anna skvísindakona

mánudagur, 30. september 2002

Ooooooooooh,ég hata tölvur!!! Djövusispísofcraptölvukerfi þurfa alltaf að skemma allt fyrir manni >:-(

Pæling: Af hverju er klám bara niðrandi fyrir konur? Hvað með karlana sem eru í klámbissnissnum?

f.y.H.
-Anna

anna skvísindakona @ 19:59 |Ææææ.... Sebastian er orðinn svo þunglyndur í þessu þrúgaða vinnuumhverfi að hann reyndi að drepa sig áðan á dælunni í fiskabúrinu. Þetter náttla ekki hægt að bjóða litla greyinu uppá þetta, litla fiskahjartað hans er alveg að springa af harmi & hann var að deyja úr áhyggjum alla helgina yfir því hvort mér hefði verið sagt upp. En ég kom & knústi hann áðan & hann er miklu hressari núna. Hann þekkti mig samt varla aftur, örugglega af því að ég er orðin svo mikill gaur, klippti á mér hárið & neglurnar um helgina, vantar bara sokk í buxurnar, hahaha...

Tilkynning: Í ljósi nýliðina atburða hefur Siðanefnd Stálfjelagsins ákveðið að breyta nafni sínu í Sóðanefnd Stálfjelagsins. Ákvörðunin hlaut einróma samþykki nefndarinnar & munu aðrir meðlimir Stálfjelagsins samgleðjast & fagna ákvörðuninni.

Skál í dag fyrir símanum mínum. Haha, þessi græja bara hrúgar inn dónalegum skilaboðum & booty calls. & fyrir Rögguló fyrir að vera glúrin saumakona.
Bitch slap fær kaffihúsamenningin í Reykjavík fyrir að fara hnignandi & bíórásin fyrir að vera að skíta á sig.

f.y.H.
-Anna

anna skvísindakona @ 16:14 |

sunnudagur, 29. september 2002

úps gleymdi......


F.Y.H.

anna skvísindakona @ 01:18 |p.s. rosaleg synd að við skulum flestar vera ókynhneigðar!!! Debet fyrir Stálfjélagið en Kredit fyrir alla greyið strákana(og stelpurnar) sem komast ekki uppá okkur!!!!!

anna skvísindakona @ 01:17 |ANNA FYND-ÞÚ ERT SNILLINGUR!!!!!! Audda gefum við skál og bitch-slap!- en ekki hvað? Þessar pussur! Ánægð með þig, þú ert alltaf svo fokking glúrin stelpa.Ég er svo stolt af því að eiga svona gáfaðar vinkonur. Mér finnst að við ættum að komast í heimsmetabókina, ég meina það er nú ekki oft(örugglega einsdæmi) að það fari um þvílíkur flokkur af guðdómlega fallegum gyðjum sem eru líka svona rosalega stórkostlega gáfaðar!!!! Að ég tali nú ekki um skemmtilegar(hnyttnar og glúrnar) og bara almennt séð afskaplega yndislegar! Ég meina ef þetta fokking 151,1 kg. æxli komst í bókina, þá er nokkuð ljóst að Stálfjélagið á heima þar! Glam puzz RÚLAR!!!! Ég samúðar bitch slappa helvítis skíta Leifsstöð Smeifsstöð! Go Stálfjélagið!
F.Y.H.
Inga Birna sem er líka ókynhneigð!!!

anna skvísindakona @ 01:16 |

föstudagur, 27. september 2002

Ég er búin að fatta af hverju ég var ókynhneigð, ég ætla samt ekki að segja ykkur það af því að þá verður öruggla allt kreisí. Kannski segi ég stelpunum mínum það svona í góðu tómi ef þær lofa að segja engum. En annars held ég að það sé betur látið ósagt, svona opinberlega allavega. En ég skal gefa ykkur vísbendingu: Það var af atferlissálfræðilegum orsökum, engar áhyggjur samt, mér er batnað. Oh, ég er alveg að kálast mig langar svo að segja frá þessu, þetta er svo tøff skýring....

Annars var ég að pæla dáldið: Er ekki frekar óviðeigandi að glamour puzzies eins & Stálfjelagið séu að gefa fólki plúsa & mínusa? Það eru bara nörd sem tala í plúsum & mínusum. Við ættum að gefa fólki skál dagsins & bitch-slap dagsins. Svo afturámóti er ég svona frekar mikið nörd þannig að ég má gera bæði, jezzzzzz.... Raggaló má það náttla líka, hún er vísindamaður eins & ég. Hmmm, Birna reyndar líka, hún ætti samt frekar að gefa debet & kredit eða eikkvað, öll í þessum bissness stelpan, ha, þetta geturún! Annars vil ég halda því fram að glam puzz-elementið sé dóminerandi yfir öllum öðrum persónueinkennum, þannig að við ættum bara að halda okkur við skál & bitch-slap. Pant fyrzt!!

Skál fyrir Nick Cave, hann er svalur & tøff þó að hann sé alltaf geðveikt á blús eikkvað. Hey, Friðrik Erlingsson fær líka skál fyrir "Bíddu fara lesbíur á túr?"- pælinguna.

Ég ætla að bitch-slappa fríhöfnina í Leifsstöð, ég er ennþá heví pirruð útí hana. >:-(

f.y.H.
-Anna

Jay :-]

anna skvísindakona @ 18:24 |Fyndið Raggaló- því mig var einmitt að dreyma þetta líka!!!- Ætli þetta þýði e-ð????? Tékkum á því!!!!! jay jay jay jay jay jay jay... Bara að tékka nýja hrifningarhrópið, sjá aðeins hvernig fílingurinn er yfir því!!!!
F.Y.H.
Inga Birna

anna skvísindakona @ 12:33 |

fimmtudagur, 26. september 2002

já... mig dreymdi einmitt að ég og nokkrar vinkonur mínar værum að fara til portúgal í október..

f.y.H.
-raggaló

anna skvísindakona @ 19:08 |Mér langar rosalega til Portúgal í október. Bara smá hugleiðing sko.............

F.Y.H.
Inga Birna

anna skvísindakona @ 18:35 |

miðvikudagur, 25. september 2002

Hahahahahahaha :-D
Birna fynd

P.s. Listaperri, heldurðu að þú myndir frekar umbera bleika litinn ef þú værir með glóðarauga?

f.y.H.
-Anna

anna skvísindakona @ 22:42 |

þriðjudagur, 24. september 2002

Smá summary úr Glasgow:

Fimmtudagur:
* Skítasjoppan sem kallar sig Fríhöfn sökkar big time! Það er allt betra í útlöndum- ALLT!!
* Nema vatnið. Vatnið í Skotlandi lítur út eins & piss.
* Morcheeba rokka feitt. Hljómar ótrúlega, en þetta annars prúða & yfirvegaða band rokkar í alvöru. Meira en Trabant allavega.
* Þegar maður er fullur á háhæluðum skóm í 60° brekku, þá er ágætt að hafa einhvern til að halda á sér.
* Spöruðum svona 20.000kall

Föstudagur:
* Afgreiðslupolicy í Boots er alveg æðislega skemmtilega twisted. Þeim er alveg skítsama hvað maður kaupir mikið af verkjalyfjum, svo framarlega sem þú drepur þig ekki á þeim!! Smá dæmi:
Ég: "I'll have Nurofen+, Aspirin, Feminax, Beechamps, Anadin Extra & Nurofen Liquid- 30 capsules"
Afgreiðslukona: "You must not take them all together"
Ég: "Oh no, they're not all for me" >:-[
Afgreiðslukona: "Oh, ok"
Ég (hugsa): "Hahaha sökker, þetter ALLT handa mér, múwahahahaha!"
* Aldrei fara inná klúbba sem sést ekki inná frá götunni & ALDREI kaupa heila könnu af dularfullum drykk sem þú veist ekki hvað er í.

Laugardagur
* Holiday Inn býður uppá alveg kweisí þynnkubreakfast.
* Skotar uppgötvuðu ekki hjólið, en þeir uppgötvuðu dekkið. Satt!!
* Martini & rauðvín/hvítvín getur gert kraftaverk.
* Turin Brakes tónleikar. Ótrúlega notalegir eikkvað :-)
* Sáum fallegustu handleggi... tjah, í heimi held ég bara.
* Raggaló fékk hælsæri & ég fékk sár undan gullskónum. Thanks god fyrir Boots!

Sunnudagur
* Allir sem fara til Glasgow verða að fásér gjööööðveiku karamellukökuna sem fæst í einhverju bakaríi þarna.
* Hittum boxara & ég reykti einhverjar heeeví hnefaleikasígarettur. Við sögðum honum líka alveg ógislega fyndna sögu af því hvernig Ísland er, hohoho
* Spöruðum svona 10.000kall, hahaha
* Var svo þunn að ég man ekki meira

Held að þetta sé satt & rétt sagt frá.
-Anna

anna skvísindakona @ 21:52 |bwahahahaha- átti að standa- JEY þær eru komnar heim. Nema við tökum upp JAY sem nýtt hrifningarhróp!!

anna skvísindakona @ 11:58 |Djöfull er hnetusmjörs M&M ÓGEÐSLEGA GOTT!!!! Mig dreymdi það í nótt. Hmmmmmm....... Þetta geta þær helvítis pussurnar- keypt almennilegt nammi!! Jay- þær eru komnar heim!!!
F.Y.H.
Inga Birna

anna skvísindakona @ 11:57 |

mánudagur, 23. september 2002

...my girlies eru komnar heim... jibbíííííííí.... :-D

..og það er fundur í kvöld og þær mæta með nammi ...jibbííííííí ....elska þessar stelpur !!!

-Sunna.

anna skvísindakona @ 20:18 |

föstudagur, 20. september 2002

...þess má geta að ÞAÐ ÞURFA EKKI ALLIR AÐ TROÐA SÉR INN Á ÍSLAND Í GESTABÓKINNI !!!!!! Notið hugmyndaflugið !!! :-)


anna skvísindakona @ 18:11 |

fimmtudagur, 19. september 2002

nice day for a jam....dance party summer lasts forever...

anna er hætt í fýlu.. ekki taka mark á fýlukallinum á MSN.. þessi stelpa reddaði því..

2/3 af miðstjórn að fara til glasgow (glas...gó.... hehe) en ég treysti því að þessi 1/3 haldi uppi heiðri miðstjórnarinnar í djamminu um helgina...

faaaaaarin... góða skemmtun allir á íslandi

-raggaló

anna skvísindakona @ 00:13 |

miðvikudagur, 18. september 2002

Nice day for a sulk....

f.y.H!!!!!!!!!!!!!!

-Anna

anna skvísindakona @ 21:51 |

þriðjudagur, 17. september 2002

Váv, þetter orðið svo fínt maður! Nú er þetta bara orðið algjört draumablogg, þ.e. ef maður er svo mikið nørd á annað borð að maður eigi sér draumablogg. Takktakktakk Gummijóh fyrir þetta fína commentasystem & til hamingju með ammælið í gær. Raggaló, þúrt náttla líka algjört eðal tölvunørd að redda svona fínni gestó.

Í tilefni að nýju breytingunum er leikur: fyrztu 5 til að skrá sig í gestó fá verðlaun frá Stálfjelaginu.

Is it Cr or Kr? úhúhúhúhú, skoska er svo falleg...

f.y.H.
-Anna Lind Tøff

anna skvísindakona @ 14:40 |

mánudagur, 16. september 2002

Guuuuuuuuuummi jóh er ekki bara ammælisbarn dagsins heldur maður vikunnar, nei höfum það maður mánaðarins !!!

takk strákur fyrir hjálpina.. ég veit ekki hvað við myndum gera án þín.

smúts frá okkur öllum (nema sunnu, hún ætlar að slumma þig næst þegar þið hittist)
-raggaló

anna skvísindakona @ 19:57 |Já, ænó, þetta var Krummi, það er bara miklu fyndnara að kalla hann Bohalldórslookalike af því að þá verður hann alveg "fokkinsjitt maður!!"

En það er alveg satt, ég funkera ekki edrú, redda því first thing á fimmtudaginn :-D

f.y.H.
-Anna

anna skvísindakona @ 13:58 |

sunnudagur, 15. september 2002

úff.. ég verð líka aðeins að kommenta á gærkvöldið. það var eiginlega laumu gaman þrátt fyrir að ég hafi verið í nýjum skóm og ekki getað dansað almennilega.

-fyndnidrengurinnarnar sleikti ekki bara stóla heldur var samloka gærkvöldsins... og fílaði það !!
-dominic (eða dominique fyrir þá sem vilja... ég meina hann er fransk/þýskur ) er nýjasta project stálfjelagsins og bauð í partý næstu helgi-
-grétamoms fær plús fyrir að hella mig fulla af malibúi
-smári fær plús (þrátt fyrir að vera venjulega í mínus hjá mér) fyrir að fara í dansbuxurnar fyrir okkur og sýna fræga en alltof sjaldséða dansmúvið sitt

hey og Anna !! björgvin halldórsson lookalikið sem þú sást var krummi, sonur hans !!! þú bara fúnkerar ekki edrú stelpa !!

f.y.H.
-raggaló

anna skvísindakona @ 20:36 |Djöfull er Cartoon Network að gera góða hluti. Ég held að Powepuffgirls & Dexter sé flottasta & skemmtilegasta sjónvarpsefni sem boðið er uppá í dag. Ég meina þetta höfðar alveg geðveikt til mín: Á daginn er ég svona nørd eins & Dexter & á kvöldin & um helgar er ég pæja eins & Powerpuffgirls!

Hehe, nýjasta dótið mitt er Sunna en hún virkar svona eins & barbídúkka & ég má ráða hvað hún hlustar á- ÓKEY!! Ætli ég geti skilyrt hana til að gera einhver svona trix þegar ég er búin að kenna henni að vera indielufsa eins & ég & Raggaló. Sunna átti reyndar snilldarmoment í gær þegar hún kom Stálfjelaginu í forgang (ég hata að segja VIP, það er eikkvað svo fm957) á 22. Duuuuugleg stelpa, ég þarf að gefa þér kex næst :-)

Lookalike á 22 í gær/nótt: Patrick Swayze, Robert Smith (stelpa!!) & Björgvin Halldórsson (fokkinsjitt maður!!! haha)

Plús fær Anna Katrína bartøffari á 22 fyrir að vera hetjan okkar, útlendingsgreyið Dominic fyrir að passa töskurnar okkar & fyndnidrengurinnArnar fyrir að merkja sér stólinn með því að sleikja hann, bwaaaaaahahahaha!!!

f.y.H.
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 18:44 |Hey Sunna!- Fróði er"En hvað með Viðey strákar???"
BWAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAAHAHAHAHAHAHAHAHAHAAAHAHHAAHHAHAAHAH
F.Y.H.
Inga Birna

anna skvísindakona @ 01:03 |

laugardagur, 14. september 2002

Ég er búin að fatta leið til að ná heimsyfirráðum. Hvort er ég þá snillingur eða schizophrenic ?

-Anna

anna skvísindakona @ 13:49 |

miðvikudagur, 11. september 2002

Ef ég mætti taka memmér einn hlut á eyðieyju þá yrði það Calvin Klein maskarinn minn. Hann er eins & enginn annar maskari sem ég hef áður kynnst. Hann lætur mér líða eins & ég sé einstök & sexý & þegar ég er með hann þá get ég verið ég sjálf- hann dregur fram það bezta í mér. Við höfum líka gengið í gegnum svo margt saman- æðislegt deit, fyrzta skóladaginn, djammið þar sem ég missti tímaskynið.... bara allt sem við gerum saman. Þessir tveir mánuðir hafa verið beztu mánuðir lífs míns & ég hef aldrei áður átt neinn maskara svona lengi- aðrir maskarar hafa komið & farið en ég vona að þessi endist að eilífu. Ég held að þetta sé sønn ást... Gerðu það don't die on me man....... *snökt*

-Anna Lind

p.s. Æææ, Gummi er bloggið þitt bilað....?

anna skvísindakona @ 18:02 |..who the hell is Fróði ....og afhverju erum við með link á hann ..en hann ekki á okkur ???? ..ég veit allavega að hann hefur aldrei gert neitt fyrir mig.. né sagt eitthvað fyndið sem ég hef frétt af...

-Sunna.

anna skvísindakona @ 15:54 |

mánudagur, 9. september 2002

dísus hvað það var samt fyndið þegar við hentum klökum í dj-inn á hverfis og gaurinn kom upp alveg brjál... !! ef þú ert að lesa þetta leiðinlegi DJ.. þá ertu fokkingglataðurogmeðhræðilegantónlistarsmekk og þú áttir þetta skilið !

stálfjelagið lætur nú engan komast upp með svoleis skít og fór sunna og afhenti nokkra ískalda í eigin persónu... sunna ! þú ert tøøøøff !!!

F.Y.H.
-raggaló

anna skvísindakona @ 18:45 |.....jæja Dóri... nú getur þú þerrað tárin og tekið gleði þína á ný... því nú er formlega búið að skrásetja að þú skiptir máli !!!

....þú hefur fengið link á þig ljúfur....
enjoy... ;) *blikk*

-Sunna.

anna skvísindakona @ 17:20 |

sunnudagur, 8. september 2002

Note to self: Muna að hætta í háskólanum. Systemið mitt er hrunið & það mætti halda að einhver gátt hafið verið opnuð & enginn getur lokað henni aftur. Ég er hætt að vera yfirvegaður & ókynhneigður háskólastúdent & er bara orðin tryllt rokkdrusla....... & ég er bara helvíti sátt við það. Svona fer glamour-puzz lífstíllinn með mann. Gærkvöldið verður vonandi endurtekið í kvöld & annað kvöld & hinn & hinn & hinn. Ég ætla aldrei aftur að gera neitt sem krefst vitsmuna eða rökhugsunar eða nokkurs aga, bara rokka.

Plúsinn fær Stálfjelagið fyrir að vera beztu vinkonur í heimi & flottustu píurnar inná Hverfis & 22, drekka eins & svín & rokka feitar en Elvis. DJinn á 22 fær líka plús, enda klikkar aldrei tónlistin þar & það er alltaf gaman þar. Úúúúú, ég elska 22...

Mínus dagsinsfær DJinn á Hverfis fyrir að vera glataður lúði sem & ég vona að hann & plötusafnið hans brenni til kaldra kola. Helvítis skæruliðalessan sem var í MH & vinnur núna á barnum á 22 fær líka tvo mínusa- nei hún fær diffrun dagsins eða er bara fall af 0. Það er glatað að vera fall af 0, heyrirðu það lusfan þín!!!!!

f.y.H.
-Anna Lind

Sunna, þú manst Tab-planið okkar...

anna skvísindakona @ 21:21 |

laugardagur, 7. september 2002

Mangómangómangó, hey hey hey!!!!!
Malibubarbí á afmæli í dag, til hamingju muffin, hlakka til að hitta þig í kvöld. & ég hlakka líka til af því að ég á deit við stóru rauðvínsflöskuna sem ég hitti fyrr í dag í Á.T.V.R. Úúúúúú, það verður svo gaman....

Eitt að lokum: Ósiðanefnd, þið skulið ekki alveg tapa ykkur, við erum alveg jafn óþekkar & þið, munurinn liggur í því að það sem þið kallið ósiðlegt finnst okkur bara siðlegt. Gaman hvað siðferði er afstætt.

Plús fær sæti stákurinn Øyvind & auðvitað Mangó afmælisbarn :-)
Mínus fær.... vá enginn mínus í dag. Dáldið sérstakt hvað ég er eikkvað umburðarlynd um helgar.

f.y.H.
-Anna

P.s. Við vorum ekki að skjóta!!

anna skvísindakona @ 18:15 |ekki espa mig svona upp sunna, þú veist að það getur haft skelfilegar afleiðingar...

eníhú, Mangs á afmæli í dag.. hamíngjuhamíngjuhamíngju hlakka til að fá þig í afmælið þitt í kvöld.

sjáumst full og fín í bænum
-raggaló

anna skvísindakona @ 17:42 |

föstudagur, 6. september 2002

....okey Raggaló... sannaðu það annað kvöld ;-) ..þú veist ég hef trú á þér.. ...sýndu nú Reykjavík í tvo heimana.....

F.Y.H.
-Sunna Ósiðameistari, og skólastjóri "The international burping school of Sunna"

anna skvísindakona @ 19:59 |þó inga og sunna séu prittí óþekkar þá get ég ekki samþykkt að þær séu óþekkastar...
það er ekki þar með sagt að ég sé eikkva stillt þó ég sé í siðanefnd...
F.Y.H.
-raggaló óþekk en siðsöm á réttum stöðum

anna skvísindakona @ 19:40 |Vá! Ég er ekkert smá stolt af því að fá sæti í ósiðanefndinni!! Eru ég og sunna þá óþekkastar??? Ég þakka kærlega fyrir útnefninguna og ég mun gera mitt besta til að standa mig vel í þessu nýja ábyrgðarmikla hlutverki!! Passa vel uppá að við séum allar alltaf jafn miklar sóðapussur og ósiðsamlegar!!! Lifi ósiðlegheit. Og áfram Inga og Sunna.
F.Y.H.
Inga Ósiðameistari

anna skvísindakona @ 18:12 |Váv, ég hélt að ég hefið sofið yfir mig & vaknað í Køben eða eikkvað því að þegar ég vaknaði í morgun, þá var sól. SÓL!! Á ÍSLANDI!! Það gera ca. 4 sólardaga á þessu ári sem er sennilega heimsmet í ömurlegu veðurfari. Ísland- bezt í heimi....

Það var líka ákveðið að blása upp afmælið hennar Mangó ennþá meira með því að halda í leiðinni opnunarteiti útaf nýja fallega blogginu okkar. Þannig að helgin framundan lítur bara vel út þrátt fyrir að vera að meztu lögð undir lestur, sérstaklega með alla nýju æðislegu geisladiskana mína. Ég veit það allavega að á laugardagskvöldið verð ég berleggjuð á háhæluðum skóm, full & ógislega mikið máluð, maður fer svo sjaldan út orðið að maður verður að gera það almennilega.

Plús Amazon fyrir að eiga alla diska í heimi & Íþróttafélagið Leiknir fyrir að vera svona svaaaaakalega lélegir í fótbolta. Þetta sýnir bara að alvöru gettónegrar eru of tøff til að spila fótbolta. Já & að sjálfsögðu fær leikfangið okkar, hann Toggi einn allsherjarrisaplús fyrir að vera fyrztur að linka á nýja bloggið okkar, þú færð koss á laugardaginn frá okkur :-) & Gummi, auðvitað hlökkum við til að sjá þig.

Mínus fær Tollstjórinn í Reykjavík, þú ert HOMMI!!!!

f.y.H.
-Anna

anna skvísindakona @ 15:49 |Fréttatilkynning

Stofnuð hefur verið ný nefnd, Siðanefnd Stálfjelagsins & eru meðlimir sjálfskipaðir Anna Lind & Raggaló. Hlutverk nefndarinnar mun vera að veita álit í siðferðismálum er koma upp innan Stálfjelagsins & að standa vörð um siðferði & hyggindi félagsmanna. Nefndin tók til starfa fimmtudaginn 5.september 2002 & var fyrzta starf hennar að skipa aðra nefnd, Ósiðanefnd Stálfjelagsins, en hana sitja Sunna & Inga Birna.

anna skvísindakona @ 14:38 |Vá hvað þetta er yndislega fallegt stelpublogg. Þýðir sko ekkert minna fyrir þessar stelpur!! Þetta geta þær- helvítis pussurnar!!! Meira að segja hellisbúinn ÉG mæti í ammælið hennar Mangó í Barbíhöllinni, og það verður ógisslega gaman, audda- gleðin er hjá okkur!! Ég vil líka nota tækifærið og óska okkur öllum til hamingju með nýja bloggið. Og ég vil einnig koma því á frmfæri að ef að Toggi hættir að reykja- þá er hann hálfviti!! Ég meina hver hættir að reykja???!!! - veistu ekki hvað það tekur langan tíma að læra að reykja eins og maður og akksjúallí finnast það gott!!! Ekki hætta!!!!! Það er svo gooooott að reykja. Pís át.
F.Y.H.
Inga

anna skvísindakona @ 12:10 |

fimmtudagur, 5. september 2002

....og næsta laugardag er bæði ammæli oooooog neyðartilfelli ....höldum uppá afmæli eðalskvísunnar Mangó ...oooog verðum að bjarga heilunum okkar frá of mikilli lærdóms-stöppun..... ójá... .....djöfull verður gaaaaaaman.. meeeen...

-Sunna

anna skvísindakona @ 18:46 |Váv, skrýtin þessi klukka hérna, maður getur bara stillt hana á 5:10 eða 7:10, hún getur aldrei verið rétt, eða 6:10 eins & hún er á Íslandi, dáldið dularfullt....

& p.s. ég fer bara út á afmælum & neyðartilfellum

-Anna

anna skvísindakona @ 18:16 |Jiiiiiiisús, þetter svo fallegt!
Mér líður bara eins & ég hafi verið að flytja úr trailer & á Holidayinn, það eru alveg pastels & allt! Ég vona bara að þó að við séum fluttar á svona fínt blogg að við þurfum ekki að fara að haga okkur eikkvað vel, þá er ég sko hætt.

Úff, sjitt ég hefði ekki átt að dissa sjúkraþjálfarann minn svona mikið, það mætti halda að hann hafi lesið þetta af því að hann var algjört pain í dag & meiddi mig geðveikt. Ef ég trasha hann meira, ætli hann snúi mig þá óvart úr hálsliðnum- ooóó.... Þannig að: Fyrirgefðu Herra Sjúkraþjálfari, jogginggallinn þinn er geðveikt fínn, passar vel við strípurnar & klossana þína ;-)

Jámms, Mangó er að verða stór núna, á eins & Raggaló sagði afmæli á laugardag & við náttla djömmum, gerum við það ekki alltaf?! En stelpur svo verð ég að hættessu, allt þetta djamm er að leggja líf mitt & háskólaferil í rúst, ég verð aldrei læknir með þessu áframhaldi. Fer núna bara út á afmælum. Bíðiði bara, þegar við verðum svona þrítugar þá eigiði eftir að þakka fyrir að ég geti reddað okkur valíum & dízum, þannig að gefiði mér smá breik núna, plís....

f.y.H
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 18:10 |búnar að breyta.. þetta er alveg geðveikt stelpublogg, jeeeee fílaða :) þó að við séum rosalegum gáfum gæddar og ekki minni fegurð.. þá gátum við þetta nú ekki hjálparlaust svo hér kemur þakkarræðan:

-sigurgeir fær þúsundþakkir fyrir að vera sannur karlmaður og bregðast snöggt við neyðarkalli !
-sigurbjörn óskar eða sibbi sæti fær ekki minni þakkir fyrir að setja bakgrunninn inn fyrir okkur og þakka svo fyrir að mega hjálpa okkur ! þú ert svo sannarlega hetja stálfjelagsins.
-hlín sýndi okkur hvernig þetta virkar allt saman og fann þetta geðveika stelpublogg og kannski á hún eftir að koma meira við sögu á þessu nýja bloggi... hver veit??!!

ástæða þess að við erum búnar að skipta um síðu er sú að blogger beilaði alveg brútallí á okkur og frysti gömlu síðuna... eða eikkva... við gátum allavega bara stundum bloggað og bara sumar....og ekki sett inn linka eða breytt bakgrunninum eða neitt!! það var náttla alveg glatað og því erum við hér komnar með nýja og fallega bloggsíðu. FLAVAHH!!!!!! gamla stöffið er samt ennþá inni á gömlu síðunni... hún er hér ef einhver þarf að fletta upp gömlum skít ;-)

mangó stálfjelagi á ammæli á laugardaginn og henni til heiðurs verður haldin ammælisveisla í barbiehöllinni... újeee, stelpurnar kunna sko að halda uppá ammæli !!! allir að senda ammæliskveðju til mangs á laugardag!!

fyrir hönd stálfjelagsins
-raggaló

ps. F.Y.H.

anna skvísindakona @ 16:50 |

miðvikudagur, 4. september 2002

víííí loksins.. nýtt blogg :) endalaus gleði.. samt eftir að breyta smá, engar áhyggjur !!

anna skvísindakona @ 19:07 |