anna skvísindakona

mánudagur, 27. ágúst 2007

Ænei...

Fyrir tveimur árum óttaðist ég ekkert meira en Þjóðverjann sem var ósigrandi í borðfótbolta & zombies. Í fyrra voru það zombiemutants & heimilisleysingjar sem ég hræddist.

Í ár eru það zombieróbotar.
Sjitt...

anna skvísindakona @ 13:25 |

föstudagur, 10. ágúst 2007

Hafiði heyrt um stelpuna sem var svo óstýrlát & villt að kærastinn hennar þurfti að læra box svo að hann gæti stýrt henni í tangó?

Skvísindakonan mælir með:
* Pistasíuhnetum. Já, þær eru kannski fitandi... en þetta eru allt hollar fitusýrur sem gera mann fallegan. Næstum því jafn hollt & lýsi!
* Tvöfalda maskaranum frá Lancome. Hann er svo mikið fabulous að mig langar bara að fara á ball á hverju kvöldi.
* Keilu. Já. Einmitt. NOT!
* Cif með klóri. Persónuleikaröskunin mín fékk sting í hjartað þegar ég þreif baðið með þessu stöffi. Blíng.
* Gray's á netinu. Ok, ég játa að það væri elegant að eiga þennan hnulla. En eftir viku verður mér svosem drullusama um allan Gray. Nema kannski Lindu Gray.

anna skvísindakona @ 13:20 |