anna skvísindakona

mánudagur, 19. nóvember 2007

Hvenær er maður orðinn of gamall til að klippa á sér hárið sjálfur? Ég man að þegar ég bjó í Danmörku fannst mér það ákveðið sport að klippa sjálf á mig topp. Kikkið jókst reyndar í réttu hlutfalli við fjölda drykkja sem ég var búin að innbyrða hverju sinni. Nú er ég komin með alltof síðan topp, hárgreiðslukonan mín í barneignafríi & þetta ættu varla að vera nein rocket science að klippa á sig topp. Á ég?

Ég meina... ef allt fer í rassgat, þá er þetta bara hár, þetta vex! & þá lofa ég að gera þetta ekki aftur.

anna skvísindakona @ 11:20 |

þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Þegar mbl.is segir hluti eins & að súkkulaði lækni krabbamein eða að konur með stundaglasavöxt séu gáfaðari en aðrar konur, þá finnst mér það vera mjög áreiðanlegt vísindarit.

anna skvísindakona @ 11:59 |

mánudagur, 12. nóvember 2007

Flugfreyjupartýið var svo vel heppnað að ég stóð ekki í lappirnar í gær sökum þynnku (sem ég reyndi að réttlæta sem jet-lag). Ég skrapaði mig þó saman, KFC & tveimur Parkódín seinna fórum við á Mugison tónleikana & þeir voru aaaawsome, með þeim betri sem ég hef séð lengi. Í dag er ég ennþá með smá hausverk, frosið bros & bletti á vörunum sem rauði varaliturinn næst ekki af. Auk þess er ég komin með sinaskeiðabólgu sem mig grunar að sé til komin vegna álags við drykkju. Ég verð bara að vona að varalitablettirnir náist af fyrir föstudaginn, af því að svona tarty varalitur er ekki liðinn á spítalanum- fólk heldur örugglega að ég sé hjúkka!

Fyrir áhugafólk um flugfreyjupartý, setti TF-Sif myndir á myspace-ið sitt & Þóra Lísa á myndasíðuna sína. Við óskum ykkur góðrar ferðar.

anna skvísindakona @ 11:10 |