur enginn mark á henni nema hún sé Biafra-brún og í nýjum gallabuxum. Ég geri ráð fyrir að sömu lögmál gildi á Blönduósi- eða tek allavega enga sénsa.

En nú þarf ég allavega að þjóta í háttinn af því að ég er að fara að fljúga eldsnemma í fyrramálið. Er búin að pakka bikiníi, sólgleraugum og varalit. Eða kannski er nóg að pakka bara sólgleraugum og kaupa varalit í fríhöfninni og bikiní í h&m. I alla fall þá skora ég á íbúa Blönduóss í tan-keppni þegar ég kem til baka. Og djöfull skal ég rústa ykkur!

anna skvísindakona @ 22:13 |

sunnudagur, 8. maí 2011

Menntaskrípó dagsins: Stundum er þunn lína milli formication og fornication. Ef í vafa, þá er sturtubotninn svarið.

Jája, eins og gáfað fólk kunni ekki vandaða typpabrandara líka...

anna skvísindakona @ 20:04 |

föstudagur, 6. maí 2011

Ég er orðin svo gáfuð að ég er komin með hausverk. Mig langar sko ekkert á barinn að skála í gin&tonic og dansa við Gusgus. Bara alls ekki neitt. Það er eitthvað svo almúgalegt og óþroskað að langa á barinn. Og í eftirpartý. Ótrúlega almúgalegt.

anna skvísindakona @ 22:05 |

miðvikudagur, 4. maí 2011

Ji. Ég er orðin svo stórkostlega gáfuð eftir allan þennan próflestur að ég hef alveg tapað aulahúmornum. Héðan í frá mun ég bara segja æðislega upplýstar og litterat gamansögur.

Einmitt já

anna skvísindakona @ 23:25 |

fimmtudagur, 28. apríl 2011

Ég lýsi yfir vantrausti á Veðurstofu Íslands.

anna skvísindakona @ 20:02 |

þriðjudagur, 26. apríl 2011

Jesuschrist, ég fer að skera mig ef það kemur ekki sól bráðum. Og svo er ég líka alveg að fá ógeð á þessum próflestri. Bara aaalveeeeg! Þegar ég er strand og fíla mig geðveikt heimska, þá er eina ráðið sem mér dettur í hug að setja á mig sólgleraugu meðan ég les, svo að ég sé að minnsta kosti töff. Það er allt í lagi að vera smá heimskur ef maður er töff.

fml

anna skvísindakona @ 18:27 |

miðvikudagur, 20. apríl 2011

Endocrinologia er svo ógeðslega leiðinleg að ég æli allaf smá þegar ég heyri talað um hormón.
Hverjum er ekki skítsama um aldosterone?!

Ég verð þá vonandi mjó af þessu helvítis endocrine rúnki.

anna skvísindakona @ 16:55 |

mánudagur, 18. apríl 2011

Þessi próflestur hefur á stuttum tíma leikið mig ansi grátt og ég er að brotlenda nokkuð harkalega á Íslandi. Ég er farin að like-a myndir af börnum vina minna á facebook og bara í dag er ég búin að lesa 3 pistla um icesave. Og talandi um veruleikaflótta: Í gamni fræddist ég um að það var ekki James Mercer, heldur Martin Crandall sem buffaði kærustuna sína og getiði hvað; kærastan var Elyse úr fyrstu seríu ANTM. Þannig að í nokkurn tíma hef ég haft illan bifur á The Shins en með óbeit á röngum gaur. Verst að það verður ekkert spurt um þetta á prófinu.
En það er hlaupinn veruleikaflótti í fleiri. Visakortið mitt er löngu komið með fiðring og stungið af til amazon og ebay- sem er dýrt grín miðað við að maður fer ekki einusinni út úr húsi. Vonandi verða gullkisturnar ekki orðnar tómar þegar ég fer á Primavera festival í maí.

Sárast finnst mér samt að allt tanið sem ég safnaði mér með mikilli fyrirhöfn í Nepal lekur af mér meðan ég húki heima yfir bókum. Þvílík sóun! Eins gott að ég nái að troða einhverju inn í hausinn á mér og þá helst í öfugu hlutfalli við bankareikninginn sem blæðir út og tanið sem fölnar.

anna skvísindakona @ 19:07 |

miðvikudagur, 13. apríl 2011

Eins og það er nú gaman að þvælast um á ferðalögum, þá er líka ótrúlega notalegt að koma heim. Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja ef ég ætla að segja einhverja ferðasögu af því að þeytingurinn á síðustu dögunum var svo mikið fjör útum allt. Eins og alltaf hefur reynst gæfulegast í lífinu, þá ætla ég að leysa það með því að skála:

Skál fyrir:
*Bidhan deildarlækni í Bharatpur fyrir að hvað hann er alltaf kátur og fannst gaman að reiða okkur á mótorhjólinu sínu og keyra hratt.
* Elsku stelpunum í einu fatabúðinni í þorpinu okkar. Þær voru ekki lengi að vippa fram prinsessu-sari á nótæm og töfra fram meiköpp og hár. Svo voru þær líka bara svo sætar og yndislegar.
* Túrbanadönsurunum í Sauraha. Gvuðminngóður, þeir voru svo flinkir og sprækir að ég kiknaði í hnjánum, ég sver það!
* Cafe Babylon í Pokhara. Það eru einhverjir voða krúttlegir stuðpésar sem reka staðinn, bjóða upp á popp, ódýran bjór og meiriháttar skemmtilega stemningu.
* Hressa landamæraverðinum í Abu Dhabi. Það er nú gaman að sumir geta skemmt sér í vinnunni. Við náðum að hlæja að vegabréfagríninu hans þegar hræðslustjarfinn bráði af okkur en einhver þarf samt að segja honum að fólk í hryðjuverkafötum á ekki að grínast á flugvöllum.
* Indlandi fyrir að rústa úrslitakeppninni í krikket. Fyrir vikið náði ég að bonda við hvern einasta leigubílstjóra sem við hittum í Abu Dhabi. Merkilegt hvað maður er alltaf edrú og skýr þegar maður sest upp í leigubíl.
* Olíufurstunum Rajid, Abdullah, Mubarak og Hisham fyrir að sjá til þess okkur skorti aldrei neitt, hvorki vino né sólarvörn, vatnspípu eða tískublöð. Líka fyrir að sýna okkur borgina og kaupa á okkur búrkur. Jæks, svona eftiráaðhyggja sé ég að það var kannski ágætt að við gátum ekki framlengt dvölina í Abu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ég var pínku farin að fíla mig eins og World Trade Center þarna, innan um alla þessa Araba sem virtust staðráðnir í að bomba í mig.
* Guðrúnu. Þarf maður ekki alltaf að skála fyrir Guðrúnu, annars verður hún aldrei til friðs. Hún fær í það minnsta skál fyrir að tryggja okkur gistingu á lestarhótelinu í Lundi og þar með uppfylla drauminn minn um að sofa í kojum. Og svo fær hún auðvitað líka skál fyrir að eiga afmæli út um allan heim.
* Visakortinu mínu fyrir meiriháttar dvöl í Kaupmannahöfn. Sjitt hvað mér fannst gaman að labba um Illums Bolighus og prettywomanfeisa allt afgreiðslufólkið sem ég gat aldrei verslað neitt við þegar ég bjó þarna 2003 og 2004. Í leiðinni er ekki vitlaust að lyfta glösum og bjóða nýju Focus De Luxe hnífapörin mín velkomin heim í Stigahlíðina.
* David frá Mars sem bauð okkur í partý á Nørrebro. Ég er enginn kjáni samt, ég fattaði alveg að hann var frá Noregi en ekki Mars. Hann gabbar mig ekkert.
* Nýja hálsmeninu mínu sem pípti í öryggishliðinu á Kastrup og orsakaði að þessi fjallmyndarlegi öryggisvörður tók mig afsíðis og leitaði á mig... mér. Leitaði á mér auðvitað! Svo virðist sem þetta hálsmen hafi álíka vandaða kímnigáfu og ég og við munum því líklegast eiga stórkostlega framtíð saman.

anna skvísindakona @ 19:31 |

laugardagur, 2. apríl 2011

Bloggar full:
Kaera dagbok. Nu er eg i Abu Dhabi og i kvold forum eg og Gudrun ut ad borda. Eftir matinn sagdi thjonninn okkur ad onefndur oliufursti vildi gjarnan senda okkur raudvinsflosku. Vid vorum svo oskop kurteisar ad audvitad thadum vid thad. Svo baud furstinn okkur i magadansdinner og vatnspipur og vid sem erum alltaf svo godar vid alla thadum thad audvitad. Nu vona eg bara ad eg verdi ekki seld fyrir kameldyr eda latin skraela kartoflur alla aevi, en annars er allt svo meirihattar herna ad thad er orugglega ekkert verra ad skraela kartoflur herna en ad skrifa laeknabref allan daginn heima a Islandi.

anna skvísindakona @ 22:22 |

föstudagur, 1. apríl 2011

Nu veit eg ekki alveg hvernig hotelstjorakulturinn virkar her i Nepal en su hlid sem vid hofum kynnst herna er halfgert bio. Mer finnst vid hafa verid a flotta undan hotelstjorum alla ferdina. Fyrst lentum vid i hotelstjoranum i Kathmandu og hann var nu eitthvad klikkadur. Eftir ad hafa oumbedinn synt okkur pobbana her i borginni endadi hann kvoldid a ad hringja uppa herbergid okkar og spyrja hvort hann maetti gista. Vid hlogum nu bara ad grininu i honum og skelltum a. Hann planadi sidan fyrir okkur otrulega spennandi ferd til Sauraha- nema hvad ad hann elti okkur svo thangad. Ad sjalfsogdu hafdi hann lika hugsad fyrir thvi ad boka okkur a hotel thar sem vinur hans var hotelstjori. A timabili stod mer ekki a sama og eg sa fram a ad vera seld fyrir kameldyr eda latin skraela kartoflur alla aevi. Hotelstjorinn i Sauraha var reyndar daldid mikill toffari og bjargadi okkur halfpartinn fra hinu gerpinu, en thegar hann reyndi ad fara i sleik, tha var mer allri lokid. Sem betur fer kunni hann sig ad thvi marki ad hann bakkadi rett adur en hann fekk hnefann i andlitid og skutladi okkur svo a endanum a spitalann aftan a pickupnum sinum.

A luxushotelinu okkar i Bharatpur urdum vid ekki varar vid thad strax ad thad vaeri nokkur hotelstjori, en vid nanari athugun var slepjulegi gaurinn sem var alltaf ad hvetja okkur til ad fa okkur sundsprett hotelstjorinn. Hann var lika a einhvern otrulega sleezy hatt med nofnin okkar alveg a hreinu og var alltaf ad bidja um ad fa ad taka myndir af okkur, vid mjog draemar undirtektir. Getidi lika hvort eg let hann fa bogus e-mail addressu eda ekki. Eftir ad eg bad hann um ad boka hotel fyrir okkur i Pokhara, tha gekk ekkert ad boka hotelid sem eg bad um, en i stadinn gat hann bokad fyrir okkur hotel sem vinur hann stjornar. En ekki hvad. Svo thegar vid komum til Pokhara hringdi hann i mig og sagdist sakna okkar svo mikid og ad ef thad hefdi ekki verid svona mikid ad gera hja honum, tha hefdi hann ad sjalfsogdu komid med.

Hotelstjorinn okkar i Pokhara var svo halfgerdur skripo; 1.30 a haed, otrulega dandy, a oraedum aldri og leit ut eins og Martin Short. A degi tvo fann hann sig knuinn til ad raeda adeins vid okkur: "Thid verdid ad passa ykkur a ad koma ekki svona seint heim stelpur og vera ekki svona fullar" Var thessi dvergur i alvorunni ad skamma mig? "Vid getum ekkert ad thessu gert" svaradi eg, " vid erum bara svo miklar studpiur". Hann let thad gott heita og spurdi tha hvort vid vildum koma ut ad borda med ser og vinum sinum. Ja. Einmitt. Gleymdu thvi kureki!

Eg vona allavega ad hotelstjorinn i Abu Dhabi verdi ekki svona aggressivur, thvi ad eg get alveg tjonkad vid svona litil Nepalakrutt, en eg er ekki viss um ad eg geti radi vid einhverja snarbilada Araba.

anna skvísindakona @ 04:42 |

þriðjudagur, 29. mars 2011

"Anna Lind! Eg tek ekki af mer solgleraugun fyrr en eg kemst i andlitsbad!" Thegar eg heyrdi thessi ord fekk eg endanlega stadfestingu a ad eg er a ferdalagi med hinum fullkomna ferdafelaga. Enda er hun enginn kjani thessi stelpa, hun gerir ser fyllilega grein fyrir thvi ad eftir 3 vikur a spitala, endalausar vokunaetur i partystandi og fjallgongur um Himalayafjoll er madur kannski ekki Vogue material. Svo ad eg dro hana ad sjalfsogdu inn a naestu snyrtistofu sem eg fann og bokadi okkur i heilan dekurdag- fyrir slikk audvitad.

Skvisindakonan maelir med:
*Etihad airlines er nyja uppahalds flugfelagid mitt. Nu stefni eg a fleiri ferdalog med thessu toff flugfelagi.
* Litun og plokkun er yesterday's news, threading er svo sannarlega malid. Eg er kannski ekki ad finna upp hjolid herna thar sem Hollywood stjornurnar hafa i thonokkurn tima nytt ser thetta eldgamla trix, en eg hef hingad til ekki vitad til thess ad madur geti fengid svoleidis a Islandi. Thad tharf einhver ad innleida thetta i hvelli.

anna skvísindakona @ 15:06 |

föstudagur, 25. mars 2011

Þó að mér finnist Nepal mjög spennandi land, þá verð ég að viðurkenna að ég er nokkuð vonsvikin yfir að hafa ekki rekist á eitt einasta froðudiskótek.

anna skvísindakona @ 04:33 |

sunnudagur, 20. mars 2011

Eg helt ad vid Gudrun myndum herniera ur hlatri thegar lillinn vinur okkar sludradi thvi ad deildarlaeknaspjatrungurinn sem var med okkur a dermatologiunni hefdi verid kosinn Herra Nepal i sidustu viku.

Folkid herna virdist ekki atta sig a thvi ad i sumum londum njota fegurdarkongar alika mikillar virdingar og trudar eda klammyndastjornur. En engu ad sidur oskum vid Herra Nepal ad sjalfsogdu til hamingju med stodu yfirdermatologs Gelluspitalans.

anna skvísindakona @ 09:50 |

föstudagur, 18. mars 2011

Lifid a spitalanum er algjorlega i odrum gir en hasarinn a leidinni thangad. Vid tokum radum sjoadra kollega og afthokkudum gistingu hja yfirhjukkunni, enda komum vid ekki hingad til ad borda hrisgrjon og fara i hattinn kl 9. Hvad gerdum vid svo? Nu bokudum okkur audvitad herbergi a luxushoteli i 3 vikur. Olikt Kathmandu, thar sem vid fengum hvituna uppi a thaki a hoteli, tha fengum vid svituna med loftraestingu a thessu hoteli. Hvad get eg sagt, vid erum glamourkisur, mjav! Luxushotel her eru samt ekki alveg thad sama og luxushotel a Islandi. Herlegheitin felast i thvi ad thad er rafmagn storan hluta ur solarhringnum, sturta og klosett sem haegt er ad sturta nidur. Eg get samt ekki kvartad thegar eg les Step 2 spurningar yfir morgunkaffinu vid sundlaugarbakkann.

Thegar vid lobbum a spitalann a morgnanna stoppum vid hja saetu avaxtasoluhjonunum og kaupum okkur nesti og a leidinni koma krakkarnir i baenum hlaupandi til okkar og spjalla vid okkur eins og vid vaerum rokkstjornur. "Are you a doctor?" hljomar merkilega likt "Are you a rock star?" ef madur er thannig stemmdur. Um sidustu helgi ollum vid umferdarteppu thegar vid vorum ad vappa a brunni sem liggur inn i baeinn af thvi ad allir vildu spjalla vid okkur. Verst er ad vid erum ad verda bunar med allt diet pepsi, smarties og skrufutapparaudvin i Nepal.

Spitalinn er svo eitthvad alveg nytt. Laeknanemarnir og unglaeknarnir eru med allar kriteriur, allar aukaverkanir lyfja og alla molecular biologiu a heilanum en hafa aldrei fengid ad setja upp nal eda sauma. Sprittbrusa hef eg heldur ekki sed sidan eg yfirgaf Landspitalann, en eg sa edlu hlaupa med veggjunum a vokudeildinni i morgun. Erum bunar ad sja slatta af spennandi tilfellum sem madur ser aldrei heima, bunar ad rotera adeins milli deilda en faum nokkurn veginn ad troda okkur thangad sem vid viljum. Erum lika bunar ad eignast goda vini a spitalanum sem nenna endalaust ad tuskast med heimsku skiptinemana med ser. Ad sjalfsogdu forum vid lika i party med svaefingartoffurunum um sidustu helgi, en eins og allir vita kemur kirurgiuskvisum og svaefingartoffurum alltaf svo merkilega vel saman. Kennsla i neurologiu er her i hondum Raudu Khmeranna og their borda folk. Thess vegna finnst mer oruggast ad drekka slatta af vino i kvold, svo ad thegar vid Gudrun flytjum tilfelli af M-ICU eftir helgi, tha verdum vid vel marineradar og mjukar undir tonn thegar their grilla okkur og eta okkur svo.

I naestu viku liggur svo leidin upp i fjollin og vid stefnum a einhver jafn hressandi aevintyri og vid lentum i a leidinni hingad. Eins gott ad eg pakkadi flisnattfotunum med svo ad mer yrdi ekki kalt i 30 stiga hitanum herna!

anna skvísindakona @ 10:49 |

þriðjudagur, 15. mars 2011

Nepal er skemmtilegt land. Byrjudum ad skölla royally i Kathmandu, heldum svo afram ad skölla i Sauraha med sma stoppi i rafting og letum a endanum skutla okkur aftan a pick-up drullutimbrudum, beint ur safari og a spitalann i verknam. Allt mjog skemmtilegt, en eg gaeti thurft pedicure fljotlega.

Kvedja fra Bharatpur.

anna skvísindakona @ 06:16 |