anna skvísindakona

laugardagur, 31. desember 2005

Ósköp eru nú jólin skemmtileg alltaf. Auk þess að éta feiknin öll af rjóma & fá pakka, þá held ég að ég hafi aldrei verið jafn vel haldin af bjór & gleðskap. Stefnan var að fara á skallann alla oddatöludaga í jólafríinu (17. des, 19. des & s. frv.), missti reyndar aðeins úr, en náði að vinna það upp síðustu dagana í mánuðinum.
Nú er spennandi að sjá hvort jólin fari ekki bara að nálgast páskana á fjörmælikvarða.

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 18:48 |

fimmtudagur, 15. desember 2005

Sá sem fann upp eyrað hefur verið algjör snillingur. Sá sem fattaði upp augað var hins vegar ekkert nema fáviti.

2 daga í viðbót & svo tekur við saurlifnaður. Ég getiggi beðið. Getiggigetiggigetiggi beeeeeeeeeðiiiiiiiiið. Sjísús

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 00:21 |

sunnudagur, 4. desember 2005

Ef maður endurraðar stöfunum í Elvis, þá fær maður út "lives".

Ef maður endurraðar stöfunum í Paul, þá fær maður út "ulpa"

Sérstakt ha?

-Anna Lind

anna skvísindakona @ 21:54 |