anna skvísindakona

fimmtudagur, 25. janúar 2007

Djöfull væri ógeðslega megatöff ef að Jónína Ben & Ástþór Magnússon myndu byrja saman.

anna skvísindakona @ 19:50 |

fimmtudagur, 18. janúar 2007

Nýja áramótaheitið mitt er semsagt þetta: Framvegis ætla ég að halda uppá St. Patrick's day sem er 17. mars. Það vill svo heppilega til að hann fellur á laugardag þetta árið. Grænt dress, grænn bjór & líklegast græn æla í kjölfarið. Hverjir eru með?

Skvísindakonan mælir með:
* Möndlulínunni frá Body Shop. Einusinni átti ég krem sem var kökulykt af & það virkaði eins & segull á feita gaura- sem meikar svosem alveg sens. En möndlukremið frá Body Shop er ekki þannig. Núna eru allir trylltir í mig. Ég held meirað segja að ég hafi rétt af einn kynvilling sem ég þekki. Ég skil þetta ekki, af hverju eru allir svona trylltir í möndlur?
* Hráskinku. Mjög glamorous lunch. Með vínberjum, parmesan & ruccola. Það er bara eins & vítamín kick in the face.
* Richard Hawley. Ok, ég er kannski ekki fyrst með fréttirnar af því að hann hefur ekki gefið út disk lengi. & hann er kannski skítugur & ljótur Breti. En vá, passaðu þig Beck, hann tryllir mig!
* Góðum sjoppusleik. Ómæ, maður gerir einhvern veginn ekki nóg af því að fara í sveittan úllíngasleik inná skemmtistöðum. Ok, maður gerir ekki nóg af því að fara í góðan sjoppusleik inná skemmtistöðum.
* Svörtum ópal. Sjitturinn, það er eins & heróín.

anna skvísindakona @ 09:56 |

fimmtudagur, 11. janúar 2007

Fyrst komu jólin.
Svo komu útsölurnar.
& núna Melrose Place.


Hvað kemur næst spyr maður sig bara!

anna skvísindakona @ 03:24 |

föstudagur, 5. janúar 2007

g l æ t a n !

anna skvísindakona @ 06:07 |Jólin eru alltaf að verða skemmtilegri & skemmtilegri. Þó svo að dagarnir fram að jólum hafi verið algjört ógeð eins & alltaf, þá varð allt svo skemmtilegt þegar klukkan sló 12 á miðnæti á Þorláksmessu. Ég ætla að taka sénsinn & gera jólarýni þó að jólin séu ekki búin- það eru jú föstudagskvöld & laugardagskvöld eftir af jólunum.

Í stuttu máli stóð þetta uppúr:
* Þorláksmessa: Yfirmaðurinn sendi mig snemma heim með jólapakka & bjórkippu. Elsku Mangó hjálpaði mér að pakka inn jólagjöfunum, eins mikið & ég hata að gera það & í fyrsta skipti á ævi minni voru allar jólagjafir innpakkaðar þegar ég vaknaði á aðfangadagsmorgun. Strákarnir á neðri hæðinni sáu sig tilneydda til að bjóða okkur í partý.
* Aðfangadagur: Jólamatur & pakkar. Ég & mamma áttum nokkra ósmart djóka sem féllu ekki svo vel að eyrum ömmu Þóru. Ég gerði jólagóðverk á leiðinni heim.
* Jóladagur: Jólaboð (sem ég var fyrsti gesturinn í!) & svo var spilað á Hverfisgötunni. Ég er Meistarinn, veiveivei, svo partý á neðri hæðinni.
* Annar í jólum: Alveg óvart smá partý heima & svo fór ég með Mangs á Vegamót til að launa henni innpökkunargreiðann. Hún vill nefnilega alltaf fara á leiðinlega staði en ég á töff & skemmtilega staði. Í röðinni fyrir utan lenti ég næstum því í slag við einhverja drullukuntu sem var að troðast. Inx, ef þú sérð hana, þá máttu setja skósólann framan í hana.
* Partý hjá Hlyni: Í þriðja skiptið á ævinni var ég mætt fyrst ásamt Hauki. Danni telst ekki með af því að hann er makinn hans Hlyns. Bollan rann ljúflega niður, en ekki jafn ljúflega uppúr mér þegar ég kom heim & ældi. Það er svo mikið fokkíngs rokk að vera 27!
* Gamlárskvöld: Það er svo skrýtið að skemmtilegasti strákur sem ég þekki eigi afmæli á leiðinlegasta kvöldi ársins! En mikið rættist úr því. Markmiðið var að verða svo full að ég myndi hlæja að skaupinu. Eftir miðnæti fór ég með Álfdísi í partý sem ég held að Alvar Aalto hafi hannað. Sá kann að hanna fínustu norðurljós, það vantar ekki, en skemmtilegt partý kann hann svo sannarlega ekki að hanna. Það var svosem allt mjög glamorous, plebbar með slaufu, Japanir (sem eru í öllum alvöru lífstílspartýum) & konfekt, en það vantaði allt fjör í það. Þannig að ég & Álfdís gerðum uppreisn gegn plebbunum & hvæstum á þá að við ætluðum á ellefuna í sleik við alvöru karlmenn. Sem við svo gerðum & enduðum svo í saunapartýi í boði Jeff & Ævars.
Mina olen Hämähäkkemies.
* Eftir-jóla-útsölur: Jesus moðerfokker, ég er aldrei jafn hot & þegar ég er búin að kaupa mér nýja skó... & kjól... & kápu.

Skál fyrir:
* Þórunni af því að hún er svo falleg & hæfileikarík að fyrrverandi kærastinn hennar gaf okkur jólatré.
* Mangó af því að hún hjálpaði mér að pakka inn öllum jólagjöfunum & er SVO HOT í dressinu & með rjóðar kinnar & bros.
* Arnari 6ára fyrir að vera konungur dansgólfsins.
* Strákunum á neðri hæðinni af því að þeir eru höfðingjar heim að sækja.
* Öllum jólaboðunum sem ég fór í, af því að loksins LOKSINS fær maður tækifæri á að viðra alla þessa kjóla í fataskápnum. Þegar leikar stóðu hæst fór ég í þrjú mismunandi boð í þrennum mismunandi dressum.... & nýjum skóm við hvert þeirra. Ó gvuð hvað ég elska jólin.
* Ellefunni fyrir uppúrþakinu fjör á gamlárskvöld, enga röð, góða tónlist & bjór á 500kall. Ef þeir halda svona áfram, þá fer að myndast ný hefð hjá mér.
* Eyþóri fyrir að benda mér á að ef ég ætla að setja svona hálfvitaleg áramótaheit, þá missi ég allan dívustatus. Fokk áramótaheitin, ég er 27!

anna skvísindakona @ 03:18 |