anna skvísindakona

mánudagur, 31. janúar 2005

Pælið í því að Bragi bróðir (12) kann á gítar & Neini bróðir (12) kann á trommur & ég kann á bassa.

VIÐ GÆTUM VERIÐ EINS & HANSON!

-Anna

anna skvísindakona @ 15:57 |

fimmtudagur, 27. janúar 2005

Æji æji. Ég er ekki að meika það að hún Dóra mín sé farin til Oxford. Hún er svo lííííítiiiiil! En ég hef þá allavega nógan tíma til að passa að ég verði brúnni en hún þegar hún kemur heim.

Dóra sagði mér svo brillíant sögu í gærkvöldi þegar hún var að pakka:

Vinkona hennar á hamstrasystkini & þau eignuðust 2 unga saman. Ekki nóg með sifjaspellið, heldur borðaði pabbinn/bróðirinn annan ungann, sem er örugglega einhvers konar sifjaspell líka. Þegar stelpan sá að annar unginn var horfinn & fattaði að pabbinn hafði borðað hann varð hún geðveikt reið & öskraði á hann (hamsturinn!):
"HVAR ERU BEEEIIIINIIIIN?!"

Svo sagði Andrea mér aðra fyndna hamstrasögu: Vinkona hennar átti kvenhamstur sem reyndi að borða ungann sinn en í miðju kafi kafnaði hún & fannst dauð með rassinn á unganum standandi útum kjaftinn.
Pæliðí djóki: "Ái mamma, hættuhættu!"

-Anna Lindanna skvísindakona @ 01:04 |

föstudagur, 21. janúar 2005

Sælinú og gleðilegan flöskudag :)

Innflutningspartý Sunnfríðar og Aðalberts verður haldið hátíðlegt í kveld. Ætli Nesið verði ekki rjúkandi rústir á morgun.. múwhahahaha..
Þægilegt að búa svona við sjóinn ..sópa bara öllu ruslinu á haf út á morgun !

Vonast til að sjá ykkur allar sem eina.. my girlies..
(veit að þú ert að fara í bústað Inga mín.. þú ert löglega afsökuð)

Seacrest - out (...of the closet please)
S.B.B.


anna skvísindakona @ 16:10 |

mánudagur, 17. janúar 2005

Gvuð, ég held að George & Ringo gætu verið að minnka!! Ég komst allavega ekki framfyrir á laugardagskvöldið. Þvílíkur hryllíngur, ég er ekki tilbúin fyrir svona.

Skvísindi dagsins: Ef manni finnst vont að plokka á sér augabrúnirnar, þá er sniðugt að setja bonjela gel á svæðið sem á að plokka. Passa bara að setja það ekki of nálægt augunum sjálfum.

Skál fyrir ágætis dreifurunum á nauðgarabílnum sem björguðu mér & Þórunni (nei, ekki með því að nauðga okkur, enga vitleysu). & 22 fyrir að vera komnir með fótboltaborð. & Írisi fyrir að eiga s&tc á dvd. Ég á 4 þætti eftir & svo get ég snúið mér aftur að mínu eigin lífi.

Bitch Slap fær djövusis skítabykkjan sem ætlaði að troða sér fram fyrir okkur í röð. Hún komst að sjálfsögðu ekki upp með það. Hún verður skotin í byltingunni.

-Anna skvísindakona
anna skvísindakona @ 15:45 |

föstudagur, 7. janúar 2005

Góði Guð!

Þegar ég er búin í prófunum, viltu þá senda hitabylgju & danskt herskip, fullt af hressum gæjum til Íslands?
Amen

-Anna

anna skvísindakona @ 20:32 |!!!!!HER-BIGGI ER ORÐINN PABBI!!!!!!!
Hann og Katrín eignuðust hrikalega sæta prinsessu 5.jan. Hún er alltof sæt og mikil pressa á mig og Mumma að koma líka með kríli því við getum víst ennþá náð þeim á sama ári ;) En þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að skassið fjölgi sér í bráð...ehheehehhe En það klingdi víst meira í pungnum á manninum mínum heldur en nokkurn tímann mér- held að eistun á honum hafi sprungið!!
En Stálið óskar Bigga og Kötu innilega til hamingju með Lilluna sína. Miklar vangaveltur eru sprottnar upp um nafn stúlkunnar og eftir mikla íhugun þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þessi eru líklegust;
Inga Birna
Birna Inga
Inga
Birna
Inga Guðmunda
Guðmunda Birna
Inga Mummasína
Jæja, gleðilegt sítt hár öllsömul og hafið það gott
Inx

anna skvísindakona @ 07:59 |