anna skvísindakona

laugardagur, 31. mars 2007

Ooooh! Ég veit að ég á að vera með hugann við jónajafnvægi & blóðþrýsting & allt það....


... en eina sem ég get hugsað um er gin&tónic & að komast í sleik við einhvern hot gæja!

anna skvísindakona @ 20:56 |

föstudagur, 30. mars 2007

Hversu hot er maður á 10. degi próflesturs? Ekki svo mjög. Ég held að Sif hafi haft nokkuð til síns máls þegar hún sagði að maður væri best geymdur heima yfir bókunum svona illa til reika, taugaveiklaður & lítið skemmtilegur.

Djöfull væri geggjað grín ef Kompás & Tekinn myndu gera saman þátt þar sem þeir gabba fræga gaura til að dónast við úllínga & bösta þá svo. Hahaha... "Hvað ert þú að gera hérna?- HAH, TEKINN!"

anna skvísindakona @ 04:05 |

sunnudagur, 25. mars 2007

Ónó....

Á daginn er hún falleg & hæfileikarík skvísindakona. Á nóttunni breytist hún í .....

... ENSÍMGRÍNARANN!!!

anna skvísindakona @ 23:59 |

föstudagur, 23. mars 2007

When life throws you lemons, make lemonade...

Hér kemur leikur: Sá sem getur sagt skemmtilegustu söguna á commentakerfinu af einhverju skammarstriki sem við höfum gert saman fær drykk á barnum þegar ég verð búin í prófum. Kannski verður hægt að gera fleiri skemmtilega óknytti það kvöldið. Hver & einn má segja eins margar sögur & hann vill.

Kætiði nú stelpuna ykkar svo að hún mygli ekki til dauða í próflestrinum.

anna skvísindakona @ 03:41 |

fimmtudagur, 22. mars 2007

Skvísindi dagsins
(& áður en allir verða frábitnir vegna þess að ég er að fara að tala í löngu máli um hormón vil ég vekja athygli á að textinn inniheldur líka orðin mjó & stór brjóst)
Prólaktín er hormón sem veldur mjólkurframleiðslu í konum. Undir venjulegum kringumstæðum er prólaktínframleiðslu hamlað með dópamínbremsu frá undirstúku. Venjulega hefst prólaktínlosun (& þ.a.l. mjólkurframleiðsla) ekki fyrr en eftir að kona hefur átt barn & þá eru áreitin sem hvetja framleiðsluna það að barnið sjúgi geirvörtu konunnar. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að fæðing er ekki nauðsynleg til að prólaktínmyndun fari af stað, m.a. hafa dópamínblokkerar stundum þá aukaverkun að mjólkurframleiðsla hefst í konum. Því ætti að vera hægt að hvetja prólaktínmyndun í konum þó að þær eigi ekki börn.
En af hverju ætti maður að vilja mjólka eins & belja? Jú, af því að mjólkurmyndun er orkufrek & næring umfram orkuþörf fer þá síður í fitusöfnun. Konan verður því mjó & fær stór brjóst. Að auki eru líkur á að hún fari á blæðingar eða verði þunguð minni, þar sem hækkaður styrkur prólaktíns hamlar losun gonadotrópína sem eru drífandi hormón í tíðahringnum.

Ef ég & Sif fáum ekki nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir súkkulaðikökumyndina sem tekin var á árshátíðinni, þá vil ég að minnsta kosti fá tilnefningu fyrir þessa uppgötvun.

anna skvísindakona @ 01:11 |

þriðjudagur, 20. mars 2007

Heh, mér finnst alltaf svo geggjað gott á alla aðra þegar það er vont veður meðan ég er í próflestri.

anna skvísindakona @ 14:17 |

sunnudagur, 18. mars 2007

Stórslysaæfing læknanema var í gær. Í byrjun sá ég um bráðaflokkun & var að hugsa um að merkja alla græna í tilefni þess að að það var St. Patricksday, en þar sem þetta var kannski hvorki staður né stund fyrir svoleiðis sniðugt grín, þá lét ég það eiga sig. Það var ótrúlega spennandi að sjá hverju maður getur átt von á, þó að líkurnar á að glamourkisa eins & ég muni standa í svona stórslysi í óbyggðum séu hverfandi. Eftir fjögurra tíma læknisleik í snjónum kom ég svo heim alveg rosalega uppnumin yfir þessu öllu saman, enda var þetta mjög flott & vel heppnað prógram. Skál fyrir FL & björgunarsveitunum.

Um kvöldið var svo skálað í grænum bjór í grænu dressi, en það endaði ekki í grænni ælu sem betur fer. Fyrr í vikunni fékk ég nefnilega gubbupest sem ég varð ekki einusinni mjó af. Hvaða helvítis hallæri er það?!

anna skvísindakona @ 17:54 |

sunnudagur, 11. mars 2007

Rétt eða rangt: Ef augnháralímið er búið, er hægt að festa gerviaugnhár með sams konar vaxi & hár á fótleggjum er fjarlægt með?
Rangt, því miður. Augnhárin duttu af á leiðinni á árshátíðina á Hótel Sögu. Engu að síður var rosagaman, fordrykkur í boði Kaupþings var hressandi, sérstaklega í ljósi þess að ég hafði gleymt að borða allan daginn, matur & skemmtiatriði til fyrirmyndar & þá sérstaklega desertinn, sem var bæði í senn matur & skemmtiatriði.

Þegar líða tók á kvöldið laumaðist ég á neðri hæðina að hitta Álfdísi sem var þar á árshátíð hugvísindadeildar. Dj-inn þar var miklu skemmtilegri & við stigum svo trylltan dans að hairdoið fór í skrall & nærbuxurnar duttu næstum niðrum mig. Gerist næstum aldrei, aaahaha...

Ef marka má glamourinn á árshátíðinni er alveg greinilegt að undir hvítum vansniðnum sloppum læknanema leynast ógurlegir glyskettir. Ég held þessvegna að hugmyndir okkar Þóru Lísu um hátískusjúkrahús í stað hátæknisjúkrahúss hljóti að fá góðan hljómgrunn í framtíðinni.

anna skvísindakona @ 14:13 |

miðvikudagur, 7. mars 2007

Ég sagði brasilísku vaxkonunni minni að fara í nudd hjá kínverska nuddaranum mínum. Úh ég er svo mikil heimskona. En ó hvað ég sakna þess að eiga líf.

Skvísindakonan mælir með:
* Sundhöllinni. Ég veit ekki hvort það er glamour arkítektúrinn, það að ég passi í sama sundbol & í 10. bekk eða að ég flæki tærnar í hárinu á mér þegar ég syndi, en það er eikkvað svo elegant við að synda í sundhöllinni. Ég frétti það líka að undir réttu sjónarhorni sjáist í typpið á þeim sem eru í sturtu í karlaklefanum. Sem er auðvitað geggjað.
* Tourmaline kreminu frá Aveda. Af hverju? Af því að ég er ekki að yngjast!
* Ferskum parmesan. Ég nenni ekki að lifa nema ég fái ferskan parmesan. Parmesan í dós er bara gabb- eins & að fara í sturtu í regnkápu.
* Gettu betur. Af hverju er svona skemmtilegt að horfa á bólótta úllínga sem í framtíðinni verða obnoxious besserwisserar & bitrir út í konur? Ekki veit ég það, en Gettu betur er það passlega snemma á föstudagskvöldum að maður geti horft á það án þess að missa af neinu fjöri á barnum. Nema auðvitað næsta föstudag af því að þá er árshátíð FL- gvuð, ég er svo spennt að ég gæti drepist!

anna skvísindakona @ 11:35 |

sunnudagur, 4. mars 2007

Vá, djöfull finnst mér krúttfólk vera helvítis ógeðslega viðbjóðslegt.

anna skvísindakona @ 19:43 |

fimmtudagur, 1. mars 2007

Jæks, konan mín fór í sleik við Svía um helgina & er núna komin með hita & delerium. Við höldum að það sé Stockholm syndrome.

Annars áttum við nokkuð skemmtilegt föstudagskvöld sem byrjaði í fríum bjór á fræðslufundi Ástráðs. Ég & Sif lofuðum & sórum að vera komnar heim fyrir kl. 3 & það tókst nú bara með ágætum (kl. 3 lesist kl. 8). Eftir fundinn hittum við Þórunni & fórum á Kaffibarinn & hittum þar meðal annars Brynju, Hlyn (& ekki Daða!) & ótrúlega vingjarnlega kynvillinga. Kynvillingarnir urðu bestu vinir okkar á nótæm- líklegast af því að þeir eru gay & við fabulous- & þeir hittu beint í mark með því að sýna að þeir væru jafn töff & við:
Ég: Má ég fá eld hjá þér? (& ræni kveikjaranum af öðrum kynvillingnum) -Takk
Hinn kynvillingurinn: Þetta er sko minn kveikjari
Ég: (Sleiki kveikjarann) Ekki lengur, ég er búin að sleikja hann
Hinn kynvillingurinn: Öh... þetta er kveikjari- ekki sleikjari!

Kudos!

anna skvísindakona @ 19:56 |