anna skvísindakona

þriðjudagur, 30. desember 2003

Jisús hvað ég er geðvond! Ég er búin að vera að hrella Breiðholtið með geðvonsku undanfarna daga. Af hverju? Af því að ÞESSIR AUMINGJAR EIGA ÞAÐ FOKKING SKILIÐ!! Þannig að þeim sem vilja forðast að lenda í óveðursskýinu & mannfyrirlitningurnni sem umlykur mig er ráðlagt að halda sig fjarri.

>:-(
-Anna

anna skvísindakona @ 18:41 |

föstudagur, 26. desember 2003

Ævintýrið nær hámarki

Jesus minn ég fór á Lord af the Ring og það var geðveiki!
Þá meina ég að sitja svona LENGI, ég var að brjálast. Þetta var VIP sýning (í boði Bigga) og það var gefins snakk svo að það glamraði í öllum salnum því að ALLIR voru að borða þetta helvíti.Ekki nóg með það heldur var heilt sambýli sem að sat fyrir ofan okkur með miðan utanum hálsin!
Ég svaf smá sem er samt framför miðað við fyrri myndirnar....

E

anna skvísindakona @ 19:33 |Veit einkur klukkan hvað er mæting á jólaball Sambandsins í kvella?

anna skvísindakona @ 17:56 |

miðvikudagur, 24. desember 2003

Stálfjelagið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla & farsældar á komandi ári.


..... á maður að fara í jólaköttinn?

anna skvísindakona @ 15:06 |

þriðjudagur, 23. desember 2003

inx, þú ert músin mín

-leyni

anna skvísindakona @ 05:51 |

föstudagur, 19. desember 2003

Já já, fyrst ég er sú eina að blogga hérna þessa dagana best að halda áfram bara- hef svosem ekkert betra að gera i vinnunni,hehe- nema pabbi skammaði mig í morgun útaf því að ég mætti aðeins og seint, gat nú alls ekki sagt honum hvers vegna ég mætti svona seint,hehehe...... *roðn*
En allavega, þá vildi ég bara minnast á greinina/söguna hans Togga, vins "The Relationship". Þetta er alveg magnað hjá honum og vekur mann til umhugsunar, það hefðu allir gott af því að lesa hana. Getið séð hana ef þið linkið á gummajóh, en við erum einmitt EKKI með link á Togga því hann er ekki með link á okkur. Stór-Uppi (Big-up) Þorgrímur, massa góður skítur (good-shit)!!

ORÐ


-Inx

anna skvísindakona @ 11:39 |Mikið rosalega var gaman á jólahlaðborði Stálsins á miðvikudaginn!! Og svakalega vorum við bjútífúl e-ð!! Ætli Peroxíð-sílíkon-strippara-mellunni hafi fundist það líka??? Pottþétt ekki,hahahaha! Djöfull var hún ógeðsleg, er ennþá með stjörnur í augunum eftir flassið á helv.. myndavélinni þeirra- samt sneri ég baki í þau!!!
Það ættu að vera e-r lög um að það megi ekki endalaust taka myndir af ógeðisfólki!! Án gríns....
En já, árið 2004 verður "Ár Rokksins" .... hvað gæti verið betra þema fyrir svona Rokkdruzlur eins og okkur?? Það er gott rokk í því!!
Elsku leynivinurinn minn- eigðu yndislegan dag, þú ert fallegust í Stálfélaginu(fyrir utan mig) þúrt bezt... ;)

Skál dagsins- fær klárlega hann Mummi- því hann eldaði handa mér rjúpur í gær ;) bjútífúl
Bitch Slap- gaurinn sem fann upp vekjaraklukkuna!!! ÓÞOLANDI!!! aarrrrggggggg........


Rokk&Jól

Friður út
-Inx

anna skvísindakona @ 11:24 |

miðvikudagur, 17. desember 2003

ÍÍÍÍÍHAAAAA!!!!
JEEEEEEEZ- þá er ég loksins búin í prófunum, það er eins gott líka að ég nái þessu helvítis prófi- annars brenna nú e-r hús til kaldra kola- HA, BJARNI FRÍMANN!!!!!!!.........
Allavega- hlakka ógó til árlegs jólahlaðborðs Stálsins á há-leynilegum stað hér í bæ...
Þar verður allt Stálið- bjútífúl eins og vanalega!!! ORÐ!

Skál fyrir mér útafþví að ég er búin í prófum....
ekkert bitch-slap í dag þvi eg er svo glöööööööð!!!!!!

Friður út..
-Inx

anna skvísindakona @ 17:42 |

laugardagur, 13. desember 2003

vííííííííí... ég er búin í prófum :-) kláraði á hádegi í dag. ég var nú ekkert sérstaklega hress með það að taka síðasta prófið á laugardegi klukkan HÁLFNÍU en mætti þó og tók það og skeit svo svaðalega á mig á þessu prófi að ég fór í bæinn með Evu og byrjaði að eyða öllum peningunum sem ég er að fara vinna mér inn eftir áramót.
Eftirfarandi hlutir voru keyptir í dag, fyrsta af mörgum eyðsludögum mánaðarins:
*augnhárabrettari sem gengur fyrir batteríi (óóóógisla sniðugt!)
*sparibuxur (svona til skiptana vegna gríðarlegs sósíalálags á komandi vikum)
*nýtt veski með svona einsogeins spennum.. þið vitið náttla ekki hvað það þýðir en treystið mér, hún er mjööög flott
*nýja eyrnalokka (langaði í tvenna en ákvað að gera þetta með jöfnum stíganda, fyrst eina svo tvenna svo þrenna.. o.s.frv.)
*fallegt blóm svona til að verða soldið overdressed öðru hvoru

gaman að svona upphitunardögum ;-)

hilsen
-raggaló

anna skvísindakona @ 20:37 |

föstudagur, 12. desember 2003

Dóra systir er snillingur:

Anna: Hvaða maskara á ég að kaupamér?
Dóra: Aqualash, hann þolir grenjara eins & okkur & hann klessist ekki
Anna: ok, setjum sem svo að maður myndi sofna einhversstaðar útí bæ & láta geðveikt illa í svefni (hún er sko litla systir mín), myndi maður vakna eins og Marylin Manson?
Dóra: Nei, maður myndi bara vakna eins & Marylin........ Monroe.

Getraun dagsins:
"Being a rebel is fine, but you go all the way to being brutal"
Hvaða lag er ég?
Hah, svaraðu þessu, þaddna Bjarki!

-Anna skvísindakona (& róni & dræsa eftir 4 daga)

anna skvísindakona @ 15:53 |

fimmtudagur, 11. desember 2003

Jæja, þá er enn einn vibbinn frá & bara einn eftir. Held nú að ég hafi alveg tæklað þetta próf í morgun, enda í dræsulegustu nærfötunum mínum (sem er partur af próftaktíkinni, kloflausar næbbur virka samt ekki í svona tilfellum- af augljósum ástæðum).

Skál fyrir öllum sem ætla á wresgetið memmér á þriðjudaginn. & jólasveinninn sem ætlar að gefa mér í skóinn í kvöld.
Allir sem eru búnir í prófum fá bitch slap frá mér... fávitar!

5. dagar....
-Anna Lind

anna skvísindakona @ 12:53 |

miðvikudagur, 10. desember 2003

Dsjí.... Að frátalinni eðlisfræði, að þrífa gaseldavélar & söngkonunni Dido held ég bara að lífræn efnafræði sé það allra leiðinlegasta í heiminum. Ég er einmitt búin fá toppnóg af þessu ógeði & er farin að finna mér allt annað að gera en að læra. T.d. er ég á 2 dögum búin að:
* Þrífa ísskápinn, ofninn & vaskinn í Stálverinu
* Þvo öll fötin mín (sum tvisvar í röð)
* Endurinnrétta allt Stálverið í huganum
* Þrífa & taka svo vel til í herberginu mínu að það lítur út eins & herbergi á Hilton
* Finna út hvernig á að gera fastafléttu (það þarf nú engan rocket scientist til að fatta hvernig það er gert)
* Læra á b&o græjurnar (það er afturámóti dáldið tricky)
* Vaska upp 100.000.000sinnum
* Gera spa & manicure
Bara tæp vika eftir & svo er ég farin á skrall, wúhú!

-Anna Lind

P.s. Sigmundur Ernir, Maður á mann hljómar eins& gay porn!

anna skvísindakona @ 15:40 |

þriðjudagur, 9. desember 2003

Bara eitt próf eftir og þá er þetta búið...
Búið er að fá Vídalín til þess að halda veisluna, já það var ekkert annað í boði svo að ég er bara hæst ánægð með þetta :-)

Þeir sem hafa ekki fengið boðskort en telja sig samt að eiga koma, sendið mér póst
mottaka@badhusid.is
Já ég er gullfiskur ég man ekkert....svo að það er best að þið sjáið um þetta sjálf elskurnar mínar
E

anna skvísindakona @ 11:54 |

laugardagur, 6. desember 2003

Æææææ.....

Fréttir utan úr heimi benda til þess að Calvin Klein sé að loka maskarafabrikkunni sinni. Þetta frétti ég á sama tíma & góðu fallegu ballettskórnir mínir, sem ég elska svo mikið, eru að gefa upp öndina. Þetta endar með því að ég leggst í rúmið...

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 17:50 |

miðvikudagur, 3. desember 2003

Tilkynningtilkynning

Allir sem eru ekki með link á okkur á síðunni sinni missa linkinn sinn af síðunni okkar. Aðgerð þessi tekur gildi mánudaginn nk.

-Nefndin

anna skvísindakona @ 12:51 |

mánudagur, 1. desember 2003

HÓ-HÓ-HÓ-HÓTEL!!!!!
Vá- ég vil nú bara fyrir hönd mína og Zun, þakka Her-Birgi og Mumma kærlega fyrir að bjóða okkur með sér á Jólahlaðborðið hjá Ölgerðinni á laugardagskvöldið!!
Það var ógisslega gaman- takk strákar :)
Hafði mjög gaman af "sögunni" hans Bigga, finnst alltaf skemmtilegt þegar fólk stendur upp fyrir framan ca.200 manns og talar um mig!!

Skál í botn; fær klárlega hún ADDÚ hjá Ölgerðinni, einfaldlega vegna þess að hún er algjör snillingur!!!
Bitch-Slap dagsins; fær kallinn hennar Brynju hjá Ölgerðinni, af því að Mummi þolir hann ekki :(

Pís át
-Inx

anna skvísindakona @ 10:08 |Ooooo... Það er svo leiðilegt að vera nørd & vera með læraheima á heilanum & gera aldrei neitt skemmtilegt & það er frost & snjór & yfirdrátturinn er farinn að bíta mann.

Ég man í sumar þegar mesti bömmer í heimi var ef maður vaknaði einkustaðar með maskaraklessur útum allt & var ekki með augnfarðahreinsi með sér.
Þá var gaman. Í gamla daga.

-Anna Lind- the human calculator

anna skvísindakona @ 03:28 |