anna skvísindakona

fimmtudagur, 20. desember 2007

Vill fólkið sem býr í Þrastarhólunum gjöra svo vel að setja upp "JESÚS" jólaseríuna sína sem fyrst. Nema það sé að reyna að eyðlileggja fyrir mér jólin.

anna skvísindakona @ 10:44 |

þriðjudagur, 18. desember 2007

Óttarlegur dóni finnst mér Þorgrímur Þráinsson vera, að gefa út bók þar sem hann útlistar fyrir öllum hvernig á að ríða konunni hans. Ég yrði alveg hreint brjáluð bara!

anna skvísindakona @ 10:35 |

miðvikudagur, 5. desember 2007

Ég held að ekkert í heiminum sé jafn stimulerandi fyrir heilann & góð sturta. Nema kannski löng góð sturta. Í gær tókst mér til dæmis að fatta uppá nokkrum sniðugum jólagjöfum, taka pælinguna með hátískusjúkrahúsið skrefinu lengra (útskýri betur seinna), hugsa upp ljóta-ljóta aðferð til að ná mér niðrá rónanum í kjallaranum & hugsa upp ljóta-sniðuga aðferð til að læra þessa hundleiðinlegu meinafræði. Yoko & Bowie finnst líka rosagaman í sturtu, sérstaklega Bowie. Hann er nýi sturtubuddyinn minn & fyrir vikið stefnir í að hann verði mjög gáfaður páfagaukur- já, eða gáfugaukur.

Skvísindakonan mælir með:
* Sturtusápu eða skrúbbkremi með menthol. Þetter svo klikkað eros. Mitt í heitri sturtunni kemur svona frískandi kuldatilfinning. Úllalla!
* Ben & Jerry's með kaffi, irish cream & súkkulaði. Eins gott að þetta fæst bara í litlum dollum.
* Klippingu á hárgreiðslustofu. Æ, maður er þá fínn, ekki bara reddaður.
* Nýja Radiohead disknum. Ég borgaði 5 pund. Hvað borguðuð þið?

anna skvísindakona @ 11:29 |