Skvísindakonan mælir með:
anna skvísindakona | |
þriðjudagur, 29. apríl 2008
Í lok maí er ég að fara á ráðstefnu að halda tölu um rannsóknir mínar á brjóstakrabbameini. Ég held bara að í öllum alheiminum sé ekki til betri ástæða til að að kaupa sér nýjan kjól & eyða heilum degi á snyrtistofu.
fimmtudagur, 17. apríl 2008
Hversu heppilegt er það að Bónusbúðin sem er á leiðinni heim frá Krabbó er einmitt staðsett í Kringlunni?
Skvísindakonan mælir með: *Poppquiz á Organ: Meðan pöbquizið á Grandrokk er svona borderline nördalegt (en ósköp skemmtilegt), þá er poppquizið á Organ bara súpermegatöff. Seinasta föstudag vorum ég & Ásgeir eina fólkið þarna sem var ekki í hljómsveit & mig grunar að Skakkamannage, sem við víxluðum blöðum við, hafi gefið okkur pitystig af því að fólk sem er ekki í hljómsveit er svo ógeðslega heimskt. Ég veit alveg muninn á EP plötu & LP plötu sko, ég vissi bara ekki á hvaða EP plötu My Iron Lung var. Annars get ég eiginlega ekki verið foj út í þau, af því að þegar þau hituðu upp fyrir Low, þá tóku gítarleikarinn & bassaleikarinn bakíbak á sviðinu. Það hef ég ekki séð gert síðan Elvis5! lagði heiminn að fótum sér, back in the ol'days. * Sap Moss sjampó & hárnæringu: Ok, kílóverðið á því er kannski einhvers staðar í námunda við kílóverðið af kókaíni, en þetta er bara svo ótrúlega sensational. & á hálfvirði á kringlukasti í þokkabót.
|
|
|