anna skvísindakona

miðvikudagur, 30. ágúst 2006

Frábært, great!
Þessi veirufræði er greinilega ekkert fyrir mig. Nýjasta hræðslan mín er zombiemutants. Núna get ég semsagt bara kysst bless þá tilhugsun að fara niðrí þvottahús á kvöldin.

Skvísindi: Appelsínubörkur er sniðug græja í manicure. Maður nuddar berkinum yfir nöglina eins & buffer. Í berkinum eru einhverjar fínar olíur & stöff, m.a. andoxunarefni. Að sjálfsögðu borðar maður kjötið af appelsínunni um leið, það er svo hollt (passa samt að borða ekki of mikið svo að maður drepist ekki, you know). Einhversstaðar las ég líka um konu sem þurrkar af stofublómum með bananahýði. Þá fer rykið af þeim & laufin fá næringu úr bananahýðinu. Glúrið!

anna skvísindakona @ 11:21 |

sunnudagur, 20. ágúst 2006

Ég er alltaf að kunna betur & betur við mig á Hverfisgötunni. Ef látið er liggja milli hluta að félagsskapurinn sem ég & Þórunn sækjum í er að verða ansi vafasamur, þá er íbúðin okkar glæsifín svona hvítmáluð, nágrannarnir lovely & mjög stutt á barina. Þess vegna hélt ég að ég bara gæti ekki beðið um meira, en þegar ég var að labba heim úr vinnunni á föstudagsnóttina greip eitt athygli mína: Hárgreiðslustofan á neðstu hæðinni í húsinu okkar selur Aveda snyrtivörur! Hvað meira getur stelpa eins & ég beðið um?!

Diss vikunnar að þessu sinni fellur eins & svo oft áður í hlut hálfvitaskríbentanna á Birtu sem tala nú um að nýjasti sjúkdómurinn sem er að hrella tölvuheiminn sé s.k. carpal-tunnel-einkenni (carpal-tunnel-syndrome). Ef þeir væru ekki svona heimskir, þá vissu þeir að carpal-tunnel-syndrome er á íslensku sinaskeiðabólga sem allir þekkja & er eldri en elstu menn muna.
Fávitar!

anna skvísindakona @ 16:49 |

föstudagur, 18. ágúst 2006

Ef ég eignast einhvern tímann krakka, þá ætla ég að skíra hann Baltasar Lego & taka hann alltaf með á djammið. Svo að ég komist framfyrir.

anna skvísindakona @ 13:18 |

föstudagur, 11. ágúst 2006

Finnst engum öðrum það eftirtektarvert að Dana Andrews sem var rekin úr Rockstar í síðustu viku & Sidney Andrews í Melrose Place líta nákvæmlega eins út? Eða að Dave Navarro & Jafar líta nákvæmlega eins út.

Skvísindi: Ef maður borðar of mikið af ávöxtum, þá getur maður dáið úr harðsperrum. Satt!

P.s. Væri ekki sniðugt ef klámsíður fengju endinguna .cum til að aðgreina þær frá öðrum síðum?

anna skvísindakona @ 15:15 |

þriðjudagur, 1. ágúst 2006

Belle&Sebastian virðast hafa dregið einhvern áfengisdjöful með sér til Íslands. Allavega átti ég ansi hrottalega helgi, en einhvern veginn virðist ég alltaf fá bestu hugmyndirnar í áfengis/þynnkumóðu. & mér finnst þær ennþá góðar jafnvel þegar hver einasta etanólsameind er gufuð upp úr líkamanum á mér. Í brennivínsþokunni núna um helgina ákvað ég að eiga mjög sorglegt varasalvamóment, vera fremst á tónleikunum, fara í skrúðgöngu á karókíbar, láta rokkhund í leðurbuxum gabba mig heim með sér & nota hryllilega ættargripsfarganið sem fylgdi með íbúðinni sem skóhillu. Ég hef sagt það áður: Síðasta helgin fyrir próf er alltaf sweet. Ef ég drekk meira þá fatta ég kannski uppá einhverju sniðugu til að gera við þessi sumarpróf.

Skvísindi: Listamenn eru out. Vísindamenn eru The New Black.

anna skvísindakona @ 23:42 |