anna skvísindakona

mánudagur, 29. október 2007

Þekkiði muninn á verk & sársauka?

Í vetur verð ég í klínískri aðferð á bæklunarskurðdeild. & djöfuls fjör er það líka, bækló er greinilega the place to be. Í veislu sem ég fór í um helgina hitti ég mann sem var ekki á sama máli. Hann var að koma úr krossbandaaðgerð. Það er greinilega ekki sama hvort maður sé Jón eða doktor Jón.

anna skvísindakona @ 21:52 |

sunnudagur, 21. október 2007

Hah, hverjar eru líkurnar á því að eina bikiníið sem fæst í Smáralind á þessum árstíma sé úr gulli, á hálfvirði & passi á mig?! Svona er Guð mikill prakkari.

Skál fyrir:
* Öllum sem keyptu notaðar skólabækur frá mér. Fyrir hagnaðinn hafði ég hugsað mér að kaupa krem í fríhöfninni- svo að þessir framtíðarkollegar mínir sjái nú framan í mig fyrir hrukkum þegar ég loksins útskrifast.
* Leigubílstjórunum sem styðja brjóstakrabbameinsátakið. Nema að kannski fær maður núna smá móral yfir öllum skröksögunum sem maður hefur sagt þeim á leiðinni heim af djamminu í gegnum tíðina.
* 12 tónum fyrir að vera laaangbesta plötubúðin á Íslandi. Með góða mússíkk & gott kaffi.

anna skvísindakona @ 17:01 |

miðvikudagur, 17. október 2007

Einhvern tímann las ég vísindagrein um að ofvirkir krakkar með athyglisbrest, sem fengju lýsi, yrðu samviskusamir & einbeittir. Ég þaut auðvitað út í sjoppu & keypti mér lýsi & hef verið ægilega samviskusöm síðan. Placebo or not, þá er ég alveg að fíla þetta sko.

anna skvísindakona @ 22:14 |