anna skvísindakona | |
föstudagur, 28. apríl 2006
Skrýtið...... Sexfaldur óskarsverðlaunahafi er good thing en sexfaldur ónæmisfræðitími er það ekki.
miðvikudagur, 26. apríl 2006
Ég held að sá eini rétti gæti mögulega verið fundinn. Þetter sönn ást. Fuck Marbert.
þriðjudagur, 25. apríl 2006
Váv, þessir alveg að finna upp hjólið. Hins vegar voru einhverjir snillar sem fundu upp maskarapolymerur. Nóbelsmaterial hreinlega. Stundum líður mér eins & ég sé eina manneskjan í heiminum sem finnst að Joanna Newsom hljómi eins & hún sé helvítis misþroska.
mánudagur, 24. apríl 2006
Eins dugleg & ég ætlaði að vera að lesa um helgina (& var það svosem alveg smá), þá hef ég ljótan grun um að Þórunn hafi laumað bjór oní mig á laugardagskvöldið. Allavega hætti ég alltíeinu að lesa & setti á mig eyeliner. Svo fór ég á barina & dansaði smá. Það sem samt helst styður grun minn er að mér fannst einkennilega gaman að láta rífa í hnakkadrambið á mér & draga mig eins óþekkan krakka upp (eða kannski niður) Laugaveginn & svo inn á Grand Rokk þar sem ég var húðskömmuð fyrir að hafa sagt eikkvað heimskulegt. Kannski var það eikkvað Freudískt. Annað sem bendir til að mér hafi verði byrluð ólyfjan er að ég & Þórunn fórum í gamnislag á dansgólfinu á 11 & þegar ég kom heim fannst mér alveg óvenju sensational að þvo mér í framan með sjóðandi heitu vatni & fara í fótabað. Mjög vafasamt alltsaman. Maður bara spyr sig; má maður læra í friði? Er óhætt að búa með svona skaðræðiskvendi sem dröggar mann þegar maður er að reyna að læra?
laugardagur, 22. apríl 2006
Lúxusvandamálin eru alveg að gera útaf við mig þessa dagana. Lúxusvandamál #1: Íbúðin mín er svo stór að stundum heyri ég ekki í símanum þegar hann er inní herbergi & ég er inni í stofu. Lúxusvandamál #2: Ég veit ekki hvernig ég á að raða snyrtivörunum mínum af því að þær komast ekki allar í baðskápinn. Lúxusvandamál #3: Ég er smá hrædd um að stelpurnar á hæðinni fyrir neðan hati mig & Þórunni af því að við erum meiri skvísur en þær. Lúxusvandamál #4: Nýji kjóllinn minn er svo þröngur yfir brjóstin að efsta talan hneppist alltaf frá. Er hægt að laga svona eða þarf ég að fara heim með einhvern gæja í hvert skipti sem ég ætla að nota þennan kjól?
föstudagur, 21. apríl 2006
Þetta fræðilegaðferðstöff er alveg að drepa mig. Ég er á bullshitfyrirlestri um þýði & úrtak & stemningin hérna inni er eins & í súru eftirpartýi. Mig langar í bjór. Skvísindakonan mælir með: * Bjór * Ónæmisfræði * Backamon * Pizzu með bearnisesósu * Bjór
þriðjudagur, 4. apríl 2006
Kemur George Ringo Hauksson í heiminn í dag?
mánudagur, 3. apríl 2006
Ég vaknaði í gærmorgun í ókunnugu herbergi. Ég greip fötin mín í örvæntingu ætlaði að laumast sem hraðast & hljóðlátast út þegar ég fattaði að ég var flutt, herbergið sem ég var stödd í var mitt & draslið sem einkennir gauraherbergi var stelpudótið mitt raðað í strákalænöpp- semsagt hrúgur útum allt. Þannig er allt umhorfs heima hjá mér núna. Með málningu & þrifum held ég samt að þessi íbúð geti mögulega orðið jafn glamorous & Þórsgatan. Ég á nú samt eftir að sakna Þórsgötunnar. Ég á líka eftir að sakna dagfarsprúða mannsins á móti sem að lokum sýndi sitt rétta andlit, hornbaðkarsins, morðönnulindarfataskápsins, Odds, spoonsunnudaga, bakarísins á leiðinni heim af djamminu, gæjans í næstu götu sem alltaf stóð til að táldraga, hitaherbergisins & stofugættarinnar sem passaði að feitt fólk kæmist ekki inn til mín. Hins vegar á ég ekki eftir að sakna umvöndunar-postits-skilaboðanna frá Hörpu á efri hæðinni & skelfilegu Torremolinosflísanna í eldhúsinu. Verandi nýkomin með uppþvottavél sakna ég þess heldur ekki að vaska upp. Skál fyrir þeim sem hjálpuðu okkur að flytja, jafnvel er spurning um að skála við þá um helgina?
|
|
|