anna skvísindakona

mánudagur, 29. september 2003

Ég fór óvart á þetta svakalega skrall á laugardagskvöldið. Eftir mjög hressandi þrítugsafmaæli hjá Vidda frænda fór ég á skrallið með Brynju & eins & alltaf þegar ég & Brynja leiðum saman hesta okkar (eða kannski hunda okkar, hehehe) þá endaði kvöldið með ósköpum. Byrjuðum á Ølstofunni þar sem við hittum hressa Svía sem gáfu okkur Cosmopolitan & héldu að þeir mættu þarmeð káfa á rassinum á okkur (sem er enn ein sönnun þess að sænskar stelpur eru lauslátar gálur). Við hittum líka James Bond, þjóninn okkar af súperleynilega jólahlaðborðsstað Stálfjelagsins & hann var hress, reyndar eikkvað smá bitur eftir síðasta jólahlaðborð ("þetta var ekki einusinni mín vakt!!")
Af Ølstofunni lá leiðin á to&tyve & þar var gott rokk í gangi, slömmuðum, döðruðum & létum bjóða okkur drykki. Þegar langt var liðið á kvöldið & klukkan alltíeinu orðin 6.30 fékk ég agalega rokkskrámu á fótinn & það blæddi svo mikið að fallegu skvísulegu skórnir mínir líta út eins & dömubindi núna. Mangs sagði mér að henni hefði líka tekist að skráma sig á þessum 5 mínútum sem hún tittaði út. Djös rokk alltaf á manni.

Þegar balliðballiðballið var búið & ég & Brynskí vorum að rúlla niður stigann, hringdi Inx & dró okkur í veislu heim til Árna (sökker).

Eftir svona gleði tók við umfangsmesta þynnka lífs míns & er ég nú komin í hóp þeirra sem hafa ælt í þynnkunni.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 17:02 |

laugardagur, 27. september 2003

það var strákur
ég er orðin ömmusystir ! mamma mín er orðin langamma og systir mín amma ! mér finnst það ekki fallegur titill en mun þó gera mitt besta til að bera hann vel !

-raggaló (gráhærð og guggin)

anna skvísindakona @ 17:39 |

föstudagur, 26. september 2003

Það er ekki hægt að neita því að það sé kominn púki í mig fyrir helgina. Eða kannski er ég komin með brókarsótt :-o

Skál dagsins- nei, skál vikunnar fær Hlynur fyrir að koma mér til bjargar þegar ég var strand i efnó. Takk snäll, þúrt æði. Næzt skal ég elda eða baka köku eða eikkvað :-)

Bitch slappið fær mammamín fyrir að reyna að tattúvera á mér augun undir miklum óhemjugangi & fúkkyrðum af minni hálfu. Það er ljótt að meiða börnin sín!! (Váv, geðveikt Jerry Springer eikkva að bitch slappa mømmu sína)

sextí fjortí
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 19:18 |Sammála öllu sem Anna segir.

Eva, Inx, Mangs, Raggaló & Sunna Hammond

anna skvísindakona @ 18:51 |

miðvikudagur, 24. september 2003

Gærdagurinn var einn allra óskvísulegasti dagur lífs míns. Ekki bara varð ég eikkvað lasinn, heldur þurfti ég að mæta með þvagsýni í skólann. & eins & það sé ekki nógu ógeðslega fram úr hófi óskvísulegt að mæta með þvagsýni, heldur þurfti ég líka að sulla eikkvað með það í efnafræði- eeeuuuw! Svo tókst mér líka að setja gaurinn við hliðina á mér í fýlu með því að kalla hann nörd. Það var nú samt kannski dáldið skvísulegt, hehehe..

Hins vegar sagði ég alveg rosaleg skvísindi, enginn í beknum virtist vita að maður getur sett í sig strípur með peroxíði (en það er bara.. eh... eitt af grundavallarlögmálum skvísinda, hello!!).

Vill einhver smita mig af heilbrigði?

-Anna

anna skvísindakona @ 13:11 |

þriðjudagur, 23. september 2003

Demitt!!

Tramp Bear
Tramp Bear


Anna

anna skvísindakona @ 15:24 |

mánudagur, 22. september 2003

Ahahaha, það var geðveikt fyndið laser atriði í Dexter... ekki séns að ég fari í vefjó!

anna skvísindakona @ 13:44 |Jahérna... ég held að botninn á helginni hafi verið þegar ég hrópaði yfir sóðalegu sturtuatriði í Bachelor: "Neih, þau eru með mop sjampó!"
Það tilkynnist því hérmeð að ég er formlega orðin ókynhneigð aftur.
Ég held samt að djúptdjúpt undir niðri leynist lítill neisti, þar sem ég fékk síðan giggles yfir auglýsingu með Íþróttaálfinum, en kannski eru það bara eftirskjálftar eftir eitt sniðugt Íþróttaálfskvöld í Christianshavn.

Ætti maður að mæta í vefjafræði, eða ætli það sé nóg að vera heima & horfa á Dexter?

Skál fyrir Sunrise flöskunni sem varpaði ljósi á skammtafræðina fyrir mig. Ég & Raggaló fáum líka skál fyrir að taka Stálverið í gegn & þrífa það, moka út skít & henda út dýrum sem voru búin að hreiðra um sig þar. Núna er Stálverið orðið alvöru skvísindasetur & ég bara bíð eftir að Nature eða Science komi í Innlit/Útlit heimsókn þangað.

Vonda veðrið fær bitch slap (ekki samt Isobel auðitað)... moðerfokkin vonda veður.

-Anna

anna skvísindakona @ 13:43 |

laugardagur, 20. september 2003

held við séum klárasta leynifélag í heimi !! ég og inga birna fáum klapp á axlirnar fyrir efnafræðiprófið og lögfræðiprófið.. við erum snillingar :-) fagnaði góðri einkunn með því að fara í kringluna og kaupa mér hlý föt svo að ég frjósi ekki til dauða þegar ég er á leiðinni í skólann klukkan alltof snemma á morgnana. Stormurinn þessa helgina finnst mér samt fyrirgefanlegur fyrst hann ( hmmm eða hún ) heitir Isobel :-)

skál fyrir hlyni og vini hans sem ætla að fara til køben sömu helgi og ég :-) verst hvað er ógisla langt þangað til !

-raggaló

anna skvísindakona @ 14:42 |

laugardagur, 13. september 2003

Er það geðveiki að athuga hvort það liggi einhver afturí bílnum manns áður en maður sest upp í hann ?

-raggaló

anna skvísindakona @ 13:49 |

fimmtudagur, 11. september 2003

Ég er núna að læra um framhandleggsbeinin:

Radius (Kasper):
"Kröftugri endinn snýr niður........ Skarpasta brún beinsins liggur ulnart- miðlægt."*
& Ulna (Martin):
"Beinið liggur lóðrétt, stærri endi þess snýr upp....Skarpasta brún skaftsins snýr radialt- hliðlægt"*

Merkilegt hvað maður anatómía getur verið skemmtileg ef maður sér hana í réttu ljósi.

Saga dagsins úr læknó:
Ég var í verklegum í anatómíu í gær & við vorum með axlir & handlegg af líki & ég fór eikkvað að plokka eikkvað kusk & hár af því & sagðist aðeins vera að snyrta hann til (þetta var lík af karlmanni). Þá sagði einn strákur: "Já, hann hefði viljað það"

Skál fyrir íbúfeni

-Anna Lind (.blogspot)

*Heimild: Ella Kolbrún Kristinsdóttir. Líffærafræði I, bein útlima & bols. Háskóli Íslands, 2003.

anna skvísindakona @ 19:03 |

miðvikudagur, 10. september 2003

Hva...? Ekkert að ske?

Well, ef menn vilja að þessi fallega skvísulega síða breytist í eikkvað nørdablogg & søgur dagsins, þá er það ekkert mál mín vegna. Ef ekki, þá mæli ég meððí að fleiri en ég leggi orð í belg.

Ég & Raggaló erum búnar að vera heví duglegar að læra. Það er fínt að hafa skvísindamann til að læra með, ég náði til dæmis í dag að læra úlnliðsbeinin utanað með því að skíra þau eftir gaurum sem Raggaló er búin að negla. Við erum líka að vinna í því að breyta SI kerfinu til hins betra fyrir vísindaheiminn, enda eru einingarnar sem notaðar eru í dag bara ætlaðar smásálum.

& þar sem ég á ekket líf þessa dagana að undanskildum töfrum vísindanna, þá er ég meira að segja að spá í að kikka inn lið sem við skulum kalla sögu dagsins úr læknó, ahaha, það bara gerizt ekki nørdalegra :-)

Saga dagsins úr læknó:
Ég var í verklegum í efnafræði í dag & það var sagt að það væri bannað að borða í stofunni en það var ekkert sagt um að það mætti ekki reykja.
þøgn
þøgnþøgn(Haha, váv, hefur einhver einhvern tímann sagt eins mikla sögu dagsins EVER?)

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 01:53 |

laugardagur, 6. september 2003

Veiiii! Skál fyrir Agli. Einn þokkalega búinn að tryggja sér framúrskarandi þjónustu á slysó í framtíðinni.

& af því að hann var fyrztur til að taka við sér & leggja inná mig, þá skal ég kikka inn smá strokum á lærin næzt þegar eikkvað springur framaníðig.

-Anna

anna skvísindakona @ 21:34 |

föstudagur, 5. september 2003

Ég & Raggaló fórum í nudd í kínó í gær. Ég held bara að ég hafi orðið háð því að láta káfa á mér í Danmørku & mér er orðið skítsama hvort gorgeous Dressman auglýsing eða skítugur innflytjandi geri það. Þetta þarf bara að vera gert.

& svo er ég að fara í einhverja gleði á vegum læknó í kvöld. Ég held að þetta sé bara spurning um að mæta í skvísubúning & blikka eldri nemana til að geta runkað glósur eða eikkvað annað gagnlegt útúr þeim seinna, híhíhí...

P.s. Íslenski telefónninn minn er kominn aftur í gagnið, 6997471 (99,90 mínútan)

-Anna

anna skvísindakona @ 16:22 |

miðvikudagur, 3. september 2003

Híhíhí, ég var í verklegri anatómíu í morgun. Það var gaman, sérstaklega í ljósi þess að tíminn gekk útá að við áttum að káfa hvort á öðru. Ég er semsagt hætt að vera með cold feet í sambandi við læknó, káf & soleis er alveg my cup of tea, greinilega á réttri hillu núna. Mjög gott.

Það var fundur í Stálverinu í gær, fyrzt var dansflokkurinn Cosmo með fund (nýtt projekt í vinnslu, auglýst síðar) & svo mætti leynimálanefndin með top secret info af mjög leynilegum leynifundi, síðast formaðurinn & þá var fullskipað Stálfjelag. Mörg mikilvæg mál á dagskrá & afgreiddum við vandamál þróunarlandanna, fundum lækningu við krabbameini & worldpís. Mikilvægasta málið á dagskrá var samt rauðvínsflaskan sem var afgreidd mjög snyrtilega. Stelpurnar ákváðu líka að leggja reglulega inná reikninginn minn & hvet ég sem flesta til að gera það... muniði bara hver verður uppá slysó þegar þig lendið í einhverju óhappi.

-Anna Lind, reikningsnúmer 0303-26-001979

anna skvísindakona @ 15:59 |