anna skvísindakona

þriðjudagur, 27. júní 2006

Hvað þýðir að sjá uglu á Jónsmessu?

Þegar lífið er ömurlegt & fjármagn af skornum skammti, er ekki hægt að grípa í gömlu góðu retail þerapíuna. En það má vera creatívur & fá sín kick útúr að stela mublum & djamma á vafasömum leynimálastöðum með vinum sínum & Kiefer Sutherland.
Kiefer leist samt ekkert alltof vel á nýju eldhússtólana mína. En hann verður bara að eiga það við Guðjón Samúelsson, hahaha.... Annars hljóta að vera til einhverjar glaðlegar pillur við kleptomaníu.

Nú bíð ég bara spennt eftir að Magni í ámótisól & Heather Locklear byrji saman.

Skál fyrir Mangó minni sem gaf mér pakka áðan.
Je.
Töff.

anna skvísindakona @ 01:03 |

föstudagur, 16. júní 2006

Eru ekki allir heilbrigðisstarfsmenn meðlimir í BDSM....... nei ég meinti BSRB?

anna skvísindakona @ 16:45 |

föstudagur, 9. júní 2006

Ó boy, ógurlegt popplag hefur tekið sér bólfestu í mér. Ég enda örugglega á því að skera mig. Eða stroka mig út.

Skvísindi: Augnsnyrtivörur eins & augnkrem & augnfarðahreinsir eiga að vera isotonísk. Annað er bara rugl. Ég veit ekki til þess að rauð augu hafi nokkurn tímann gert neinn fallegan.

Það er föstudagur, ég er farin á barinn.
Supergrass fokkíngs rokka. Belle eru næst...

P.s. Ég fann annan kjól í Mondo & hann er gull. Ég á engan gullkjól. Ekki ennþá allavega.

anna skvísindakona @ 20:56 |

föstudagur, 2. júní 2006

Mér finnst ekkert jafn töff & að eiga sama hverfispöbb & Lalli Johns. Nema kannski að Helgi sem er alltaf að ríða mömmusinni & einhver ógeðslegur heróíntrúbador deili þessum sama hverfispöbb.

Ég er búin að vera pínku full alla daga síðan prófin kláruðust- hell, ég er búin að vera pínku full síðan...... tjah, ég bara man ekki síðan hvenær. Til að bæta úr því, þá ætla ég að vera rosalega full um helgina & svo ekkert í kannski svona tvo daga.

& til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er lauslæti ekki andstæðan við vandlæti. Það er hægt að vera bæði. Sérstaklega þegar maður er glæsipía eins & ég.

& kjóllinn er ekki svona ógeðslega lilla. Hann er svona fallega antique lilla. Jafnvel útí pale. Enga vitleysu, ha!

anna skvísindakona @ 00:28 |