anna skvísindakona | |
fimmtudagur, 20. desember 2007
Vill fólkið sem býr í Þrastarhólunum gjöra svo vel að setja upp "JESÚS" jólaseríuna sína sem fyrst. Nema það sé að reyna að eyðlileggja fyrir mér jólin.
þriðjudagur, 18. desember 2007
Óttarlegur dóni finnst mér Þorgrímur Þráinsson vera, að gefa út bók þar sem hann útlistar fyrir öllum hvernig á að ríða konunni hans. Ég yrði alveg hreint brjáluð bara!
miðvikudagur, 5. desember 2007
Ég held að ekkert í heiminum sé jafn stimulerandi fyrir heilann & góð sturta. Nema kannski löng góð sturta. Í gær tókst mér til dæmis að fatta uppá nokkrum sniðugum jólagjöfum, taka pælinguna með hátískusjúkrahúsið skrefinu lengra (útskýri betur seinna), hugsa upp ljóta-ljóta aðferð til að ná mér niðrá rónanum í kjallaranum & hugsa upp ljóta-sniðuga aðferð til að læra þessa hundleiðinlegu meinafræði. Yoko & Bowie finnst líka rosagaman í sturtu, sérstaklega Bowie. Hann er nýi sturtubuddyinn minn & fyrir vikið stefnir í að hann verði mjög gáfaður páfagaukur- já, eða gáfugaukur. Skvísindakonan mælir með: * Sturtusápu eða skrúbbkremi með menthol. Þetter svo klikkað eros. Mitt í heitri sturtunni kemur svona frískandi kuldatilfinning. Úllalla! * Ben & Jerry's með kaffi, irish cream & súkkulaði. Eins gott að þetta fæst bara í litlum dollum. * Klippingu á hárgreiðslustofu. Æ, maður er þá fínn, ekki bara reddaður. * Nýja Radiohead disknum. Ég borgaði 5 pund. Hvað borguðuð þið?
|
|
|