anna skvísindakona

mánudagur, 30. apríl 2007

Fabulous spring break er nú formlega lokið. Af því tilefni vil ég tilkynna úrslitin í sögukeppninni. Ég vil þakka öllum fyrir þátttökuna, allar sögurnar kölluðu fram nostalgíubros (stundum jafnvel sóðaglott) & þeir sem tóku þátt eru töff & gáfaðir. En að úrslitunum:

Saman í þriðja sæti eru Raggaló & Gauti með innbrotssögur, annars vegar Röggulóar saga um innbrot í leynilegt bíó á leynilegt gamlárskvöld, en þar sem við sórum stúlkskaparheit þess efnis að koma ekki upp um þá sem voru samsekir, þá held ég að best sé að segja ekki meira. Gauta saga fjallaði um það þegar við vorum að leita að fjöri í Kaupmannahöfn & höfðum grun um partý á Gamla garði. Þar sem eitt okkar vissi kóðann til að komast inn á svæðið, héldum við að þarmeð væri partýinu reddað. Hins vegar var enginn þar, svo að þar sem við vissum hvar bjórinn var geymdur, þá náðum við okkur í 2 kippur & héldum okkar eigið partý í Ørstedsparken.
Í öðru sæti er Brynja með sögu sem gerðist líka í Ørstedsparken, en í þeirri sögu var engum bjór stolið, heldur sakleysi ungra stráka. Í grófum dráttum vorum við á Moose, okkur leiddist & náðum einhvern veginn að mana hvor aðra uppí að ljúga að tvítugum strákum að við værum yngri en þeir & fara í sleik við þá.
Í fyrsta sæti er Þórunn með söguna af því þegar við vorum á einhverjum blús & reyndum að kæta okkur með því að kaupa okkur ís. Ís getur svosem hresst mann við, en ekkert kætir mann eins & að sjá litla krakka fara næstum því að grenja, svo að við ákváðum að borða ísinn fyrir framan skólalóð Melaskóla í hádegisfrímínútunum. Ekki skemmdi fyrir að það byrjaði að rigna á meðan, sem kom svosem ekki að sök fyrir okkur, við hækkuðum bara í miðstöðinni. Grínið náði samt nýjum hæðum þegar grandvar skólaliði fór að veita okkur athygli & leist ekki betur en svo á okkur að hann fór að taka myndir af okkur, líklega í pedófílamöppu skólans.

Sérstök aukaverðlaun fá svo Sif & Þóra Lísa fyrir svakalega ræstigrínið sem við gerðum á Kaffibarnum um helgina.

anna skvísindakona @ 09:49 |

miðvikudagur, 25. apríl 2007

Nei heyrðunúmig! Þessi stelpa heldur því fram að ENSÍMGRÍNARINN!! hafi eitthvað verið að ríða sér.

Maður þarf greinilega að fara að passa sig...

anna skvísindakona @ 02:22 |

mánudagur, 23. apríl 2007

Ég lenti í dálitlu í gær sem hefði getað orðið ansi fúlt, en varð óvænt sniðugt & fyndið.
Ég fór á sjálfsafgreiðslubensínstöð til að taka bensín & var með seðla til að setja í sjálfsalann. Sjálfsalinn var eitthvað tregur að þiggja peningana mína & eftir að ég var búin að setja tvöþúsundkrónur í hann með mikilli fyrirhöfn, þá núllaðist hann & þóttist ekkert kannast við mig. Fyrst um sinn ákvað ég að hringja í númerið sem var gefið upp á bensínstöðinni, en það var ótengt & 118 sagði mér að þetta væri eina númerið sem er skráð á bensínstöðina.
Nú voru góð ráð dýr. Þar sem ég er búin að vera í ansi viðburðaríku spring break síðustu þrjár vikur, var ég frekar blönk & ekki sátt við að lenda í svona veseni, vildi peninginn minn til baka & það strax! Mér kom á þessu augnabliki ekkert annað til hugar en að svipast um eftir eftirlitsmyndavélum, horfa með tryllingslegu augnaráði í þær & byrja að sparka af alefli í sjálfsalann.

& viti menn! Augnabliki seinna kom maður á vegum bensínstöðvarinnar & bjargaði mér um peninginn minn. Ætli hann hafi virkilega haldið að mér tækist að sparka bensínstöðina í rúst áður en ég færi að meiða mig?

anna skvísindakona @ 00:28 |

mánudagur, 9. apríl 2007

Váv, hver hefði trúað því, en ég fékk páskaegg sem er stærra en rassinn á mér. Þið sjáið hvernig það getur auðveldlega orðið að vítahring.

Gleðilega páska.

anna skvísindakona @ 14:45 |

sunnudagur, 1. apríl 2007

Það fer hver að verða síðastur að taka þátt í söguleiknum á commentakerfinu. Muniði bara að mér þykir meira vænt um þá sem taka þátt en þá sem taka ekki þátt.

anna skvísindakona @ 21:09 |