anna skvísindakona | |
þriðjudagur, 31. október 2006
Er það rétt sem mig grunar að Ingólfur í Heimsferðum & Ingólfur Arnarson landnámsmaður séu einn & sami maðurinn? Það bendir allavega margt til þess að svo sé. Ef það ætlar að verða meira fjör að vera 27 en að vera 26, þá er ég ekki hissa á að fólk sé að drepast á þeim aldri.
miðvikudagur, 11. október 2006
Hólí mólí, ef þetta er satt, þá er ég greinilega alltaf með egglos! Jæja, það er allavega skárra en að vera alltaf á túr. & hvað þarf maður eiginlega eiginlega að gera til að verða áskrifandi að Hormones and Behavior? Það hljómar eins & mjög skvísindalegt magasín.
þriðjudagur, 10. október 2006
Plan síðustu helgar var þetta: Að drekkja öllum sorgum & finna í mér A-karakterinn. Í fríu sprútti á föstudagskvöldið (Sif tók myndir) tókst mér vonum framar að drekkja öllum sorgum, en ég er nokkuð viss um að þegar ég fór aftur út á laugardagskvöldið, þá hafi ég óvart drekkt A-manneskjunni í mér. Sem betur fer er niðurstaðan sú sama: Blúsinn er farinn. Eftir standa lúxusvandamálin- Hvað á ég að biðja um í afmælisgjöf núna þegar mig vantar ekkert, hvernig á ég að elda allt þetta kjöt sem ég á, er ég algjör bitch að ætla ekki að svara gaurnum sem ég gaf númerið mitt um helgina? Svona bissí fólk eins & ég hefur ekki tíma til að vera á blús af því að við þurfum alltaf að díla við AlvöruLúxusvandamál. Sem betur fer. |
|
|