anna skvísindakona

föstudagur, 22. september 2006

Orðbragðskeppnin stendur fram á sunnudag. Mér sýnist Sindri Eldon ætla að hafa þetta. Það er samt aldrei að vita nema einhver sigli framúr honum. Ég held reyndar að ég myndi ekki þora að toppa hann, hann tryllist örugglega.

Skvísindakonan mælir með:
* Sýningu Andrésar Kolbeinssonar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Stendur fram á sunnudag- eins & orðbragðskeppnin. Það er því tilvalið að skella sér á Ljósmyndasafnið um helgina, kíkja svo kannski í Kolaportið & fara að lokum heim & sjóða saman eikkvað reglulega ljótt orðbragð. Ekki skemmir að sýningin er ókeypis.
* Rauðum vínberjum, namminamm, ég held að mér hafi tekist að lækna 2-3 hrukkur í þessari viku með því að klára næstum því hálft kíló af rauðum vínberjum. & svo eru þau líka svo góóóóóð.

Ég á afmæli eftir 46 daga. Gríðarlegt.

anna skvísindakona @ 11:05 |

þriðjudagur, 12. september 2006

Stálfjelagið kynnir:

Orðbragðskeppni Ønnu skvísindakonu
Reglurnar eru einfaldar: Sá sem kemur með mesta & ljótasta orðbragðið á commentakerfinu vinnur. Hver keppandi má taka þátt eins oft & hann vill. Bjór í verðlaun. Ef keppnin verður success, er möguleiki á að gera hana árlega.

Knock your socks off, einntveir&byrja!

anna skvísindakona @ 11:39 |

fimmtudagur, 7. september 2006

Ok, fyrst enginn annar ætlar að segja þetta, þá segi ég bara það sem ég veit að allir hugsa:

Ætli Haraldur Briem sóttvarnalæknir sé aldrei kallaður Haraldur faraldur?

anna skvísindakona @ 15:35 |

þriðjudagur, 5. september 2006

Eins þreytt & ég var orðin á kókaínlýðnum sem núna virðist vaða uppi útum allt, þá fékk ég alveg upp í topp um helgina þegar eitthvað hyski braust inní bílinn minn, reyndi að stela honum, tók allt lauslegt sem var í honum & eyðilagði svissinn. Ég var í molum yfir elsku 80's bílnum mínum, en Þóra Lísa benti mér á að líta ekki á þetta sem bömmer yfir að bíllinn minn sé ónytur, heldur tækifæri til að læra að tengja framhjá (sem var jú eitt af áramótaheitunum mínum).

Ég er með hugmynd: Af hverju setjum við ekki miltisbrand í allt það dóp sem löggan gerir upptækt & setjum það aftur á markaðinn? Það myndi losa samfélagið við þessa parasíta. & þar að auki þyrftum við aldrei framar að hlusta á Dr. Mister & Mr. Handsome.

anna skvísindakona @ 10:10 |

laugardagur, 2. september 2006

Ég tók eftir því í gær að nokkur herðatré í skápnum mínum héngu ónotuð. Þannig að ég fór í Smáralind & reddaði því. Þegar ég kom heim, þá fattaði ég að herðatrén voru ónotuð vegna þess að ég á fullt af þvotti niðrá snúrum sem ég þori ekki að sækja af ótta við zombiemutants. X-men & krufningarskýrslurnar sem ég fann uppí vinnu voru ekki að hjálpa mér að yfirstíga þann ótta. Þannig að mín spurning er þessi: Þarf ég núna bara að henda öllum fötum sem eru orðin óhrein & kaupa mér ný?

Ef að það er rétt að strákar hugsi með typpinu, þá er ég ansi hrædd um að stelpur (& auðvitað strákar) sem gleypa geti smitast af kuru.

anna skvísindakona @ 13:57 |