anna skvísindakona

mánudagur, 27. desember 2004

Þessi jól eru búin að vera eikkvað alveg frábær: Góður matur, popppunktsspil, leynigestur, múúmííndrollen & fulltfulltfullt af maskara. Það lítur út fyrir að ég komist yfir að klára úr öllum maskarahylkjunum sem ég á, í byrjun árs 2005. Mjög spennó þar sem jólaníllinn gaf mér maskara í skóinn. Því ættu niðurstöður maskaraskvísindarannsóknarinnar að liggja fyrir ca. í marz 2005. Allt mjög spennó. Þannig að í heildina held ég bara að ég gefi þessum jólum **** af *****. Mínusstig fyrir að fá ekki helgi milli jóla & nýárs & kuldann.

Annars fór ég á skrallið í gær & hitti Jeff á ellefunni. Hann var geðveik stjarna & þóttist ekki þekkja okkur Þórunni en ég held að hann hafi bara verið að þykjast af því að svo elti hann okkur allt kvöldið. Ég verð eiginlega að gangast við því líka að hafa á einu mómenti orðið geðveik celeb-sleikja, en það var þegar ég sá athyglissjúka gaurinn úr Bachelorette & fékk eiginhandaráritun frá honum- frekar ósmart, ætlaði aldrei að ná henni af mér síðan!
Ég verð eiginlega að mótmæla þessari loka-kl-þrjú-reglu á jólunum. Hún olli því að við þurftum annaðhvort að enda gleðina í kókaíneftirpartýi hjá úllíngum eða á ákveðnum hryllíngsskemmtistað hér í borg. Við völdum hryllíngsskemmtistaðinn & það kom mér á óvart að sjá marga sem ég þekki þar. Ég ætla rétt að vona að það fólk hafi verið þarna af illri nauðsyn eins & ég frekar en að það sé þarna að staðaldri.

-Anna

anna skvísindakona @ 16:20 |

þriðjudagur, 14. desember 2004

Fyrzt það eru til rúnkdúkkur sem líta út eins & kona sem gerir svona
:-O
af hverju ætli það séu ekki til svona dúkkur sem er karl sem gerir svona
:-Þ

-Anna skvísindakona

anna skvísindakona @ 19:28 |

þriðjudagur, 7. desember 2004

Ómæword, Friis & co. var að opna búð niðrá Laugavegi. Hvenær byrjar nýtt visatímabil, ég er svo spennt að ég er að fríka út!

Skál fyrir Ellunni, hún er orðin stúdent stelpan :-)

-Anna

anna skvísindakona @ 20:02 |

mánudagur, 6. desember 2004

Djöfull er ég óhóhóhógeðslega léleg í borðfótbolta!

Við hittum Jeff aftur um helgina & ég fékk heiðurinn að vera partnerinn hans í borðfótbolta. Lænöppið var ég & Jeff á móti Þórunni & félaga hans Jeff. Ég stóð sem betur fer við hliðina á Jeff þannig að kyntöfrar hans bitu ekki á mig. Þórunn greyið þurfti að standa á móti honum & missti einbeitninguna & var meirað segja frá keppni um hríð þegar hann fór úr að ofan, slíkur var sjarminn. Við vorum ósigrandi & rústuðum Þórunni & vini hans Jeff & allir við borðið voru frekar sammála um að þetta hefði verið rúst. Svo þegar ég talaði við Mangó í gær (sem var edrú á lau.) þá sagði hún mér að Þórunn & partnerinn hefðu rústað okkur Jeff. Ég er ansi hrædd um að hann Jeff hafi aftur slegið ryki í augun á okkur.

En það fyndna var að þrisvar á tímabilinu laugardagskvöld- sunnudagsmorgun nálguðust mig þrír menn sem höfðu orð á því að ég & Þórunn værum svakagóðar í borðfótbolta.
Sem hlýtur að þýða að eitthvað að þessu karisma hans Jeff virðist hafa klínst á mig þegar ég purraði á honum magann í einhverri sigurvímunni, haha, klapp á öxlina fyrir það!

Skál í botn fyrir Mangómangómangó af því að hún bjargaði laugardagskvöldinu með tissjútrixinu. Þvílík ógurleg fashionista getur þessi stelpa verið!

-Anna Lind

P.s. Ef einhvern langar í hillu eða kommóðu þá á ég soleis dót gefins, plís losiði mig við þetta.

anna skvísindakona @ 21:25 |